... sirka fimmtán sentimetrar af jafnföllnum snjó núna úti, og þá er nú gaman að vera til!! Meðleigjendur mínar eru nú ekki sammála mér, þeim finnst snjórinn HRÆÐILEGUR.
Í gær horfðum við á Gangs of New York á DVD, ég keypti diskana í haustfríinu í október en hafði ekki gefið mér tíma til að horfa á þá fyrr en nú. Enda myndin tæpir þrír tímar. Við vorum bara ágætlega sáttar, svoldið mikið blóð og gor og ofbeldi fyrir minn smekk (sérstaklega byrjunaratriðið þar sem blóðugum bardaga er breytt í e-ð sem helst líkist poppvídeói, aðeins og mikil dýrkun finnst mér). DiCaprio merkilega fullorðinslegur!
Annars minntu bardagasenurnar, með dramatísku undirspili og öskrum, mig á klausu úr einhverri afar fornri bók sem ég las e-n tímann fyrir löngu. Þar er bardaga lýst á mjög skilmerkilegan hátt, hvernig herjunum laust saman og þögninni sem brast á eftir stríðsöskrin í upphafi slátrunarinnar, allir voru þöglir og einbeittu sér að því að drepa. Þó einstaka vein heyrðist var sverðaglamur og hringl í brynjum og málmi næstum það eina sem rauf þögnina, auk dynsins frá hestunum. Þessi klausa hafði meiri áhrif á mig en nokkur bardagasena sem ég hef séð í bíómynd með tilheyrandi öskrum og látum. Verst að ég get ekki með nokkru móti munað úr hvaða bók þessi klausa er. Áreiðanlega eitthvað úr fornöld.
laugardagur, desember 06, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli