þriðjudagur, nóvember 30, 2004
Átvagl með magapínu
Svona fer græðgin með mann. Magakveisa og vesen i fjóra daga. Það var ekkert sérlega gaman að fljúga milli heimsálfa með magapínu, niðurgang og hita sl. laugardag, hef sjaldan verið jafnrotin á faraldsfæti. Eftir stutt stopp í NYC (þar sem svefninn langi rétt náði að slá aðeins á slenið og hitann) var það svo rútuferð til Íþöku. Þegar þangað var komið var ég nú orðin aðeins brattari en svo svöng eftir ógleði og lystarleysi í tvo daga að ég hlýt að hafa virst drukkin. Sérlega sjarmó. Passa sig á salteñunum næst, muna það.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli