fimmtudagur, desember 30, 2004

Áramótaheitið:

Ekki draga aðra niður í svaðið svo ég geti haft það örlítið betra.

Eftir því sem kaffiáhuginn vex og ég verð fanatískari á þeim frontinum þá finn ég meira og meira skemmtilegt um kaffi á Netinu. Inn á milli er svo annað minna skemmtilegt. Sem langtímaáhugamanneskja um óréttlæti heimsins finn ég mig knúna til að benda ykkur á þetta: Útdrátt úr skýrslu fjölþjóðlegu hjálparsamtakanna Oxfam um kreppu kaffiræktenda í fátækustu löndum heims. Ég sé enga ástæðu til að efast um að það sem þarna kemur fram sé rétt enda hef ég séð sambærilega hluti í öðrum fátækum löndum.

Auðvitað er hrikalegt þegar kaffið í Bónus heldur áfram að hækka í verði og auðvitað er líka hræðilegt að allar nýlenduvörurnar, sem svo voru kallaðar þegar ég var að koma í heiminn, séu að verða svona óguðlega dýrar að við, sem erum á leið í skíðaferð til Alpanna næsta vor, höfum bara varla efni á að kaupa þær lengur. Það er hins vegar enn hræðilegra að fólk í Kólombíu, Indlandi og Nýju Gíneu sem kemst ekki í skóla og veit líklega tæpast að Alparnir séu til, þurfi að selja afurðir sínar undir kostnaðarverði því við tímum ekki að borga þeim sanngjarnt verð. Samkeppnin er buddunni okkar kannski í hag en þegar grannt er skoðað kemur jú í ljós að bændurnir í Indónesíu og þeirra líkar um allan heim eru að borga fyrir skíðaferðirnar okkar. Hvernig getur það verið okkur sjálfum í hag?

Að gera þennan heim að örlítið réttlátari stað er alveg eins mikið á þína ábyrgð og það er á ábyrgð Davíðs og Bush. Við erum löngu búin að sjá að þeir munu aldrei gera neitt í málinu svo við verðum að axla þessa ábyrgð sjálf. Eyddu nokkrum krónum auka, eins oft og þú getur, í að kaupa vörur sem þú veist að skaða engan og neyða engan til að leggjast í duftið svo þú komist til Alpanna. Það er auðvelt fyrir okkur og getur skipt öllu máli fyrir þá sem minnst eiga.

miðvikudagur, desember 29, 2004

Hljóð úr horni

Einhver undarleg hljóð berast úr kjöltu minni. Hef ekki hugmynd hvort það er Silfurskotta eða maginn á mér.

Einkunnir komnar í hús

Alveg magnað að (nánast) komin á fertugsaldurinn skuli ég enn láta þessar tölur, eða bókstafi eins og tíðkast hér, skipta svona miklu máli. Skil sumar vinkonur systur minnar í MR og öðrum menntaskólum heima mjög vel þar sem þær barma sér yfir þessum örlagaþrungnu tölum. Einkunnir sökka!!! Sænska kerfið er svo fallegt, þar sem maður fær bara náði eða náði ekki. Allir jafnir. Samt finnst mér það líka fáránlegt því ef maður stóð sig rosa vel þá fæst engin (þótt huglæg sé) umbun fyrir það. Tók einn kúrs náði/náði ekki þetta misserið, það var náttla kúrsinn sem ég fékk mína hingað til langbestu einkunn í. Þá snilld sér svo enginn. Mö.

Annars má einkunnadjöfullinn bara fara að panta kistuna bráðum. Einhvern tímann hlýtur neflilega að koma að því að kúrsum sé lokið í mínu lífi og ég geti snúið mér óskipt að rannsóknum. Mikið svaðalega verður það mikill léttir. Og þó, því þá þarf ég víst að fara að gera eitthvað upp á eigin spýtur og af eigin frumkvæði. Almáttugur.

Í fréttum er það annars helst að Eiríkur fór til læknis í dag. Viftureimin var strekkt og skipt var um víra og dót. Hann sigldi út af verkstæðinu sperrtur eins og nývaknaður hani og fullur af lífsþrótti grátbað hann mig að skutlast til NYC um áramótin. Hver gæti hafa neitað blessuðum gamla kallinum um þá bón?

þriðjudagur, desember 28, 2004

Enn i hatidarskapi

Sma milli-hatidakvedja her, med bestu thokkum fyrir mig! Eins og fram hefur komid var mikid gaman og mikid slappad af um jolin sjalf og nu hair samviskubitid (yfir ad vera ekki ad laera) vonlausa barattu um athygli mina vid baekurnar sem laeddust upp ur jolapokkunum. Er nu samt buin ad gera lesaaetlun og sitja a kaffihusi med Nicolas vini minum i tvo tima i dag. Getur madur ekki alveg fengid doktor fyrir eitthvad svoleidis??

Aramotin enn oakvedin...

laugardagur, desember 25, 2004

Svona eru jólin

þegar haldið er upp á þau í vinahópi í NYC:

Mætti til Manhattan í rútunni á Þorláksmessukvöldi. Haugarigning og rok sáu til þess að meira og minna jarða alla jólastemmingu og gaurinn aftast í rútunni, með nælonsokkabuxur á hausnum, var svo sannarlega ekki í hátíðarskapi. Hann stóð upp um leið og rútan lenti og öskraði á alla motherf***ing fávitana í rútunni að motherf***ing drullast út úr motherf***ing rútunni á motherf***ing nóinu, hann væri búinn að sitja á motherf***ing rassgatinu í 6 motherf***ing tíma... o.s. motherf***ing frv.... já, alveg sérstaklega motherf***ing heillandi ungur maður.

Hjá Ernu og Mödda var aðeins meira afslappelsi í gangi og við sváfum langt fram á aðfangadagsmorgun. Eftir bæjarrölt og smá innkaup og naggrísaaðhlynningu (fyrir vinkonu Ernu) tók við eldamennska sem í mínu tilfelli fólst í að læra að gera uppstúf (með jólahangiketinu sem var annar aðalrétturinn fyrir sitt óneitanlega curiosity value), smakka kalkúnakryddið og "leiðbeina" Ernu með brúnuðu kartöflurnar (sko, þær eru aðeins brúnari hjá mömmu...). Meðan á þessu stóð komu hinir gestirnir og rétt upp úr sex vorum við öll sest að borðum. Nokkuð vel af sér vikið, oder was?? Máltíðin stóð, með hléum til smá gjafaopnana og skemmtiatriða, til að verða sjö í morgun (enn betur af sér vikið) og núna er það bara bælið sem bíður. Pakkarnir frá fjölskyldunum heima verða opnaðir "í fyrramálið", hlakka til!! Ég vona að þið hafið öll haft það gott í gær og að jóladagurinn verði góður.

miðvikudagur, desember 22, 2004

Hángikét

Þá eru konur að fara að sjóða jólahángiketið. Ummmm....

mánudagur, desember 20, 2004

Jóla-snúningurinn

Allt á síðasta snúningi á mínum bæ eins og vanalega. Kannski ég sé skyld henni Hallveigu, hún lýsir a.m.k. mínum tímastjórnunaraðferðum í þessari færslu.

Sat til rúmlega 8 í morgun við skriftir og pælingar, fékk mér lúr í lopapeysunni og vaknaði (þó það sé nú álitamál hvort ég sé vöknuð enn...) um hádegið (ekki vera að vorkenna mér, þetta er afleiðing tímastjórnunarhæfileika minna ;)). Það var rigning þegar ég fór að sofa svo ég var nú heldur betur ánægð að vakna í skjannabjörtu herbergi. Þegar ég svo skreiddist að glugganum komu bara í ljós 5 sentimetrar af nýföllnum snjó og ekkert lát á. Mín varð nú alveg svakalega kát en brá samt þegar ég sá að skottið á honum Eiríki mínum var opið og pokarnir með jólakortunum og pðkkunum sem komust ekki í póstinn í gær að fyllast af snjó. Eins gott að ég hafði sofið í fötunum, því áður en ég vissi af var ég komin út að afstýra frekar stórslysum. Þetta fór nú vel allt saman... Mikið er ég líka fegin að snjórinn kom í dag og ekki í gær, það er ekki gaman að keyra hundruð mílna í nýföllnum snjó.

Núna er svo bara allt á fullu að klára verkefnið (svona fyrir utan smá blogg-starfsemi). Mikið svaðalega finnst mér þetta skemmtilegt, enda eins gott fyrst ég er að missa nætursvefn yfir þessu. Kannski það sé einmitt svo gaman að vaka heilu næturnar og spá og spekúlera og vera undir geðveikri pressu, einhvern veginn gengur mér alltaf best að fá hugmyndir annaðhvort þegar ég er undir svakalegri pressu (eins og núna) eða engri pressu (eins og þegar ég þarf að hanga á e-m ljótum flugvelli og bíða eftir tengifluginu í 7 klukkutíma). Allt millibilsástand (9-5 nálgunin á vísindi) er bara boring. Já, við Væla hljótum að vera skyldar!

laugardagur, desember 18, 2004

Jólablandið

Haldiði ekki bara að hún mamma hafi komið í heimsókn hingað í öppsteitið á miðvikudaginn! Ekki slæmt að fá svona jólaheimsókn, hún kom með alls konar gotterí sem við Íslendingar tengjum við jólahald og það ætla ég að taka með mér til NYC og gefa Ernu og Mödda og öðrum jólagestum þar á bæ núna á aðfangadag. Nú, þetta var ekki langt stopp hjá henni mömmu minni, hún brunaði aftur til Boston núna í hádeginu og er sennilega farin að nálgast borgina núna. Sendi henni hugheilar baráttukveðjur í umferðinni!

Var ekki mjög ánægð með amrísku póstþjónustuna núna áðan. Fór með tvo jólapakka og 35 jólakort (einungis tvö til viðtakanda í BNA) á póstinn og náði að vera 3 mínútum of sein, allt lokað. Ég ætlaði að arka út en einhver starfsmaður benti mér á póstsjálfsala sem ég gæti notað til að sinna öllum mínum erindum. Ég stóð þarna og beið í tæpan hálftíma meðan þrjár manneskjur komu af sér jólakortum og -pökkum en eitthvað fór ég nú að fá mínar efasemdir um snilld græjunnar þegar ég sá að maðurinn á undan mér var að senda kort til Englands og þurfti að kaupa eitt frímerki í einu. Eitthvað fannst mér það fáránlegt og spurði hverju sætti, fékk þau svör að það væri bara hægt að kaupa innanlandsfrímerki í heilum síðum, ekki frímerki til annarra landa. Ég ákvað því, þegar röðin kom loks að mér, að senda bara pakkana og láta kortin bíða. Fyrsta pakkanum var því vippað upp á vog og maðurinn sem hafði þann ánægjulega starfa að kenna fólki á þetta "fast. easy" apparat lítur á mig furðu lostinn og segir að ég geti bara sent pakka innanlands í þessari græju.

Þegar þarna var komið sögu var farið að síga allverulega í mína. Búin að standa þarna í hálftíma og hvergi stóð á blessaðri vélinni að hún sinnti helst einungis þörfum þeirra sem þurftu að koma dóti milli manna í this country. Ég stakk því hálfsnúðugt að manninum að það væri nú ekki úr vegi að hafa smá svona miða á græjunni að ekki væri hægt að sinna millilandapósti þarna, þar sem það gerðist nú áreiðanlega öðru hvoru að á pósthúsið kæmi fólk sem ætti samskipti við fólk í öðrum löndum. Maðurinn leit á mig sármóðgaður og svaraði mér ekki einu sinni.

Þetta er náttla lítið atvik og ómerkilegt en leiðir hugann að stærra máli: Einangrunarstefnu Bandaríkjanna. Það er oft ekki gert ráð fyrir að neinn hafi eitthvað til annarra landa að sækja. Í frímerkjasjálfsalanum í bókabúðinni hér á kampus má t.d. einungis fá frímerki til Bandaríkjanna og verðlistinn fyrir bréfapóst á sjálfsalanum sýnir bara innanlandsgjaldskrána. Það væri kannski sök sér ef þetta væri ekki í háskólabókabúð þar sem annar hver stúdent er útlendingur.

Jæja, nóg af þrasi. Er enn og aftur sest fyrir framan tölvuna niðri í skóla því ég er ekki enn búin með verkefnið í landmótunarfræði. Úps, best að drífa sig.

þriðjudagur, desember 14, 2004

sunnudagur, desember 12, 2004

Jólaþras

Hvaða árstími gæti mögulega hentað betur til nöldurs en jólatíðin?? Leyfiði mér aðeins að viðra pirringinn...

1. Pósturinn lokar kl. 1 e.hd. laugardagana tvo fyrir jól. Sunnudagana á eftir þessum laugardögum er pósthúsið lokað. LOKAÐ?!?!!?!

2. Merkimiðar á jólapakka fást HVERGI. Segist og skrifast, hvergi. Nema náttla maður kaupi e-n helv. turn úr glæru harðplasti með fjórum forljótum gjafapappírsrúllum, slaufum, borðum og enn ljótari merkimiðum innan í. Andskotans alla daga.

3. Jólakort eru skrifuð af djöflinum sjálfum hér in this country. Nokkur dæmi:

"May the season's angels watch over you and your family",
"warmest wishes for this holiday season",
"may all your wishes come true this Christmas",
"May the love, peace, and joy of Christmas be yours always",
"A time of joy. A season of peace. A year of happiness. Wishing you peace at the holidays and always".

Bíðið meðan ég æli. Hefur einhver heyrt um "Merry Christmas"????

Að öðru leyti allt í lagi. Nema náttla að aðventukransar fást ekki. Helv. heiðingjar! Splæsti í staðinn í 2x100 peru jólaljós sem núna lýsa upp stofuna á Austurströnd. Keypti líka jólapakka fyrir lítinn gæja sem býr í Danmörku og annan fyrir tvo aðeins stærri gæja sem búa í Englandi. Á enn eftir að kaupa handa lítilli dömu í Árósum. Meira alveg hreint hvað þessi börn sem ég þekki eru miklir heimshornaflakkarar. Og meira hvað það er gaman að kaupa handa þeim pakka!!!!

laugardagur, desember 11, 2004

Líf mitt - eða lack thereof

Sko, þó ég sé komin á farþegalistann til Stóru eyjunnar næsta vor er ekki þar með sagt að líf mitt sé stórkostlega spennandi akkúrat núna.

Hef eytt kveldinu í faðmi fjölskyldunnar, i.e. sjónvarpsins og Silfurskottu. Tölvupósthólfið mitt er búin að vera að safna spiki í rúmt ár og orðið tæp 300 MB að stærð, svo stórt að viðvörunarpóstarnir voru teknir að rúlla inn. Mér telst til að ég hafi eytt u.þ.b. 2600 póstum í kvöld. Geri aðrir betur.

Meðan á þessari útrýmingarherferð stóð horfði ég svo með öðru auganu á bíómynd (sem hann Mamadou, meðleigjandi minn, hló hrossahlátri yfir) og skrifaði 20 jólakort. Ágætis afköst, þannig séð.

Næsta home-improvement-verkefni: Taka til í lokrekkjunni (herbergið mitt er svo lítið að það má eiginlega varla kalla það herbergi. Frekar lokrekkju með walk-in fataskáp). Skrifa fleiri jólakort. Kaupa jólatré og aðventukrans (betra seint en aldrei).

fimmtudagur, desember 09, 2004

Ömurlegt líf háskólastúdínunnar... eða hvað?

Það lítur út fyrir að konur geti kannski orðið svoldið brúnar næsta vor. Ég á neflilega víst að vera aðstoðarkennari í lífefnafræðikúrsi á Hawai'i í apríl og maí. Ekki leiðinlegt það... brimbretti í jólagjöf, takk :)

Þetta eru svo næs fréttir að ég bara steingleymi að minnast á stærðfræðiprófið. Nú, það var langt og erfitt en það var svo sem allt í lagt vegna þess að ég áttaði mig á því í gær meðan ég var að læra að efnið er alveg bráðskemmtilegt og skal öllu kvarti um tilgangsleysi stærðfræðikúrsa nú hér með hætt. Kannski þessi uppgötvun hafi eitthvað að gera með að þetta var næstsíðasti stærðfræðikúrsinn sem ég þarf að taka hér, línulega algebran ein eftir.

En strit hversdagsins heldur auðvitað áfram þó Hawai'i-ferð sé í sjónmáli og diffurjöfnur búnar í bili. Nú tekur við tímabil mikils lesturs þar sem hver mínúta verður skipulögð, enda stærsta prófið framundan: Q-prófið ógurlega, þar sem nefndarmeðlimirnir spyrja mig spjörunum úr um allar gloppur sem þeir finna í kunnáttu minni í vísindunum. Næstu tvær námsvikur (nýtt tímajúnit, mælt í klst. af lestri og æfingum), hið minnsta, verða helgaðar efnafræði 101; ekki veitir af að reyna að rifja efnafræðina upp ef ég á svo m.a.s. að fara að kenna hana. Svo er alveg hellingur í viðbót sem má lesa sér til um; den tid, den sorg (eller glæde, kan man også si). Q-prófið verður í lok janúar og þegar dagurinn nálgast má búast við endurteknum taugaáföllum hér á þessari síðu. Þið getið farið að hlakka til strax!

miðvikudagur, desember 08, 2004

Táfýla

Sit heima við eldhúsborðið að fara yfir stærðfræðina en er í staðinn að kafna úr táfýlu meðleigjandans sem situr berfættur í hægindastólnum beint fyrir aftan mig. Ætla að ná í ilmkertið, í örvæntingarfullri tilraun til að halda lífi.

þriðjudagur, desember 07, 2004

Prof dagsins

jkkh
Aww...you are the plant of love! You are the mistletoe! You are a loving, romantic person who likes to do what is best for the one or ones you care about mostly. You are very affectionate and enjoy being close to people. You believe that love brings you together, which is a wonderful thing. You are most likely going to have a very nice and marvelous season. Your inventive mind could come up with anything interesting to do. Merry Christmas =)


What Christmas Figure Are You?
brought to you by Quizilla

og

happy
You're Mr. Happy! Good for you! :D


Which of the Mr. Men characters are you?
brought to you by Quizilla


Bara ad thad verdi svona jakvaedar nidurstodur ur profinu a fimmtudaginn...

Styttist i'dda

Staerdfraediprofid ekki a morgun heldur hinn. Druck mir die Daumen, bitte.

Annars allt vid thad sama, thannig sed. Thad snjoadi her um daginn og bradnadi strax aftur, mikid var nu gaman ad sja snjokornin falla. Hlakka svo til thegar alvoru snjorinn kemur og madur fer ad geta rennt ser a skidum og svoleidis.

Hlakka lika til a fostudaginn thegar profid er buid og fundurinn med leidbeinandanum minum er buinn og eg get med nokkud hreinni samvisku farid nidur i bae ad kaupa nokkrar litlar jolagjafir fyrir smafolk sem eg thekki og sest a kaffihus og skrifad jolakort.

Svo er von a heimsokn af Froni... iha!!!!! Endalaus tilhlokkunarefni i skammdeginu :)

laugardagur, desember 04, 2004

Misserislok og sitthvað fleira

Átvaglið allt að koma til. Get m.a.s. drukkið rótsterkt kaffi aftur og borðað eðlilegan mat. Húrra, og takk fyrir samúðarkveðjurnar :)

Þá er þriðja misseri mínu við þetta hágöfuga menntasetur í sveitinni að verða lokið. Eitt lokapróf (stærðfræði, omg), eitt eldgamalt heimaverkefni (pís off keik) sem fórst endalaust fyrir, og eitt stórt lokaverkefni (um PNG) er það sem bíður. Þó akkúrat núna sé ég í mildu stress-panik-samviskubitskasti þá ætti þetta ekki að reynast konum ofviða.

Fór í sérdeilis skemmtilegt matarboð í gærkvöldi. Það var vinur minn hann Ari úr útiklúbbnum og vinur hans, sem ég hreinlega veit ekki hvað heitir, sem buðu okkur nokkrum í mat í nýju íbúðinni þeirra við Commons (svona eins og að búa á neðanverðum Laugarveginum). Þeir eru báðir nýútskrifaðir og íbúðin er sú fyrsta sem þeir búa í aleinir (eftir 4 ár á heimavist meðan á háskólanáminu stóð). Ari eldaði spanakopitu og kjúkling fyrir okkur og gaf okkur sitt víðfræga guacamole í forrétt; allt var þetta hið besta mál og mikið gott. Eftir mat og spjall var svo haldið á nálægan bar.

Nú, húsnæðismálin eru aftur að komast í brennidepil hér á þessum bæ. Er búin að ákveða að vera ekki hér í villunni við vatnið á næsta skólaári, þetta er of langt í burtu (þ.e., brekkan er of brött) og leigan líka alltof há. Fyrrverandi verðandi leigusalinn minn, konan sem á íbúðina frægu sem ég ætlaði að búa í, hafði samband um daginn og ég get fengið þá íbúð ef ég vil, eða aðra minni í sama húsi. Er að spá hvort það væri sniðugt, en um leið held ég að það gæti verið ennþá skemmtilegra að búa í kommúnunni sem ég fór að skoða um daginn... man ekki hvort ég sagði ykkur frá henni. Kunningi minn sem býr þar sagði mér að það myndi áreiðanlega losna herbergi í mai, bara spurning hvort það verður einhver hola eða fínt herbergi. Mér sýndist stemmingin þarna vera svona svoldið eins og á heimavistinni á Svalbarða forðum daga, mikið væri ég til í eitthvað svoleiðis aftur! Svo er alltaf svo góður matur, allir elda fyrir alla á rótasjón, og að auki er hún í 1.5 mínútu göngufjarlægð frá skrifstofunni minni... Já, held að kommúnan gæti verið skemmtilegri opsjón.