mánudagur, desember 08, 2003

Algert disaster!!!!

Það eru víst enn tvær vikur í veturinn hér í BNA (??) en engu að síður kyngdi niður snjó á austurströndinni um helgina. Ég nýtti tækifærið og dreif mig út á gönguskíði í dag á nálægum göngustíg. Ætlaði fyrst að æfa mig í nálægum kirkjugarði en hann var rammlæstur í dag, kannski það gangi betur næst. Besta útivera helgarinnar var samt í gær þegar ég hjólaði niður í bæ í vetrarátfittinu mínu og fraus næstum í hel á leiðinni niður eftir - til að komast niður í bæ þarf ég bara að setjast á hjólið og láta mig renna og passa að fara ekki of langt yfir hámarkshraða! Vindkælingin er sem sagt allsvakaleg á niðurleiðinni, en svo hitnaði ég vel á leiðinni upp eftir aftur. Erindið niður í bæ (það þarf að vera aðkallandi til að ég leggi á mig viðlíka ferðalag) var að fjárfesta í hinum ágætu göngu- og skíðastöfum sem ég spókaði mig með í dag.

Annars á að heita að ég sé að byrja að læra fyrir próf; lestraráætlunin er tilbúin og lítur mjög pró út, svo er bara að sjá hverjar efndirnar verða. Fyrsta prófið er á fimmtudaginn, stærðfræði, það er náttla soldið præorití að láta það ganga ókei. Jarðefnafræðin verður með teikavei-próf, við fáum tvo sólarhringa til að leysa það. Ég segi nú bara úff fyrirfram, yfireitt er ég minnst tvo sólarhringa með hvert sett af heimadæmum, hvað þá með heilt lokapróf! Vonum það besta. Nú, svo er það lífjarðefnafræðin, ég er búin að skamma tíeiinn svo mikið fyrir að láta okkur ekki fá almennilegt lesefni að kannski þorir hún ekki annað en að gefa okkur góðar einkunnir í skaðabætur, hver veit!?!?

Ekki gleyma: Fór í alveg ágætt partý í gær, mjög sivilíserað allt saman og krúttlegt. Tilgangurinn með boðinu var tvíþættur: Ein átti afmæli og vildi halda upp á það, hin er vön því að fjölskyldan haldi boð með vinum og kunningjum þar sem allir búa til jólaskraut við undirleik Johnny Cash sálugs að syngja fyrir fanga í djeilinu. Boðið var upp á feik glögg og svo sátu allir voða þægir að troða poppkorni og rauðum berjum á tvinna, nú eða að mála jólakúlur. Amen.

Engin ummæli: