Jeremías minn hvað ég get verið leiðinleg á stundum... tók út síðasta póst. Og ekki orð um það meir.
Skemmtilegra (alla vega fyrir mig) að segja frá því að núna í eftirmiðdaginn fór ég á fyrirlestur um geislakolefnisklukkuna, þ.e. aldursgreiningar með geislavirku kolefni. Svo sem eldgamalt lummutoppik fyrir flesta jarðfræðinga - oder nicht. Undanfarin ár hefur vísindafólk neflilega verið að sjá alls konar óreglu í kerfinu og mikil vinna hefur farið í að reyna að komast að því hvað er í gangi. Er helmingunartíminn rangur? Stoppar klukkan stundum? Hvað er eiginleg málið með styrk jarðsegulsviðsins? Og svo framvegis. Þetta var alveg merkilega spennandi fyrirlestur og gaman að heyra svona tíðindi beint frá fólkinu sem er að búa þau til.
miðvikudagur, september 21, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli