föstudagur, september 23, 2005

miðvikudagur, september 21, 2005

Kolefni og leiðindi

Jeremías minn hvað ég get verið leiðinleg á stundum... tók út síðasta póst. Og ekki orð um það meir.

Skemmtilegra (alla vega fyrir mig) að segja frá því að núna í eftirmiðdaginn fór ég á fyrirlestur um geislakolefnisklukkuna, þ.e. aldursgreiningar með geislavirku kolefni. Svo sem eldgamalt lummutoppik fyrir flesta jarðfræðinga - oder nicht. Undanfarin ár hefur vísindafólk neflilega verið að sjá alls konar óreglu í kerfinu og mikil vinna hefur farið í að reyna að komast að því hvað er í gangi. Er helmingunartíminn rangur? Stoppar klukkan stundum? Hvað er eiginleg málið með styrk jarðsegulsviðsins? Og svo framvegis. Þetta var alveg merkilega spennandi fyrirlestur og gaman að heyra svona tíðindi beint frá fólkinu sem er að búa þau til.

Hjésús!

Haldiði ekki að mér hafi verið að áskotnast DVD-diskur frá almannatengsladeild Mormóna-kirkjunnar í Saltvatnsborg. Ég er alveg agalega ánægð með þetta og hlakka heil reiðinnar ósköp til að horfa á diskinn. Við Shan verðum bara að muna að verða okkur úti um nitroglýserín-töflur áður en við stingum disknum í tækið, annars gæti farið illa.

Kláraði Under the Banner of Heaven um daginn. Viðbjóður skviðbjóður (ofsatrúarfólkið) og mikið undrast ég að bráðgáfað fólk skuli hafa keypt og kaupi enn þessa speki hans Joe Smiths (mainstream Mormónarnir). En það er nú svosum bara ég, sem trúi ekki á neitt sem dýrkað verður í kirkju og undir instrúksum annars fólks.

sunnudagur, september 18, 2005

Glacial surge

A tremendously cool series of pictures was just brought to my attention. Go to UNIS and click the link for Paulabreen (Paula's Glacier).

föstudagur, september 16, 2005

Nostalgia by numbers

Stolen from Stína:

1. Go into your LJ’s /blogs archive.
2. Find your 23rd post (or closest to).
3. Find the fifth sentence (or closest to).
4. Post the text of the sentence in your blog along with these instructions.

In hurricanes past, this is it:

"It was simply a great trek, the scenery wonderful and the weather too, but it was quite hard."*

Now, this could apply to any number of treks that I've done. In an ideal world, it would apply to every single trek that I've done and, more importantly, that I will ever do. The "quite hard" parts of treks are usually those who become most pleasant in retrospect... as was indeed the case for that particular trek. Aaahhh, the joys of bushwacking on steep hills. Aaahhhh, the joys of descending endless and impossibly steep gravel slopes. I'd go back to Cerro Castillo any time.


*(In terms of sampling techniques (I just came from statistics class), this one seems to give an amazingly good estimate of the mean!)

miðvikudagur, september 14, 2005

There's no such thing as a free lunch...

... but what about a free dinner?

Hentist inn á búrrító-búlluna Viva rétt fyrir lokun í gærkvöldi, aðframkomin af hungri eftir langan dag í vinnunni. Þegar ég ætlaði að borga var mér sagt að ég væri "all set". Ég hváði því nr. eitt, ég heyri varla hálfa heyrn og nr. tvö, af því ég bara skildi ekki hvað konan átti við. "It's on me", segir hún. Ég bara, já halló, eru allar þjónustustelpur í Íþöku lesbíur oder was?? "Awesome," segi ég og spyr, so, how much? Nei, þetta var víst fúlasta alvara. Pleisið að splæsa á mig búrrító með grilluðum kjúkling af því ég er svo góður kúnni. Held ég verði að hætta að bölva þeim fyrir að búa ekki til (ghrafn, taktu nú eftir:) jafngóða búrrítóa og La Veracruzana í Northampton, MA. Segi bara í staðinn: Lifi Viva!!

Sigur Rós í Toronto

Undirrituð býður til sölu tvo (geta orðið þrír) miða á Sigur Rósar-tónleika í Toronto á mánudaginn kemur. Skítbillegt, ca. 30 dollarar stykkið. Sjóið alveg magnað hef ég heyrt. Að ekki sé minnst á hvað ökuferðin upp eftir er víst stórskemmtileg. Allir að skella sér (nema ég af því ég þarf að kenna...). Sei sei já.

In memoriam

Nú er ég að verða búin með hann Eirík. Eiríkur var stríðsfákur mikill, ekinn tæpar 170 þúsund mílur og orðinn nokkuð aldurhniginn, þ.e. 18 ára gamall. Til að halda kappanum á götunni þurfti að leggja í viðgerðir upp á eina 900 dollara og reyndist það samdóma álit álitsbærra manna að ekki borgaði sig að leggja út í slíka fjárfestingu. Var kappanum því ekið nú í eftirmiðdaginn á partasölu í bænum sem keypti garminn af mér. Þar voru númeraplöturnar teknar af og mér heitið því að ekki yrði þessi elska nú tekin í sundur heldur yrði hann settur beint undir pressuna miklu. Blessaður kallinn.

Það er nú ekki alveg við hæfi að segja frá þessu en ég stórgræddi á þessum viðskiptum. Sjáiði til, ég fékk 18 dollara fyrir bílinn. Það hljómar nú ekki mikið, en ég keypti hann á einn dal og þannig græddi ég 17-falda kaupupphæðina! Eins og gefur að skilja bauð ég honum Shan mínum (sem var aðstoðarbílstjóri og almenn moralsk støtte á þessari erfiðu ferð) að koma í erfisdrykkju á kostnað hins látna. Splæst var í beyglur og allt sem við á að eta og nú sit ég hér við skrifborðið mitt og sporðrenni síðustu bitunum. Takk fyrir mig, Eiríkur!

laugardagur, september 10, 2005

I have been tagged

and am, according to Stina's wishes, to post five random things about myself:

1. I have never wanted to become a hair-dresser.

2. When we were children, my brother and I spent parts of two summers in a camp for children run by the Franciscan nuns in the small town of Stykkisholmur. Not that we were Catholics (or pious at all), I guess it was a way of allowing us kids to spend a part of our summers away from the city and all that a city stands for. I can still remember the place pretty well and I can't say I miss it. But occasionally being the altargirl at Sunday sermon was kind of nice, if only because the incense smelled good, it was fun to throw more water than strictly necessary at the annoying kids, and the priest usually gave us some goodies in his office afterwards (I know what you are all thinking here... but hey,, they can't all be like that!).

3. After my parents' divorce when I was 8 or 9 years old, I moved around like crazy. We'd typically live at a place for up to a year, then find some other place that was allegedly better. Sometimes the only difference would be on which side of the street the house was located. When the house had been stripped of everything, I would invariably put a little note somewhere, say in a crack between the floorboards, telling whomever would find it that I had lived there. I wonder if any of those were ever found... I mean, how well can a 10-year old hide things??

4. The moving-around legacy of my youth and teens has stayed with me. I've lived in Bolivia, Norway and the United States and I still get a little uneasy when thinking of settling somewhere (in a cute little house with a garden??). You could call me a nomad or a wandering spirit. Or maybe, an escapist?

5. For reasons I'm not going into in any detail here, I like the music of Salin hans Jons mins. This is a confession that could alienate some friends. To those, I say: Bear with me. It's been hard for me too ;)

If I got this game right, I should tag someone too. Hmmm... let's see. Erna, but I doubt she'll have time. Shan, maybe I can persuade him. Raggi (if he's not up in the mountains chasing a cairn ;)). Lara systir, because she's the funniest person alive. I think I'll let those four suffice.

föstudagur, september 09, 2005

Það hafðist

Eins og venjulega er undirrituð á síðustu stundu með allt saman. Mér tókst með naumindum að koma ágripinu um verkefnið mitt hér við Cornell inn á ráðstefnuna - en vegna tæknilegra örðugleika (les. seinagangs í fatti) náði Helgafellið ekki inn. Hann Hugh er að vinna í því, enda ótækt að missa af svona tækifæri til að halda erindi á ráðstefnu.

Meira síðar.

þriðjudagur, september 06, 2005

Nýr í bloggheimum

Það er kominn nýr linkur hér til hliðar - og af því þetta er aðalmaðurinn sem er farinn að blogga fær hann fyrsta sætið á listanum. Vona þér sé sama, Lára mín :)

Óhófið

Berist ykkur til eyrna fréttir þess efnis að ég hafi drepist úr lyfjamisnotkun getiði allavega huggað ykkur við að ég var bara á slímlosandi.

En svona í alvöru, hvað ætli maður (eða kona) þurfi eiginlega að taka mikið af guaifenesíni til að fá eitrunareinkenni? Eða, ef ég má umorða þetta, hvað þarf maður eiginlega að taka mikið af þessu sulli til að þetta virki??

Gjéðbjélaða vikan

Skilafresturinn fyrir ágrip á haustráðstefnu bandarísku jarðeðlisfræðisamtakanna rennur út á fimmtudagskvöldið kemur. Ég, ever the optimist (eða þannig), ætla að skila inn TVEIMUR ágripum; öðru um verkefnið mitt hér og hinu um Helgafellið mitt gamla. So far hef ég klárað hvorugt ágripið og í raun varla byrjað á því fyrrnefnda.

Ofan á þetta bætast svo fastir liðir eins og venjulega, þ.e. tímasókn, heimaverkefni, skrifstofutímar fyrir nemendur og sörf á netinu og svona. Spurning um að finna tíma til að anda... eða til að skrifa ágripin. Og til hliðar við fasta liði og hjáverkin, stunda rannsóknirnar fyrir ágrip eitt. Kannski ágætt að vera byrjuð á þeim. Ég er neflilega búin að komast að því að það er mjög auðvelt að eyða heilu sumri í það eitt að greina an- og katjónir í 50 sýnum af vatni, án þess að einu sinni byrja að spá í hvað allar þessar tölur þýði. Ég held samt það sé ekki nóg að birta bara endalausar töflur í doktorsritgerðinni heldur verði maður að hafa reynt að finna út hvað allar þessar tölur þýða...

Perspektív (og gleðifréttir) vikunnar: Hann Shan er orðinn föðurbróðir glænýs og spengilegs lítils gæja í Eugene í Oregon. Til hamingju með það!

laugardagur, september 03, 2005

Á þekjunni

Hvernig er hægt að opna iTunes-ið í tölvunni og setja Cranberries á og fatta þegar fimmta lagið er að verða búið að það er ekki kveikt á hátölurunum??

Bartý Partý

hér í Seneca Resorts í kvöld. Allir að mæta. Engin afsökun tekin gild, bara rífa sig upp af rassinum og mæta!

(Yfirlýstur tilgangur partýsins er að halda upp á þrítugsafmælið hans Terry vinar okkar, það gleymdist neflilega á sínum tíma öllum hlutaðeigandi til ævarandi skammar. Þar að auki ætla ég mér nú líka að skála fyrir karli föður mínum, það vill svo skemmtilega til að hann á afmæli á morgun. Mjög hentugt, og góð nýting á veislu :))