Sko, tölvunni minni batnaði þráðlausa sóttin. Kannski er hún Repúblíkani í laumi og fylltist endurnýjuðum lífsþrótti eftir endurkjör leiðtoga síns, a.m.k. tók Silfurskottan upp á að endurvekja tengsl sín við þráðlausar nettengingar um daginn. Þetta gerðist alveg upp úr þurru, ég sat með rakkann á kjöltunni hér heima eitt kvöldið og var eitthvað að vesenast í páverpojnt þegar lítill gluggi skýst aumingjalegur upp af slánni og segist vera að sjá einhverjar bylgjur þarna úti. Ég opnaði Netið af instínkt og next thing I know er mbl.is að fræða mig um gang kennaradeilunnar (minnist annars ekki á hana ógrátandi...). Þetta tókst Skottunni, eftir að skottulæknarnir höfðu lýst hana lost case.
En ekki er sopið kálið og allt það. Í kvöld tók ég Skottuna heim og ætlaði að fara að sörfa og þá var gamla vesenið uppi á teningnum, hún sá bylgjurnar þarna úti en vildi ekki hleypa þeim inn. Og núna kemur til kasta ykkar sem vitið meira en ég:
Ég opnaði Control panel og Administrative Tools, fór í Services og rístartaði DHCP Client og Wireless Zero Configuration, auk Remote Access Connection Manager, Remote Access Auto Connection Manager, Network Location Awareness (NLA), IPSEC Services og DNS Client. Ég hef ekki grænan Guðmund hvort þetta á allt að vera í gangi (og þaðan af síður veit ég hvað af þessu þarf að vera í gangi) en ekkert af þessu ER í gangi þegar ég ræsi tölvuna. Er ekki hægt að ræsa þetta varanlega úr e-um öðrum glugga/-um en úr Admin Tools?? Og af hverju ákveður tölvan að slökkva á þessu?
Danke für die Hilfe, meine Schätzleinchen.
mánudagur, nóvember 08, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli