Ég er hérna eins og svampur að drekka í mig fréttaflutning gærdagsins um mótmælin við Alþingi í gær og ég verð að segja að ég á ekki orð yfir hrottaskap sumra lögreglumanna, að nota kylfur og rífa skíðagleraugu af fólki til að spreyja táragasi í augu þeirra, hvað þá að halda ólögráða krökkum klukkustundum saman án þess að hafa samband við forráðamenn. Ég geri mér grein fyrir að ekki allir mótmælendur viðhöfðu friðsamleg mótmæli en lögreglan verður að skilja milli þeirra og hinna sem hafa sig ekki í frammi. Að ekki sé minnst á þessa paþetísku ríkisstjórn sem hefur gjörsamlega misst allt jarðsamband!
Ég vildi óska að ég væri heima í dag til að taka þátt í degi 2. Lifi byltingin!!
miðvikudagur, janúar 21, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
alright, my translator doesn't work, so what the heck did ya post????? I"m gonna say it's exciting because of all the exclamation marks, LOL
Nytt blogg takk!
Skrifa ummæli