Jæja, þá er hann Bush vinur frelsisins farinn af stað í stríð. Hallelúja.
Í tilefni þessarar geðveiki og sigurs áróðursaflanna langar mig að setja inn hér klausu úr bók Avi Shlaim, The Iron Wall - Israel and the Arab World. Þetta er á síðu 140, í kafla um aðdraganda stríðsins við Egypta:
"He (Sharett, þáverandi forsætisráðherra Ísrael og eindreginn andstæðingur allra stríðsæsingaafla) knew that planning for the possibility of a preventive war, even as just one of the options, could generate the momentum for going to war."
Og hvað er að gerast? Bush ákvað fyrir ári síðan að ráðast inn og bjó til skriðþungann, með stöðugum heilaþvætti á borgurum heimsins, til að hrinda innrás í framkvæmd. Fyrir ári síðan töldu allir þetta hina mestu fásinnu, í dag lýsa "friðelskandi" þjóðir eins og Íslendingar sig hlynntar stríðsrekstri í trássi við alþjóðalög. Er til önnur pláneta að flytja lögheimili sitt til??
fimmtudagur, mars 20, 2003
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)