þriðjudagur, desember 30, 2003

*Hræsn*

Alltaf koma Flugleiðir jafn"skemmtilega" á óvart.

Ég á 5000 Vildarpunkta sem renna út um áramótin. Hins vegar á ég ekki nógu marga punkta til að gera neitt af viti. Þess vegna ákvað ég að gefa þessa útrunnu punkta mína til Vildarbarna, sem er sjóður ætlaður til þess að bjóða langveikum börnum og fjölskyldum þeirra í frí. Flugleiðir í góðmennsku sinni stofnuðu sjóðinn fyrr á árinu og lögðu heilar 3 milljónir króna í púkkið. Afgangurinn á að koma frá góðhjörtuðum Vildarklúbbsmeðlimum á formi vildarpunkta eða beinna peningagjafa. Afskaplega stórmannlega gert af Flugleiðum.

Það er bara eitt: Hver og einn má aðeins gefa 1000 punkta á ári. Þó ég fegin vildi, þá MÁ ég ekki gefa langveikum börnum meira en vesæla 1000 punkta einu sinni á ári. Hvar er stórmennskan í því? Hvar er manngæskan í því? Ég sé aðallega bara hræsni í því; verum góð en alls ekki neitt betri en við nauðsynlega þurfum að vera upp á PR-ið. Oj.

Engin ummæli: