Sko, þó ég sé komin á farþegalistann til Stóru eyjunnar næsta vor er ekki þar með sagt að líf mitt sé stórkostlega spennandi akkúrat núna.
Hef eytt kveldinu í faðmi fjölskyldunnar, i.e. sjónvarpsins og Silfurskottu. Tölvupósthólfið mitt er búin að vera að safna spiki í rúmt ár og orðið tæp 300 MB að stærð, svo stórt að viðvörunarpóstarnir voru teknir að rúlla inn. Mér telst til að ég hafi eytt u.þ.b. 2600 póstum í kvöld. Geri aðrir betur.
Meðan á þessari útrýmingarherferð stóð horfði ég svo með öðru auganu á bíómynd (sem hann Mamadou, meðleigjandi minn, hló hrossahlátri yfir) og skrifaði 20 jólakort. Ágætis afköst, þannig séð.
Næsta home-improvement-verkefni: Taka til í lokrekkjunni (herbergið mitt er svo lítið að það má eiginlega varla kalla það herbergi. Frekar lokrekkju með walk-in fataskáp). Skrifa fleiri jólakort. Kaupa jólatré og aðventukrans (betra seint en aldrei).
laugardagur, desember 11, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli