Að draga heilnáttung (e. to pull an allnighter) var fyrsta nýja orðasambandið sem ég lærði hér í Íþöku. Eina ástæðan fyrir þessum skrifum mínum núna er sú að enn einn heilnáttungur er í uppsiglingu, ég fer bráðum að hlusta á morgunútvarpið á Rás 2 með fréttir af færð og stormviðvörunum og hversu margir voru drepnir í nótt. Síðasti heimadæmapakkinn í stærðfræði er neflilega í vinnslu, halelúja, og hvenær er sosum betra að uppfæra blogg og fylgjast með gangi mála í föðurlandinu en þegar maður á að vera að heilda grimmt!! Stærðfræðigrýlan hefur nú sem betur fer mildast heilmikið að undanförnu og ykkar einlæg er bara orðin nokkuð flink :)
Annars stendur fyrir dyrum að rita hér smá pistil um Þakkargjörðarhátíðarferðalagið okkar Greg, þið getið farið að láta ykkur hlakka til!!
Bis später,
Euer Liebling Herdís sperrdís
föstudagur, desember 05, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli