þriðjudagur, desember 13, 2005

Klukk - fyrir langalöngu

1. Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:

Fara aftur til Suðurskautslandsins
Eignast nokkra gríslinga
Fá mér doktorsgráðu
Fara til Papúa Nýju Gíneu og sjá Finisterre-fjöllin á Huonskaga
Sigla norður fyrir Ameríku gegnum Beringssund til Kyrrahafsins
Skrifa bók (bækur?)
Verða alveg rosalega góð að telemarka

2. Sjö hlutir sem ég get:

Endurtekið sömu sögurnar við mismunandi tækifæri alveg út í það óendanlega
Orðið alveg ofsalega pirruð út í virkjanasinna, hreintrúaða og nýfrjálshyggjusinna
Sagt ykkur hvar námuverkamennirnir í Longyearbyen spiluðu póker hérna í den
Múnað ísbjörn og komist upp með það
Montað mig af að hafa kunnað textana við öll helstu ABBA-lögin áður en ég byrjaði að læra ensku
Telemarkað
Talað á Karl-Blómkvist dulmáli

3. Sjö hlutir sem ég get ekki:

unnið jafnt og þétt
munað hverjum ég var búin að segja hvað
sparað peninga
komið hlutunum í verk nema þeir hafi átt að klárast í gær.
hreyft á mér eyrun, þaðan af síður nasavængina. Það er samt í vinnslu.
borðað smokkfisk
staðist freistinguna þegar Ópal-snafs er í boði

4. Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið:

Húmor
Einlægni
Skapgóður
Barngóður
Finnst gaman að ferðast
Finnst gaman að læra erlend tungumál
Vill vinna að góðgerðarmálum


5. Sjö frægir sem heilla (ég fylgi fordæmi Eyju hér og nenni ekkert að vera að setja saman einhvern kjútíbjútí-lista):

Shan Modiuddin (hann verður áreiðanlega frægur einhvern daginn)
Bono (sem er víst búinn að keppa um athygli kærastunnar við hann Shan síðan sá síðarnefndi var 10 ára)
Edward Abbey

tjahh...


6. Sjö orð eða setningar sem ég segi oft:

Já Magnús, greinin er alveg að verða tilbúin
No, I haven't finished the grading yet
I'm tired
Ástin mín
Djöfulsins helvíts próf
Excuse me?
Ha?


7. Sjö hlutir sem ég sé einmitt núna:

haugar af vísindagreinum
frauðplastbakki með köldum kínverskum mat af Friðar-veitingahúsinu
þrír jarðfræðingar (í baksýnisspeglinum)
Einstein með pípu
myndir af afkvæmum vina minna
jökulurðir syðst á Kringilsárrana og Snæfell í baksýn
allar jarðfræðibækurnar sem ég á




Það eru allir löngu búnir með þetta, þannig að ég ætla ekki að klukka neinn. Og hana nú!

Engin ummæli: