Það lítur út fyrir að konur geti kannski orðið svoldið brúnar næsta vor. Ég á neflilega víst að vera aðstoðarkennari í lífefnafræðikúrsi á Hawai'i í apríl og maí. Ekki leiðinlegt það... brimbretti í jólagjöf, takk :)
Þetta eru svo næs fréttir að ég bara steingleymi að minnast á stærðfræðiprófið. Nú, það var langt og erfitt en það var svo sem allt í lagt vegna þess að ég áttaði mig á því í gær meðan ég var að læra að efnið er alveg bráðskemmtilegt og skal öllu kvarti um tilgangsleysi stærðfræðikúrsa nú hér með hætt. Kannski þessi uppgötvun hafi eitthvað að gera með að þetta var næstsíðasti stærðfræðikúrsinn sem ég þarf að taka hér, línulega algebran ein eftir.
En strit hversdagsins heldur auðvitað áfram þó Hawai'i-ferð sé í sjónmáli og diffurjöfnur búnar í bili. Nú tekur við tímabil mikils lesturs þar sem hver mínúta verður skipulögð, enda stærsta prófið framundan: Q-prófið ógurlega, þar sem nefndarmeðlimirnir spyrja mig spjörunum úr um allar gloppur sem þeir finna í kunnáttu minni í vísindunum. Næstu tvær námsvikur (nýtt tímajúnit, mælt í klst. af lestri og æfingum), hið minnsta, verða helgaðar efnafræði 101; ekki veitir af að reyna að rifja efnafræðina upp ef ég á svo m.a.s. að fara að kenna hana. Svo er alveg hellingur í viðbót sem má lesa sér til um; den tid, den sorg (eller glæde, kan man også si). Q-prófið verður í lok janúar og þegar dagurinn nálgast má búast við endurteknum taugaáföllum hér á þessari síðu. Þið getið farið að hlakka til strax!
fimmtudagur, desember 09, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli