- opinn fundur um svæðisskipulag miðhálendisins í ljósi hugmynda Jack D. Ives og Roger Crofts um verndargildi Þjórsárvera.
Áhugahópur um verndun Þjórsárvera í samstarfi við Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands boða til fundar í Norræna húsinu á morgun, 9. nóvember kl. 16.30-18.30.
Dagskrá:
Landslag og náttúra Þjórsárvera
Myndir Jóhanns Ísbergs
Tillaga að breyttu svæðisskipulagi miðhálendis fyrir svæðið sunnan Hofsjökuls
Óskar Bergsson formaður samvinnunefndar miðhálendis kynnir tillögur að breytingum á svæðisskipulagi miðhálendisins sem nú eru til umfjöllunar.
Þjórsárver – virkjun eða Heimsminjaskrá?
Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar kynnir mat Jacks D. Ives og Rogers Crofts á náttúruverndargildi Þjórsárvera og þeirri hugmynd að skrá verin á heimsminjaskrá UNESCO.
Jack D. Ives og Roger Crofts könnuðu náttúruverndargildi Þjórsárvera s.l. sumar á vegum Landverndar. Þeir hafa hvor um sig víðtæka alþjóðlega reynslu af náttúruverndarmálum.
Umræður
Allir velkomnir!
Barst í tölvupósti frá NSÍ
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli