Það er búið að vera svo gaman í vinnunni í dag að það er ekki nokkru lagi líkt. Það hefur ekkert að gera með að í dag er síðasti dagurinn minn á launum hjá stofnuninni, heldur er stemmingin vegna þess að megnið af liðinu hér, þar á meðal ykkar einlæg, er að fara í vorferð Jöklarannsóknafélagsins upp á Vatnajökul. Og þær sem ekki eru að fara þangað eru á leið til útlanda og fóru í snyrtingu og mættu í vinnuna eftir hádegi með spánnýjar augnabrúnir og blik í augum. Gaaa, hvað sumarið gerir allt gaman!!
Annars er ekki eins og liðið hér og tölvan mín lúna séu eitthvað að fara að losna við mig. Ég er sko enn á fullu að skrifa greinina mína um Helgafellið, það er alveg merkilega mikið mál að skrifa svona vísindalegan pappír. Allt þarf að vera svo andsk... pottþétt, hvergi má votta fyrir glufu í röksemdafærslu og aldrei má gleyma að minnast á fyrri spámenn. Fyrir utan það að þyngdarmælingamódelið kom fyrst fyrir mínar sjónir í dag og efnagreiningar, sem gera á í Osló og Köben, verða ekki framkvæmdar fyrr en í haust. Svo á eftir að vinna úr þeim, koma gögnunum til mín, ég á eftir að finna tíma fyrir önnum til að líta á þær og fella þær saman við fyrri niðurstöður, svo þarf að fullskrifa greinina, senda hana meðhöfundum til yfirlesturs, svo senda hana inn á einhvern sjúrnal... bíða með öndina í hálsinum milli vonar og ótta hvort henni verði sparkað öfugri út af ritstjórninni og ef ekki, að hve miklu leyti þarf að endurvinna hana. Úff. Og jibbí kóla, þetta er jú líf vísindamanns.
En auðvitað ætla ég ekki að eyða sumrinu í að éta gras og skrifa um móberg. Nei ó nei, það er bara Svalbarði einu sinni enn. Í þetta skiptið á ég að vera aðalmanneskjan um borð á Nordstjernen í eina 6 eða 7 þriggja daga túra, expedition leader hvorki meira né minna. Fer svo einn eða tvo vikutúra sem gæd á Polarstar, sem ég fór á niður til Suðurskautslandsins um þarsíðustu áramót. Verð þarna fram í lok júlí, kem heim að klára að pakka föggum mínum og fer svo til Brandararíkja Norður-Ameríku í kringum 15. ágúst til að setjast þar að til næstu fimm ára. Já, er að fara í doktor í jarðefnafræði við Cornell-háskóla í Íþöku-bæ í New York-fylki. Staðurinn óvænt frábær: a) 20 stiga frost svo vikum skiptir á vetrum (já, það finnst mér ffffrrrrrrrrrrrááááááábært, stefni á að dusta rykið af ístólunum) og b) þrjú helstu hugðarefni bæjarbúa eru að fara út að borða, hlusta á tónleika og mótmæla. Skítt veri með þau fyrstu tvö, en það þriðja er mér vel að skapi :)
Ætli ég segi ykkur ekki lauslega frá Vatnajökulsferðinni þegar heim kemur. Þangað til: Ekki senda mér ímeil, og kos dokker!!
föstudagur, maí 30, 2003
miðvikudagur, maí 28, 2003
Einhver var að senda mér frétt af mbl.is um fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins. Hver skyldi það hafa verið??
mánudagur, maí 26, 2003
mánudagur, maí 12, 2003
The Dante's Inferno Test has banished you to the Sixth Level of Hell - The City of Dis!
Here is how you matched up against all the levels:
Take the Dante's Divine Comedy Inferno Test
Here is how you matched up against all the levels:
Level | Score |
---|---|
Purgatory (Repenting Believers) | Very Low |
Level 1 - Limbo (Virtuous Non-Believers) | High |
Level 2 (Lustful) | Moderate |
Level 3 (Gluttonous) | Moderate |
Level 4 (Prodigal and Avaricious) | Very Low |
Level 5 (Wrathful and Gloomy) | Low |
Level 6 - The City of Dis (Heretics) | High |
Level 7 (Violent) | High |
Level 8- the Malebolge (Fraudulent, Malicious, Panderers) | High |
Level 9 - Cocytus (Treacherous) | Low |
Take the Dante's Divine Comedy Inferno Test
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)