föstudagur, febrúar 21, 2003

Ég verð víst að skrifa e-ð hér svo blogginum verði ekki dílítað áður en ég næ að afrita e-ð af þeim sögulegu heimildum sem hér er að finna... og hætti svo allllveg... finnst ekki alveg jafnmikið púður í skrifum um strætóferðir í Reykjavík eins og í skrifum um vélsleðaferðir á Svabarða eða skipsferðum til Suðurskautslandsins.

Afmælisdagurinn minn var í gær, rækilega öðruvísi en í fyrra. Þá var ég á eyjunni Chiloé í Chile í hita og sól og splæsti á mig tvíréttuðu á sjávarréttaveitingahúsi í tilefni dagsins. Þessi máltíð setti mig ekki á hausinn, kostaði innan við 200 kall. Margfaldið með 20-30, þá er líklegur íslenskur prís kominn. Enívei, það var ekkert smá gaman að vera til í gær líka. Allt hófst á því að ég mætti á skikkanlegum tíma í vinnuna (ekki algengur atbur'ður í vetrarveðrum). Svo fór ég til leiseraugnlæknisins sem steikti nokkur mólekúl innan úr hornhimnunni á mér fyrir viku, hann sagði mér að ég væri komin með 100% sjón á hægri auga og stutt í að það sama yrði uppi á tengingnum á því vinstra. Jibbí kóla. Nú, svo hafði ég unnið disk vikunnar á Rás 2 daginn áður án þess að vita það og beið hann mín í póstinum í hádeginu. Eftir hádegið sá ég póst frá Washington-háskóla í Seattle um að ég hefði fengið inngöngu í doktorsnám þar; þær fréttir náttla alveg meikuðu daginn. Svo var kökukaffi í mínu boði í vinnunni (maður kemst ekki upp með neitt múður á afmælisdaginn sinn hér...), nú og svo var mér boðið í mat til stóra bróður og konunnar hans og tvíburanna þeirra. Jummijúmm.