sunnudagur, desember 12, 2004

Jólaþras

Hvaða árstími gæti mögulega hentað betur til nöldurs en jólatíðin?? Leyfiði mér aðeins að viðra pirringinn...

1. Pósturinn lokar kl. 1 e.hd. laugardagana tvo fyrir jól. Sunnudagana á eftir þessum laugardögum er pósthúsið lokað. LOKAÐ?!?!!?!

2. Merkimiðar á jólapakka fást HVERGI. Segist og skrifast, hvergi. Nema náttla maður kaupi e-n helv. turn úr glæru harðplasti með fjórum forljótum gjafapappírsrúllum, slaufum, borðum og enn ljótari merkimiðum innan í. Andskotans alla daga.

3. Jólakort eru skrifuð af djöflinum sjálfum hér in this country. Nokkur dæmi:

"May the season's angels watch over you and your family",
"warmest wishes for this holiday season",
"may all your wishes come true this Christmas",
"May the love, peace, and joy of Christmas be yours always",
"A time of joy. A season of peace. A year of happiness. Wishing you peace at the holidays and always".

Bíðið meðan ég æli. Hefur einhver heyrt um "Merry Christmas"????

Að öðru leyti allt í lagi. Nema náttla að aðventukransar fást ekki. Helv. heiðingjar! Splæsti í staðinn í 2x100 peru jólaljós sem núna lýsa upp stofuna á Austurströnd. Keypti líka jólapakka fyrir lítinn gæja sem býr í Danmörku og annan fyrir tvo aðeins stærri gæja sem búa í Englandi. Á enn eftir að kaupa handa lítilli dömu í Árósum. Meira alveg hreint hvað þessi börn sem ég þekki eru miklir heimshornaflakkarar. Og meira hvað það er gaman að kaupa handa þeim pakka!!!!

Engin ummæli: