þriðjudagur, desember 30, 2003

*Hræsn*

Alltaf koma Flugleiðir jafn"skemmtilega" á óvart.

Ég á 5000 Vildarpunkta sem renna út um áramótin. Hins vegar á ég ekki nógu marga punkta til að gera neitt af viti. Þess vegna ákvað ég að gefa þessa útrunnu punkta mína til Vildarbarna, sem er sjóður ætlaður til þess að bjóða langveikum börnum og fjölskyldum þeirra í frí. Flugleiðir í góðmennsku sinni stofnuðu sjóðinn fyrr á árinu og lögðu heilar 3 milljónir króna í púkkið. Afgangurinn á að koma frá góðhjörtuðum Vildarklúbbsmeðlimum á formi vildarpunkta eða beinna peningagjafa. Afskaplega stórmannlega gert af Flugleiðum.

Það er bara eitt: Hver og einn má aðeins gefa 1000 punkta á ári. Þó ég fegin vildi, þá MÁ ég ekki gefa langveikum börnum meira en vesæla 1000 punkta einu sinni á ári. Hvar er stórmennskan í því? Hvar er manngæskan í því? Ég sé aðallega bara hræsni í því; verum góð en alls ekki neitt betri en við nauðsynlega þurfum að vera upp á PR-ið. Oj.

Ferðin hálfnuð

Er á Kastrup að blogga hérna fyrir die-hard aðdáendur mína. Er búin að hafa það ótrúlega gott í Danmörku hjá Júlíusi bróður, Addýju og börnunum; aðallega bara borða, sofa og leika mér við frændsystkinin. Sem eru, needless to say, skemmtilegustu og frábærustu og fallegustu og klárustu börn í heimi. Kem til landsins klukkan hálffjögur að staðartíma, jibbí.

Meira síðar, lifið heil og gleðileg jól!!

föstudagur, desember 19, 2003

Prófin búin!!!

Heh, búin að lifa fyrsta misserið af. Á bara eftir að fara yfir lokapróf í kúrsinum sem ég "kenndi", svo bara ahbú. Húrra!!!

Annars hafa fæst orð minnsta ábyrgð, svo ég sleppi því bara að tjá mig um einstök próf. Er samt að átta mig á því að ég er bara venjuleg dauðleg manneskja en ekki snillingurinn sem ég hélt ég væri ;) ... er það ekki hollur lærdómur hverjum mikilmennskubrjálæðingi???

Thank y'all

for responding so quickly to our little nickname contest. On a small meeting in Brian's office today the suggestions were evaluated, and opinions were, to say the least, divided!!

Personally, I like the Balli basalt idea a lot. However, Brian doesn´t really deal in basalt, he´s more of a carbonate guy (gee, I hope I´m not revealing any ignorance here...). At least his rock samples all look like carbonates to me, but that may be because I am a basalt girl :)

Bo is, as Hallveig pointed out, a perennial favorite and explaining who the original is earned me a crash-course in American popular culture of the 70'ies. Unfortunately, Brian doesn´t think Bo sounds Icelandic enough... but before I could really defend this classic, Stína's comment came in and I nearly pissed myself laughing. It took some explaining what was so funny since I´m obvoiously the only one who has a chance of understanding the joke in the first go, but eventually everyone agreed that Brjánn rúskinn would be a runner-up for the final. Brian himself didn´t seem to be too impressed, and actually fancied Kata's suggestions more than any other. How about Bubbi? That´s also a classic, and an artist's name (although Brian's music couldn't be farther removed, both conceptually and otherwise, from Bubbi's).

From now on, only time will tell.

fimmtudagur, desember 18, 2003

An Icelandic nickname

for my friend Brian is being actively sought. Since Brian's Icelandic has seen its better days (or hasn't seen any days at all) he can't be very active in the search (although I have to admit that his treatment of "fatlafól" (can't remember if I taught him that or if he always knew. Next step is to have him singing Megas and Bubbi's song (its their song, right?)) and hopelandish "ússvæja" is adorable). I'm simply hopeless at nicknames (confirmed by the fact that in all my years, I´ve never answered to one myself) and so we need your help.

So, who's this Brian anyway? Well, seeing is believing. Check this out. Try the various links. Find out who he is!!! Then comment your suggestion here, or send it in the email. The search has begun. Reality blogging at its newest and best!!!!!

þriðjudagur, desember 16, 2003

Sakn

Síðast þegar ég skoðaði þessa síðu (fyrir hálfri mínútu) var allt bara frábært: Rúmlega tuttugu stiga frost, næstum logn, háþrýstingur og væntanlega heiðskírt, sem þýðir að sjálfsögðu stjörnur og norðurljós. MIG LANGAR!!!

mánudagur, desember 15, 2003

Gat ekki stillt mig

Eitt próf á dag kemur skapinu í lag. Þetta finnst mér alveg BRÁÐFYNDIÐ:



frá laggabloggi via hana Stínu

... sérstaklega að vera "mild mannered assasination victim" :Þ
Kannski einhver hafi gaman af að bera þetta saman við "Hvaða land ert þú?"-niðurstöðuna mína. Ég held ég verði að fara að verða aðeins meira hörkutól, svei mér þá. Eða lesa mér til um Gandhi.

Farin í hýðið

Hér er ástæða þess að ekki á eftir að heyrast mikið frá mér næstu dagana. Vonandi komumst við öll ósködduð frá þessu...

laugardagur, desember 13, 2003

Stekkjastaur og ungfrú Bombay

Það hefur varla farið fram hjá nokkrum manni að jólasveinarnir eru farnir að týnast til byggða og einn þeirra, hann Stekkjastaur, lét svo lítið að kíkja hingað til Íþöku. Við gerðum nú ekkert endilega ráð fyrir honum og settum því enga skó í gluggann og kallanginn kom því engum sætindum af sér. Hún Deepti okkar skilur þó skóna sína eftir við útidyrahurðina (eins og flest venjulegt fólk) og Stekkjastaur notaði tækifærið og laumaði einni svaka kartöflu oní hjá henni. Hún hefur greinilega verið óþæg, stelpugarmurinn.

Hins vegar er ekki við því að búast að fólk alið upp á Indlandi þekki venjur íslenskra jólasveina. Þegar hún fann kartöfluna starði hún lengi ofan í skóinn sinn og var mjög hugsi á svipinn. Svo beygði hún sig hægt niður og náði í kartöfluna og gekk með hana til mín eins og loftsteinn hefði fallið af himnum. Hún var alveg gáttuð, alheimurinn hafði bókstaflega tekið dýfu. Hvað í ósköpunum var eiginlega í gangi? Höfðu samleigjendur hennar gengið af göflunum? Eða falla kartöflur virkilega af himnum ofan?

Eftir stuttan lestur upp úr þjóðháttapistli Herdísar um jólahald á Íslandi, sem undirrituð skrifaði fyrir Hlynskóga-sambýlið sitt, rann upp ljós fyrir Deepti. Hún lofaði að vera þæg það sem eftir lifir til jóla, í þeirri von að næsti jólasveinn sem heiðrar okkur með nærveru sinni setji eitthvað skemmtilegt í skóinn!

föstudagur, desember 12, 2003

Að skilja hismið frá kjarnanum

Miðað við kommentaflóðið þá er annar hver Íslendingur nú þegar búinn að lesa um Stein. Hinn helmingur þjóðarinnar (sem er svo sem ekkert að flykkjast hingað endilega) drífi sig í að lesa um Stein sem fyrst.

fimmtudagur, desember 11, 2003

Ógissla klár?

Svaf svo mikið sem einn tíma í nótt. Nicht gut. Vil kenna koffeini um, þetta er merkilegur andskoti sem maður drekkur í lítravís til að halda sér vakandi og svo er maður hissa á að geta ekki sofnað! Var svo rotin þegar ég vaknaði að ég þurfti að reyna í fimm mínútur áður en mér tókst að slökkva á vekjaraklukkunni. Geri aðrir betur.

Prófið fór eins og það fór, enginn stórsigur hér á ferð held ég. Verst hvað ég er obsessive með svona hluti, ég held áfram að velta mér upp úr spurningum sem ég gat ekki svarað og læt þær m.a.s. vekja mig af órólegum svefni. Var mikið að reyna að troða fólki inn í jöfnurnar mínar í nótt milli svefns og vöku, spáði t.d. mikið í hvernig bekkjarfélagar mínir myndu passa inn í hornafallasöbstitút. Ætli Kleppur sé næsti viðkomustaður? Já, og stundum fannst mér ég sjá tölur og tákn bókstaflega frussast út undan augnlokunum. Samt var ég bara búin að drekka kaffi og Orku, ég lofa!!

Sem betur fer dreymir Letitiu líka morðmál og lögbrot og Deepti dreymir línulega bestun. Tuliku dreymir held ég ekki neitt því hún er hætt að sofa. We don´t have a life.

Fjör í Bergen

Ætli Ottó nashyrningur sé kominn á stjá aftur??

miðvikudagur, desember 10, 2003

I fyrramalid...

... verd eg ordin ogissla klar i thessu ollu... og tha er profid og svo um hadegid verdur allt lekid ut aftur... oder was, Herr Fritz??


d/dx sinhx = coshx

Og hana nu!

mánudagur, desember 08, 2003

Algert disaster!!!!

Það eru víst enn tvær vikur í veturinn hér í BNA (??) en engu að síður kyngdi niður snjó á austurströndinni um helgina. Ég nýtti tækifærið og dreif mig út á gönguskíði í dag á nálægum göngustíg. Ætlaði fyrst að æfa mig í nálægum kirkjugarði en hann var rammlæstur í dag, kannski það gangi betur næst. Besta útivera helgarinnar var samt í gær þegar ég hjólaði niður í bæ í vetrarátfittinu mínu og fraus næstum í hel á leiðinni niður eftir - til að komast niður í bæ þarf ég bara að setjast á hjólið og láta mig renna og passa að fara ekki of langt yfir hámarkshraða! Vindkælingin er sem sagt allsvakaleg á niðurleiðinni, en svo hitnaði ég vel á leiðinni upp eftir aftur. Erindið niður í bæ (það þarf að vera aðkallandi til að ég leggi á mig viðlíka ferðalag) var að fjárfesta í hinum ágætu göngu- og skíðastöfum sem ég spókaði mig með í dag.

Annars á að heita að ég sé að byrja að læra fyrir próf; lestraráætlunin er tilbúin og lítur mjög pró út, svo er bara að sjá hverjar efndirnar verða. Fyrsta prófið er á fimmtudaginn, stærðfræði, það er náttla soldið præorití að láta það ganga ókei. Jarðefnafræðin verður með teikavei-próf, við fáum tvo sólarhringa til að leysa það. Ég segi nú bara úff fyrirfram, yfireitt er ég minnst tvo sólarhringa með hvert sett af heimadæmum, hvað þá með heilt lokapróf! Vonum það besta. Nú, svo er það lífjarðefnafræðin, ég er búin að skamma tíeiinn svo mikið fyrir að láta okkur ekki fá almennilegt lesefni að kannski þorir hún ekki annað en að gefa okkur góðar einkunnir í skaðabætur, hver veit!?!?

Ekki gleyma: Fór í alveg ágætt partý í gær, mjög sivilíserað allt saman og krúttlegt. Tilgangurinn með boðinu var tvíþættur: Ein átti afmæli og vildi halda upp á það, hin er vön því að fjölskyldan haldi boð með vinum og kunningjum þar sem allir búa til jólaskraut við undirleik Johnny Cash sálugs að syngja fyrir fanga í djeilinu. Boðið var upp á feik glögg og svo sátu allir voða þægir að troða poppkorni og rauðum berjum á tvinna, nú eða að mála jólakúlur. Amen.

"I thought I could organize freedom

how Scandinavian of me".

Alltaf sami snillingurinn, hún Björk.

laugardagur, desember 06, 2003

Úti er alltaf að snjóa...

... sirka fimmtán sentimetrar af jafnföllnum snjó núna úti, og þá er nú gaman að vera til!! Meðleigjendur mínar eru nú ekki sammála mér, þeim finnst snjórinn HRÆÐILEGUR.

Í gær horfðum við á Gangs of New York á DVD, ég keypti diskana í haustfríinu í október en hafði ekki gefið mér tíma til að horfa á þá fyrr en nú. Enda myndin tæpir þrír tímar. Við vorum bara ágætlega sáttar, svoldið mikið blóð og gor og ofbeldi fyrir minn smekk (sérstaklega byrjunaratriðið þar sem blóðugum bardaga er breytt í e-ð sem helst líkist poppvídeói, aðeins og mikil dýrkun finnst mér). DiCaprio merkilega fullorðinslegur!

Annars minntu bardagasenurnar, með dramatísku undirspili og öskrum, mig á klausu úr einhverri afar fornri bók sem ég las e-n tímann fyrir löngu. Þar er bardaga lýst á mjög skilmerkilegan hátt, hvernig herjunum laust saman og þögninni sem brast á eftir stríðsöskrin í upphafi slátrunarinnar, allir voru þöglir og einbeittu sér að því að drepa. Þó einstaka vein heyrðist var sverðaglamur og hringl í brynjum og málmi næstum það eina sem rauf þögnina, auk dynsins frá hestunum. Þessi klausa hafði meiri áhrif á mig en nokkur bardagasena sem ég hef séð í bíómynd með tilheyrandi öskrum og látum. Verst að ég get ekki með nokkru móti munað úr hvaða bók þessi klausa er. Áreiðanlega eitthvað úr fornöld.

föstudagur, desember 05, 2003

Enn einn allnighter í þágu matematíkinnar

Að draga heilnáttung (e. to pull an allnighter) var fyrsta nýja orðasambandið sem ég lærði hér í Íþöku. Eina ástæðan fyrir þessum skrifum mínum núna er sú að enn einn heilnáttungur er í uppsiglingu, ég fer bráðum að hlusta á morgunútvarpið á Rás 2 með fréttir af færð og stormviðvörunum og hversu margir voru drepnir í nótt. Síðasti heimadæmapakkinn í stærðfræði er neflilega í vinnslu, halelúja, og hvenær er sosum betra að uppfæra blogg og fylgjast með gangi mála í föðurlandinu en þegar maður á að vera að heilda grimmt!! Stærðfræðigrýlan hefur nú sem betur fer mildast heilmikið að undanförnu og ykkar einlæg er bara orðin nokkuð flink :)

Annars stendur fyrir dyrum að rita hér smá pistil um Þakkargjörðarhátíðarferðalagið okkar Greg, þið getið farið að láta ykkur hlakka til!!

Bis später,
Euer Liebling Herdís sperrdís

þriðjudagur, desember 02, 2003

Leshring, takk

Hefur einhver ykkar þarna úti lesið "Life of Pi" sem ég talaði um fyrir ekki svo löngu síðan? Ég er alveg yfir mig hrifin af bókinni og vildi helst að ég væri enn í svona leshring eins og ég var í í MR í gamla daga, þegar við menningarvitarnir hittumst á Hressó til að ræða verk Laxness. Ótrúlega mikið að pæla í í þessari bók, táknmál og myndhverfingar og margræð orð. Mæli eindregið með lífi Pí fyrir alla, konur og kalla!

Ha ha, enn eitt próf!!

Atheist
Threat rating: extremely low. You may think you can
subvert the government, but if you should try
you will be smited mightily because God likes
us best.


What threat to the Bush administration are you?
brought to you by Quizilla

Feðraorlof

Ég vona að ég sé að oftúlka það sem ég las á þessari síðu... eða eru menn látnir taka pokann sinn og fara fyrir að ætla sér að taka feðraorlof? Þetta veldur mér áhyggjum, ég verð bara að segja það.

Much ado about nothing

Fór í morgun og kvartaði yfir ofninum mínum óvirka í þjónustumiðstöðinni hér í Hlynskógum. Næstu 4 tímana bárust mér sex tölvupóstar: Beiðni móttekin, beiðni móttekin, beiðni móttekin, beiðni móttekin, verk falið starfsmanni, verk falið starfsmanni. Kom heim í frumskógarloftslag í herberginu mínu og slökkti á ofninum. Kveikti aftur þegar farið var að kólna og viti menn, í kompaníi við hitann kemur ca. helmingurinn af gasinu, óbrunninn. Merkilegt nokk slökkti ég á ofninum, enda kýs ég að deyja frekar úr kulda en gaseitrun... svona til að dramatísera aðeins ;) Enívei, gaman þegar hver bendir á annan (til að verða ekki lögsóttur??) og engin gerir svo neitt af viti...

mánudagur, desember 01, 2003

Glamr glamr

Ofninn inni hjá mér er bilaður. Ég er með hann stilltan á hæsta og ekkert gerist annað en að ísköldu lofti er dælt inn í herbergið. Á meðan malar ofninn inni í stofu, og ofnarnir í öllum hinum herbergjunum þegar þannig stendur á, og dæla út trópísku loftslagi svo hjá vinum mínum gengur íbúðin undir nafninu Brasilía. Sérlega vel viðeigandi í ljósi þess að ég er eini heimilismeðlimurinn sem hefur mótmælt hitabeltisvæðingu íbúðarinnar.

Sem minnir mig á það sem ég hef ætlað að velta upp hér lengi: Sálfræði hita og kulda.

Allar meðleigjendur mínar eru frá heitum stöðum og eru ekki vanar löngum, köldum vetrum. A.m.k. ein þeirra hefur aldrei, les. ALDREI, upplifað vetur áður en hún kom hingað. Þegar við fluttum hingað nú síðsumars var enn mjög heitt hér í Íþöku og loftkælingin var alltaf á milljón innandyra, þannig að ég varð að vera vel klædd inni og afklæðast svo þegar ég fór út. Þetta voru meðleigjendur mínar mjög sáttar við, og ég lét mig hafa það. Svo kom haustið, laufin fóru að sölna og einhvern tímann snemma í október kom kuldakast með næturfrost. Þá, eiginlega frá einum degi til næsta, var hitinn skrúfaður í botn á öllum ofnum hér og honum hefur ekki verið breytt síðan þá. Þrátt fyrir að í millitíðinni hafi verið fínasta sumarveður, með hita utandyra upp í 16-20°C, hafa allir ofnar hér (nema minn, sá bilaði) verið á fullu og skapað hér ákjósanleg skilyrði fyrir Amazon-frumskóginn, ef hann er í plássvandræðum. Putting it mildly, þá gerir þetta mig geðveika!!! Sérstaklega frústrerandi er þegar ég kem heim seint um eftirmiðdag í íbúð sem er ca. 30°C og ofninn inni í Bombay á milljón, vitandi að íbúi Bombay fór í skólann á undan mér um morguninn og kemur sennilega ekki heim fyrr en undir miðnætti. Hvar er lógískin í því að steikja allt hér innandyra ef viðkomandi er ekki heima lengur en 8 tíma á dag, hvar af 7 og hálfur tími fara í að liggja meðvitundarlaus í bælinu?? ARG!!! Í ljósi þessa ætti ég bara að vera ánægð með að eiga bilaðan ofn og fá þannig ókeypis transport til Svalbarða.

Eina skýringin sem mér dettur í hug á þessu háttalagi er að stelpurnar upplifi veturinn / kuldann sem einhvers konar ógn og séu (líklega ómeðvitað) að reyna að banda honum frá sér með þessari hitunaráráttu. Þessi ótti, eða kvíði eða hvað þetta nú er, er auðvitað mjög órökréttur þegar það er ekki vetrarveður fyrir fimmeyring úti, og órökrétt ástæða hlýtur að vera eina skýringin á svona fjarstæðukenndri hegðun eins og ég hef verið að upplifa hér. Rök, eins og t.d. hitunarkostnaður (sem er, því miður liggur mér við að segja, innifalinn í leigunni) og sóun á orku og auðlindum, uppskera bara bros lituð af vorkunnsemi og óþolinmæði. Ég þori ekki einu sinni að segja þeim frá honum Henrik meðleigjanda mínum á Svalbarða vorið 2001; hann svaf við opinn glugga yfir háveturinn (sem er eiginlega stórvarasamt því heita vatnið getur frosið í leiðslunum) og var því morgunhressari eftir því sem hitamælirinn stóð lægra í herberginu. Ætli draumurinn hafi ekki verið að vakna með hrím á sænginni en hann náði því aldrei, ég held kuldametið hafi verið 3 eða 4°C!!

Enívei, það verður fróðlegt að sjá hvað gerist þegar kuldaboli kemur til Íþöku í alvöru.

Með stærðfræðidæmum um allan heim

Yfirleitt er hvert einasta stærðfræðidæmi heimur út af fyrir sig. Áfangastaðurinn sem hvert dæmi fer með mig á hlýtur að vera fall af því hvaða minningabrot er á ferð gegnum hugann þegar ég fyrst les dæmið. Í kvöld er ég m.a. búin að leysa dæmi um sendiboða Daríusar keisara, ömurlega hverfið hennar Lilyu og markað í Mið-Asíu þar sem tennur eru dregnar úr fólki meðan það er bundið við ljósastaura.