Held ég sé alveg að tapa mér. Á eftir að gera ALLT fyrir ferðina mína og fór þá náttla í Wegman's og keypti bleikar umbúðir utan um allt snyrtidótið. Bleikt tannburstahylki, bleikt sápuhylki, bleikt tannkrem, bleikar dollur undir sjampó o.þ.h.... var í agalegum mínus þegar ég áttaði mig á að andlitskremdollan er græn, en sem betur fer er kremið bleikt... já, best að hugsa bara um svona stórmerkilega og mikilvæga hluti þegar heimaverkefni í tveimur kúrsum eru annars vegar og allt hitt líka.
Ekki enn búin að ákveða hvort Bólivía verði oná eða undir. Valkvíði, my middle name.
Bíddu, átti ég ekki að vera farin að pakka? Eða kannski að sofa?
miðvikudagur, nóvember 10, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli