miðvikudagur, júlí 30, 2003

Er i Oslo med Ingunni vinkonu, svaka gaman!!! Hun er ein af heppnari manneskjum sem eg thekki, "vann" stuttermabol (fekk ad kaupa hann a 740 norskar) i vor sem gefur henni rett til ad fljuga otakmarkad innanlands i Noregi i allt sumar. Viiiiiii!!!!!

Kem heim kl. halffjøgur i dag, svo endurfundirnir eru nær en ykkur langar til ad gruna.

mánudagur, júlí 28, 2003

Var thad Brunalidid sem søng "Eg er a leidinni"?? Allavega, eg er a leidinni og brenn i skinninu eftir ad sja Islandid mitt aftur!!

fimmtudagur, júlí 24, 2003

Tølvur eru og verda askorun: Nuna er diskettan med i før, en eg kann ekki ad taka geisladrifid ut og setja floppidrifid i. Tutitutitu...

Bara eitt krus eftir, jibbi!!! Er ordin verulega threytt a turhestum og farin ad hlakka verulega til ad flytja til Brandararikjanna og fara ad nota heilabuid. I vetur a eg ad vera TA, th.e.a.s. teaching assistant, eda rettara sagt assisting teaching assistant. Flottir titlar, thad vantar ekki. Nu, svo verd eg liklega eitthvad ad vinna i greininni minni med Magnusi Tuma thessar tvær vikur sem eg verd a Froni i agust, thad er flott, tha getum vid kannski farid ad senda hana inn e-t til birtingar.

Annars hefur allt gengid vel, mamma og Kristjan skemmtu ser vel a krusi og thad var agætt ad vera "bara" gæd thegar thau voru a skipinu. Sidustu tvo tura hef eg svo verid leidangursstjori, thad hefur gengid fint, fyrir utan tha helst samvinnuna med skipstjoranum. Hann er ekki beinlinis skapbesti madur i heimi og eg var ordin langthreytt a mislyndinu og thvi ad thurfa ad lædast eins og køttur kringum heitan graut med alla hluti og vita aldrei hverju eg eda gædarnir attum von a, hrosi eda skømmum. Thad for thvi sem for ad eg neyddist til ad taka upp afskaplega thungt tal vid manninn, og hann var i svo mikilli fylu heilan tur ad hann yrti ekki a mig af fyrra bragdi nema til ad skammast! Thar fell eg af haum stalli, hafdi verid uppahaldsmanneskjan hans um bord fram ad thvi, en um leid og eg for ad gera sømu krøfur og hann, t.d. um ad hann hlustadi a mig thegar eg taladi vid hann og ad hann gripi ekki fram i fyrir mer etc. var eg sett af sakramentinu. Merkilegur andskoti. Sama er mer, a bara einn tur eftir. Iha!!!

mánudagur, júlí 21, 2003

Klikkadi a smaatridunum: Var buin ad blogga en gleymdi diskettunni a skipinu. Tralalalala.....

mánudagur, júlí 14, 2003

Bloggad i thetta skipti a russneskt lyklabord i Barentsburg. Taeknin komin ut a alla utkjalka, svei mer tha!!

sunnudagur, júlí 13, 2003

Gleymi thvi almerkilegasta: Eg er komin med adressu i Amriggu!! Komst inn a studentagarda hja Cornell, fekk eitt herbergi i 4 manna ibud. Jibbi skvibbi!!!! Svo flyg eg ut thann 15. agust til NYC, kannski madur kiki a djammid med nybøkudum meistara Ernu thad kvøld??
Sunnudagur i Longyearbyen, agalega fint vedur og bara næs ad lifa. For adan a skotsvædid ad æfa mig ad skjota, thad gekk bara vel og eg held svei mer tha ad eg geti drepid isbjørninn adur en hann nædi ad drepa mig. Thessi vitneskja veitir mer mikla øryggiskennd! Nu, svo for eg upp a Sjøundu-namu-fjallid med mømmu og Kristjan, vini hennar, thau komu hingad adfaranott laugardagsins og verda fram a føstudag. I gær var algjør bongoblida, 22 stiga hiti i solinni fyrir utan herbergid mitt; vid skodudum bæinn og sløppudum af i goda vedrinu. I dag skrøltum vid svo upp a adurnefnt fjall (i bil...) og forum svo a safnid ad turistast. Eg tyni mer alltaf i boksølunnni vid innganginn, i fyrra tok eg ut 2000 norskar gagngert til ad kaupa bøækur sidasta daginn her og i ar verda thusundkallarnir areidanlega fleiri.

Annars hef eg illan grun um ad eg verdi send ut a vøll i nott ad na i turista og ad eg thurfi ad annast tha i fyrramalid adur en skipid fer. Uff.

10.07.2003

Meira blogg blogg blogg meira meira meira blogg...

Fimmtudagskveld, og ég á að fara með liðið út á völl á eftir. Á eftir, það þýðir klukkan þrjú í nótt. Jibbí kóla, ég er sú eina af gædunum sem fer af skipinu núna og þ.a.l. fellur mér þetta stórskemmtilega verkefni í hlut. Hinir (eiginlega –ar, við erum bara stelpugædar í þessari ferð fyrir utan hann Jørn leiðangursstjóra, en hann er eiginlega einn af stelpunum :) gædarnir fá að sofa á sínu græna eyra til hálfátta, þá er afgangurinn af farþegunum ræstur og sendur af skipinu. Svo á ég frí yfir helgina, fer næst út með Nordstjernen á mánudaginn.

Og þá verður nú gaman! Helsta skýringin á því er sú að hún mamma mín ætlar að heiðra mig með nærveru sinni á því krúsi. Hún kemur hingað seint á föstudagskvöldið, svo finnum við upp á e-u skemmtilegu að bauka fram yfir helgina og förum svo á skipið á mánudaginn. Í þeirri ferð er ég “óbreyttur” gæd, ekkert leiðangursstjóravesen þar, sem betur fer því annars væri lítill tími til að sinna gestum. Það er bara óskandi að veðrið verði jafngott og það hefur verið undanfarna viku, spegilsléttur sjór og logn og sól.

Reyndar var hvorki spegilsléttur sjór, logn né sól í dag. Nei ó nei, það var hávaðarok í nótt og fyrri hluta dags, allt að 25 m/s, og við þurftum m.a.s. að blása af planið okkar að fara í land á þeim goðum líka stað Bellsund vegna veðurs. Í staðinn leituðum við skjóls í Trygghamna við Isfjorden (já, náiði bara í landabréfabókina og ekkert múður!!). Þar fórum við með farþegana í land í ausandi rigningu sem breyttist í rigningu og rok þegar á leið. Ferðin inn gekk fínt, ekkert mál að lenda sódíak-bátunum okkar á ströndinni með goluna í bakið. Það er mjög landgrunnt (??) þar sem við fórum í land og þegar hafði bætt í vindinn varð svoldið mál að komast með bátana frá landi. Vindurinn ýtti sódíökkunum jafnóðum upp að landi aftur áður en maður náði að koma þeim á flot og mótornum niður, svo við sem keyrðum urðum duldið mikið blaut í lappirnar af að teyma bátana nægilega langt út. Ef mótorinn er settur niður of snemma eyðileggst skrúfan og það er ekki mjög æskilegt. Allavega, þarna var loks smá aksjón á sódíak-frontinum og ansi hreint gaman að því!


07.07.2003


‘oiuytrewq234567890dayghmhn bbbbbbbbbbbv, v cxz< þ.e. mér svelgdist á morgunkaffinu, hóstaði munnfylli af því yfir tölvuna og lyklaborðið, stóð upp til að ná í tissjú og rak hnéð í. Ef það er ekki eitt í lífi gædsins þá er það sennilega eitthvað annað og stundum jafnvel bæði í einu. Welcome to another beautiful day in the Arctic.

Polar Star heitir skipið, hraustlegur finnskur ísbrjótur sem hefur marga fjöruna sopið (???) í Eystrasalti síðan hún var byggð á sjöunda áratugnum. Skipstjórinn okkar núna er ekki alveg jafnhraustlegur í anda og skipið er á líkama; í hvert sinn sem ísmoli nálgast á hafinu dregur hann niður í mótorunum og heldur niðri í sér andanum meðan við líðum með óttablandinni virðingu framhjá skelfi allra ísbrjóta, ísnum. Í fyrra var mér hent út úr brúnni hér fyrir að skipta mér of mikið af siglingamáta skipstjórans (ekki sá sami og er núna) svo ég hef haldið mig á mottunni og fjarri brúnni, af mætti frekar en vilja. Gestirnir voru vægast sagt undrandi yfir getuleysi ísbrjótsins sem þeir keyptu sér far með dýrum dómum og nokkrir nefndu kröfu um endurgreiðslu. Það er ekki í mínum verkahring að gagnrýna samstarfsfólk mitt opinberlega, við skulum frekar segja að ég dáist að leiðangursstjóranum okkar hér að vera ekki búinn að sleppa sér yfir roluganginum í kallinum í brúnni og jafnvel kasta honum fyrir borð.

Eitt af því besta við Polar Star er bókasafnið. Sem bókaormur læt ég það yfirleitt vera mitt fyrsta verk þegar ég kem um borð hér að skjótast upp í bókasafnið og athuga hvaða gotterí fyrri gestir hafa skilið eftir. Í þetta skiptið valdi ég bók eftir David nokkurn Berlinski, ferð um stærðfræðigreiningu eða ‘A tour of the calculus’. Allir kúrsar í skapandi skrifum í Amríggu hafa það greinilega að höfuðmarkmiði að kenna fólki að skrifa sem mest um sem minnst (hefð sem skv. minni bestu en frekar umfangslitlu vitund, hófst þegar Margaret Mitchell notaði 100 af 1000 bls. hverfandi hvelsins í að segja frá því hvernig hún Scarlett gerði sig klára fyrir garðveislu) og Berlinski hefur greinilega verið að fylgjast með. Hann er hins vegar flinkur að segja skemmtilega frá, reyndar svo flinkur að ég stend mig stundum að því að hlæja upphátt af gleði yfir frumlegustu og gómsætustu samlíkingunum hans. Áður en bókinni lýkur ætlar hann að vera búinn að útskýra öll undirstöðuatriði stærðfræðigreiningarinnar fyrir mér og það m.a.s. á mannamáli! Ég hef verið stærðfræði-wannabe lengur en mig langar að muna og hlakka því mikið til að fá dýpri innsýn í fræðin.

Dagurinn í dag er hins vegar raunverulega another beautiful day in the Arctic, 9°C stóð á hitamælinum kl. 7 í morgun og því nánast stuttbuxnaveður. Við erum að fara með farþegana í land á eftir, þar ætla ég að debútera fyrir sísonið sem Zódíakkdræver. Alltaf gaman að keyra gúmmíbát. Í gær fann Jörn leiðangursstjóri upp á því að bæta fyrir aumingjaskapinn í kafteininum (sem stoppaði hraustlegan ísbrjótinn ca. 800 m sunnan við 80°N því þessir 800 m voru huldir ÍS!!!) með því að bjóða upp á zodiak krús milli ísflekanna. Veðrið var himneskt, hafið spegilslétt, selir á ísnum, skrilljón sjófuglar á ferð og flugi. Allt var frekar spontant og allt í einu vorum við komin, 7 gædar og rúmlega 50 farþegar, í land á ísfleka. Íha, ég hef ekki staðið á ísfleka við 80°N síðan á Jónsmessunni 2000, þegar við skáluðum í kampavíni með gestunum okkar á gamla MS Brand og áttuðum okkur á því að enginn gædanna var með vopn af neinu tagi fyrr en allir farþegarnir voru komnir úr bátunum og út á ísinn!!

föstudagur, júlí 04, 2003

Nuna hefdi eg att ad skrifa e-d a skipinu, med islensku lyklabordi og øllu, og seiva a floppydisk svo eg gæti bara klippt og limt inn i blogger. Skrifadi nokkur tølvubref thannig, sparar tima og fyrirhøfn. En thad var mikid ad gera a sidasta krusi, thvi nr. 4 a Nordurstjørnunni, og litill timi til ritstarfa. Raunar var svo mikid ad gera ad thegar skipid kom aftur til hafnar i Longyear fannst mer engan veginn eins og eg hefdi verid a tveggja og halfs solarhrings siglingu, meira eins og eg hefdi setid innilokud i skrifstofukompu allan timann og ekki farid fet. Er threytt eftir thvi, og med eitt af minum alræmdu hausverkjakøstum sem veldur thvi ad eg tharf ad vera med solgleraugu ef hausinn a ad haldast i heilu lagi, og ef eg sny høfdinu til hlidar lidur mer eins og andlitid hafi ordid eftir og se ad thrystast inn i hauskupuna. Skemmtilegt... Sam-gædar minir voru svo næs ad taka a sinar herdar vinnuna mina i dag, sem atti ad felast i ad sækja folk a flugvøllinn a eftir og fara med thad i tveggja tima bæjarferd. Eg hefdi daid. Ætla thess i stad ad lifa, a kafi oni sængurføtunum minum inni i gædaibud.

En thad er alls ekki tomt erfidi ad vera gæd. Marie samgæd minn og eg vorum ad utskyra hreindyr fyrir nokkrum itølskum turhestum, og eftir langa rædu um likamsbyggingu theirra og fæduval, veidar a hreindyrunum o.s.frv. heldum vid okkur vera bara nokkud godar i ad upplysa lidid um gang natturunnar a nordurhjara. Tha rettir einn Italinn upp hønd og segir: This reindeer you were talking about, is it a bird?