Átvaglið allt að koma til. Get m.a.s. drukkið rótsterkt kaffi aftur og borðað eðlilegan mat. Húrra, og takk fyrir samúðarkveðjurnar :)
Þá er þriðja misseri mínu við þetta hágöfuga menntasetur í sveitinni að verða lokið. Eitt lokapróf (stærðfræði, omg), eitt eldgamalt heimaverkefni (pís off keik) sem fórst endalaust fyrir, og eitt stórt lokaverkefni (um PNG) er það sem bíður. Þó akkúrat núna sé ég í mildu stress-panik-samviskubitskasti þá ætti þetta ekki að reynast konum ofviða.
Fór í sérdeilis skemmtilegt matarboð í gærkvöldi. Það var vinur minn hann Ari úr útiklúbbnum og vinur hans, sem ég hreinlega veit ekki hvað heitir, sem buðu okkur nokkrum í mat í nýju íbúðinni þeirra við Commons (svona eins og að búa á neðanverðum Laugarveginum). Þeir eru báðir nýútskrifaðir og íbúðin er sú fyrsta sem þeir búa í aleinir (eftir 4 ár á heimavist meðan á háskólanáminu stóð). Ari eldaði spanakopitu og kjúkling fyrir okkur og gaf okkur sitt víðfræga guacamole í forrétt; allt var þetta hið besta mál og mikið gott. Eftir mat og spjall var svo haldið á nálægan bar.
Nú, húsnæðismálin eru aftur að komast í brennidepil hér á þessum bæ. Er búin að ákveða að vera ekki hér í villunni við vatnið á næsta skólaári, þetta er of langt í burtu (þ.e., brekkan er of brött) og leigan líka alltof há. Fyrrverandi verðandi leigusalinn minn, konan sem á íbúðina frægu sem ég ætlaði að búa í, hafði samband um daginn og ég get fengið þá íbúð ef ég vil, eða aðra minni í sama húsi. Er að spá hvort það væri sniðugt, en um leið held ég að það gæti verið ennþá skemmtilegra að búa í kommúnunni sem ég fór að skoða um daginn... man ekki hvort ég sagði ykkur frá henni. Kunningi minn sem býr þar sagði mér að það myndi áreiðanlega losna herbergi í mai, bara spurning hvort það verður einhver hola eða fínt herbergi. Mér sýndist stemmingin þarna vera svona svoldið eins og á heimavistinni á Svalbarða forðum daga, mikið væri ég til í eitthvað svoleiðis aftur! Svo er alltaf svo góður matur, allir elda fyrir alla á rótasjón, og að auki er hún í 1.5 mínútu göngufjarlægð frá skrifstofunni minni... Já, held að kommúnan gæti verið skemmtilegri opsjón.
laugardagur, desember 04, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli