Í dag keypti ég mér nýjan geisladisk. Maðurinn er snillingur, þetta er alveg agalega fallegt :)
Þessa dagana er Stóra Eyjan undirlögð af hátíðahöldum. Við í prógramminu mínu fórum á miðvikudaginn og sáum fyrstu danssýninguna. Í kvöld og annað kvöld fer svo sjálf hula-keppnin fram, í kvöld er það hefðbundinn hula-dans og á morgun nútíma hula. Þessu er öllu saman sjónvarpað beint og hún Nona, einn nemendanna í prógramminu okkar, hefur setið alveg frá sér numin af hrifningu að horfa á snilldina, og lýsa henni fyrir hverjum sem heyra vill, í allt kvöld.
Kúrsinn "minn" ætlar að fara eitthvað brösuglega af stað. Jarðvegshitamælirinn sem grafinn var í jörð hér nálægt er orðinn vatnssósa, hættur að mæla hita og næst ekki upp. Jónaskiljan okkar, sem kostar 40 þúsund dollara og var send með ærinni fyrirhöfn og tilkostnaði frá Íþöku svo greina mætti nokkur vatnssýni, virkar ekki sem skyldi. Okkur hefur ekki einu sinni tekist að fá einföldustu títrun (á menntaskólalevel) til að virka. Við erum auðsýnilega snillingar, bara í öfuga átt. Það eina sem ekki er bilað og/eða með stæla er litla jónagræjan sem ég fékk skipt fyrir nokkrum vikum. Ef hún myndi ekki virka heldur... allamalla.
laugardagur, apríl 02, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli