So, many people have been blogging about a proposed new road over Kjölur. I have my own very strong opinions on the issue and although I didn't intend to share them, again, with you all I found myself writing pages of comments on this post. Not wanting to be a total thief blogger, I'm posting my comment here. It's in Icelandic... but don't despair, I'm sure Babelfish will churn out... eh, something, for those interested.
"Sæl Eygló,
fyrst langar mig að taka undir með þeim sem sjá ekki tilganginn í því að etja saman landsbyggð og höfuðborgarsvæði. Það er leiðinlegur ávani og sérdeilis óuppbyggjandi.
Svo að því skemmtilega: Ég veit nú ekki betur en að ferðin sem þú lýsir hér að ofan - taka við farþegum af skemmtiferðaskipum á Suðurlandi, keyra með þá yfir Kjöl og skila þeim aftur til skips á Norðurlandi - hafi verið fundin upp fyrir mörgum, mörgum árum síðan og þarfnist ekki uppbyggðs vegar til að virka (reyndar er Reykjavík yfirleitt inni í myndinni, enda hafa flestir ferðamenn sem ég hef hitt áhuga á að sjá borgina. En hvað um það).
Ég get sagt með góðri samvisku eftir að hafa unnið sem leiðsögukona um allt land í mörg ár að flestum ferðamönnunum fyndist minna til hálendisins koma ef malarvegirnir þar hyrfu. Malarvegirnir, hálendið okkar án bygginga, bensínstöðva og aðgangseyris, er það sem útlendingarnir mínir hafa verið hrifnastir af. Af hverju má ekki taka tillit til þeirra líka? Ferðamannaiðnaðurinn er nú einu sinni einn stærsti atvinnuvegur landsmanna og mikilvægur ekki síst fyrir landsbyggðina.
Og talandi um aðgangseyri: Ég væri ekki par hrifin af því að þurfa að borga mig inn á Kjalveg. Þegar farið er upp á Skaga er þó a.m.k. hægt er að kjósa hvort göngin eru notuð eða gamli Hvalfjarðarvegurinn. Verði heilsársvegur í einkaeign lagður yfir Kjöl mun fólk neyðast til að borga sig inn á hálendið, hvort sem því líkar betur eða verr. Nei takk, segi ég við slíku.
Lítum svo framhjá ferðamönnum og aðgangsrétti/-eyri. Ísland átti stærsta ósnortna víðerni Evrópu áður en Kárahnjúkastífla var reist. Stjórnvöld í dag sjá fleiri lón og stórfabrikkur í hillingum. Ég fæ ekki séð að stjórnvöld þurfi á aðstoð einkaframtaksins að halda við eyðileggingu náttúrugæða landsins. Það er vitað mál að heilsársvegur, uppbyggður, yfir Kjöl mun líklegast leiða til stórfelldra umhverfisspjalla á borð við bensínstöðvar með sjoppu, ljósaskiltum og hamborgarabúllu. Þannig mun nákvæmlega ekkert af auðlindinni "ósnortin náttúra" varðveitast og í staðinn munum við fá enn eitt úthverfið. Hve margir ferðamenn ætli vilji koma alla leið norður í Dymbilshaf til að sjá?"
þriðjudagur, febrúar 13, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli