miðvikudagur, september 21, 2005

Hjésús!

Haldiði ekki að mér hafi verið að áskotnast DVD-diskur frá almannatengsladeild Mormóna-kirkjunnar í Saltvatnsborg. Ég er alveg agalega ánægð með þetta og hlakka heil reiðinnar ósköp til að horfa á diskinn. Við Shan verðum bara að muna að verða okkur úti um nitroglýserín-töflur áður en við stingum disknum í tækið, annars gæti farið illa.

Kláraði Under the Banner of Heaven um daginn. Viðbjóður skviðbjóður (ofsatrúarfólkið) og mikið undrast ég að bráðgáfað fólk skuli hafa keypt og kaupi enn þessa speki hans Joe Smiths (mainstream Mormónarnir). En það er nú svosum bara ég, sem trúi ekki á neitt sem dýrkað verður í kirkju og undir instrúksum annars fólks.

Engin ummæli: