þriðjudagur, desember 02, 2003
Leshring, takk
Hefur einhver ykkar þarna úti lesið "Life of Pi" sem ég talaði um fyrir ekki svo löngu síðan? Ég er alveg yfir mig hrifin af bókinni og vildi helst að ég væri enn í svona leshring eins og ég var í í MR í gamla daga, þegar við menningarvitarnir hittumst á Hressó til að ræða verk Laxness. Ótrúlega mikið að pæla í í þessari bók, táknmál og myndhverfingar og margræð orð. Mæli eindregið með lífi Pí fyrir alla, konur og kalla!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli