þriðjudagur, desember 02, 2003
Much ado about nothing
Fór í morgun og kvartaði yfir ofninum mínum óvirka í þjónustumiðstöðinni hér í Hlynskógum. Næstu 4 tímana bárust mér sex tölvupóstar: Beiðni móttekin, beiðni móttekin, beiðni móttekin, beiðni móttekin, verk falið starfsmanni, verk falið starfsmanni. Kom heim í frumskógarloftslag í herberginu mínu og slökkti á ofninum. Kveikti aftur þegar farið var að kólna og viti menn, í kompaníi við hitann kemur ca. helmingurinn af gasinu, óbrunninn. Merkilegt nokk slökkti ég á ofninum, enda kýs ég að deyja frekar úr kulda en gaseitrun... svona til að dramatísera aðeins ;) Enívei, gaman þegar hver bendir á annan (til að verða ekki lögsóttur??) og engin gerir svo neitt af viti...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli