mánudagur, desember 01, 2003
Með stærðfræðidæmum um allan heim
Yfirleitt er hvert einasta stærðfræðidæmi heimur út af fyrir sig. Áfangastaðurinn sem hvert dæmi fer með mig á hlýtur að vera fall af því hvaða minningabrot er á ferð gegnum hugann þegar ég fyrst les dæmið. Í kvöld er ég m.a. búin að leysa dæmi um sendiboða Daríusar keisara, ömurlega hverfið hennar Lilyu og markað í Mið-Asíu þar sem tennur eru dregnar úr fólki meðan það er bundið við ljósastaura.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli