Þá er nú farið að styttast í ráðstefnuna stóru og ógurlega spennandi. Ég er ekki þekkt fyrir að vera skipulagðasta manneskja í heimi og undirbúningurinn fyrir ráðstefnuna er eftir því: Byrjaði í dag að huga að endurgerð veggspjaldsins góða frá vorráðstefnu Jarðfræðifélags Íslands 2003. Bæði Magnús og Hugh, samstarfsmenn mínir, sendu mér viðbætur við gamla veggspjaldið, það fer að verða svolítið krávded en líka miklu meira spennandi!
Eins og einhverjir kannski muna ætluðum við Hugh að fara í vikulanga gönguferð eftir ráðstefnuna. Honum er eitthvað illt í hnénu og segist vera að spá í að fara bara til Bólivíu í staðinn. Þvílík úrvalshugmynd! Nú er ég alveg fír og flamme að athuga með flug frá Santiago til La Paz, það væri alveg þess virði að splæsa í miða þar á milli til að geta verið hjá gömlu gestafjölskyldunni minni í nokkra daga. Tékk'á'ssu þegar ég er búin með stærðfræðina...
þriðjudagur, nóvember 09, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli