Eg veit ad eg lofadi fogrum ordum ad fara ekki aftur a Netid her i Coroico, en audvitad eru loford til thess eins ad svikja thau.
Er ad fila thetta konsept um smabaeinn i sub-tropics alveg i taetlur. Her hlaupa bornin um i rokkrinu og leika ser og syngja medan foreldrarnir spjalla a torginu og skiptast a sludri og frettum af faerd. Agalega kruttlegt allt saman, get svo svarid thad. Eg var buin ad rolta fimm hringi um torgid og tiu um baeinn og var ekki enn ordin svong, en ekki heldur ekki heldur i studi til ad lesa jardefnafraedi lengur, svo eg sa mer thann kost vaenstan ad fara a Netid. Ekki haegt ad borda kvoldmat thegar madur er ekki svangur. Svo eru lika saetustu turistarnir i baenum a netkaffihusinu, og thad hefur nu longum talist alveg asaettanleg afsokun til ad brjota loford, er thad ekki??
Hvad meira? Reyndi ad komast ad skoda husid hennar mamí fyrr i dag, hringdi nokkur simtol i vini hennar og kunningja og fann einn sem aetladi ad koma ad na i mig og keyra mig ad husinu... hann sagdist verda kominn ewftir 20 minutur og eftir taeplega 2 tima bid akvad eg ad lata planid roa. Kannski eg reyni aftur a morgun, thad vaeri nu gaman ad sja husid hennar. Thetta er vist ottalegur kofi en "minn kofi", eins og hun segir. Skiptir ekki ollu hvernig thak madur a, svo lengi sem thakid er manns eigin.
þriðjudagur, nóvember 23, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli