mánudagur, febrúar 28, 2005

Sem minnir mig á:

Þetta. Jesús Pétur og María, hvað ég hlakka til.

Meira um veturinn

Var alveg búin að gleyma hvað þessir gaurar eru flinkir að klifra. Þeir jörðuðu mig, ef svo má að orði komast. En það var gaman að horfa á þá, sérstaklega undrabarnið 19 ára sem onsightaði og drytoolaði klettaklifursleið... jájá, þið þurfið ekkert að skilja þetta, ég skil ekki hvernig hann fór að þessu heldur.

Hrikalegur snjóstormur á leiðinni. Hann lifi!!!

sunnudagur, febrúar 27, 2005

Viljastyrkurinn

alveg að drepa mig. Til stóð að læra á morgun, á þetta nýja forrit sem verið var að fjárfesta í. Svo var hringt í mig. Einhver sagði ísklifur. Innan við 0.2 sekúndum síðar var búið að henda öllum öðrum plönum í ruslið. Lifi frestunaráráttan!!!

Skíðin rokkuðu annars í dag. Hef sjaldan skemmt mér jafnvel með hor uppi í fjalli að detta á rassinn. Af hverju skyldi það nú hafa verið?!?!

föstudagur, febrúar 25, 2005

Eitthvað alveg nýtt

Var að kaupa forrit í fyrsta sinn á ævinni áðan. Yfirleitt stelur maður þessu eða fær einhvern til að gefa sér ólöglegt eintak. Ekki núna. Alveg löglegt. Mér finnst ég bara vera að svindla!

The attack of the killer snowflakes

Thad snjoar sem aldrei fyrr i Ithoku og Eirikur er haestanaegdur ad vera a alvoru dekkjum. Hann komst meira ad segja ut a veg i dag an thess ad thurfa skubb fra velviljudum nagranna!!!

Snjokornin eru svo stor ad thad liggur vid ad thau drifi ekki nidur, thess i stad liggja thau bara makindalega i loftinu og spoka sig. Ahrifin af thessu eru thau ad thegar madur (eda kona, i minu tilfelli) keyrir tha beygir madur hausinn osjalfratt til hlidar til ad fa thessi ferliki ekki i andlitid a ser. Svo rennur nattla upp fyrir konum ljos ad thessi ferliki eru dunmjuk og ad auki er heil framruda a milli min og theirra. Bara fallegt :)

Heimasidan hans Gunnars Hrafns er horfin. Mig langar her med ad bera fram formlega kvortun!

I kvold er svo stefnan sett a Banff utivistar-norda-stuttmyndahatidina. Skidi a morgun...

Fortíðarþrá

Er andlaus þessa stundina og býð því upp á endurtekið efni frá júlí 2003 í kvöld:

"En thad er alls ekki tomt erfidi ad vera gæd. Marie samgæd minn og eg vorum ad utskyra hreindyr fyrir nokkrum itølskum turhestum, og eftir langa rædu um likamsbyggingu theirra og fæduval, veidar a hreindyrunum o.s.frv. heldum vid okkur vera bara nokkud godar i ad upplysa lidid um gang natturunnar a nordurhjara. Tha rettir einn Italinn upp hønd og segir: This reindeer you were talking about, is it a bird?"

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Náttúran

Hjörleifur Guttormsson hefur ýmislegt vitrænt að segja hér, og ef ykkur vantar eitthvað að gera um miðjan júní þá væri kannski ráð að skella sér hingað.

Landbúnaðar-húmor

Úr tölvupósti sem ég var að fá:

"Hi Friends,

There's a party at my house this weekend. Please don't be put off by the
'dress to kill'. For those of us in the ag (-riculture) school, it's enough just to take a shower and wear something other than flannel."


Segiði svo að garðyrkjufræðingar séu ekki fyndnir (ekki það að neinn hafi svo sem verið að halda því fram, en mér finnst þetta bara ógissla fyndið)!

mánudagur, febrúar 21, 2005

Vinna, skíði, afmælishald og beikon

Enn ein vikan byrjuð, djísús hvað tíminn líður hratt. Sit heima á þessum snjóuga mánudagsmorgni og velti vöngum yfir Helgafells-greininni sem ég er að vinna að með Magnúsi Tuma og Hugh. Greinin að tarna er búin að vera leeeeeeeeeennnnnnnnnnngggggggggiiii í vinnslu enn nú sér kannski loks fyrir endann á þessu. Við ættum að geta farið að koma henni inn fljótlega (ég hef nú sagt þetta áður...), þá eiga nú reyndar einhverjir gagnrýnendur eftir að rífa hana í sig og fara fram á alls konar breytingar og viðbætur og gvöðveithvað, en að þeim tríal loknum verður blessunin vonandi birt. Síðustu viðbæturnar komu frá honum Hugh fyrir tveimur vikum og ég er að plægja mig í gegnum textann hans og annarra um efni sem ég veit ekkert alltof mikið um (enn)... en þetta kemur allt með kalda vatninu.

Þarf svo að drífa mig upp á kampus og niður í kortaherbergi til að skoða, enn og aftur, landakortin af Reunion-eyju í Indlandshafi. Tveir Fransmenn gerðu viðamikla stúdíu þar fyrir einum 10 árum og ég er að leika mér að búa til módel úr gögnunum þeirra. Þeir/þær/þau (kann ekki nógu vel á svona frönsk nöfn) skráðu hins vegar ekki niður hnit á sýnin sín (voru GPS-tæki ekki orðin algeng árið 1993??) svo ég þarf að fara með lýsingar þeirra á staðháttum á bókasafnið og finna staðina á kortum. Dálítið úr sér gengin aðferðafræði...

Fór á skíði í gær (en ekki hvað???) með Jason grasekkli og stórvini mínum. Á staðnum voru líka Ása og Ármann, bæði Cornell-fólk, sem sögðu mér frá því að þau hefðu nýverið misst íbúðina sína í bruna sem leigjandinn á hæðinni fyrir ofan olli. Ekki fara að leggja ykkur þegar þið eruð að steikja beikon, krakkar, ok?!?!

Við skíðuðum á harðfenninu sem mest við máttum og seinni part kvölds fór að snjóa svo allt varð enn frábærara. Jason beitti mig mátulegum peer pressure til að fá mig niður bröttustu brekkuna á öllu svæðinu, hún var ekki bara brött heldur hreinlega heill svellbunki. Needless to say þá rúllaði ég niður og var orðin ekki mjög skapgóð þegar niður mesta brattann/svellið var komið. Nú, eftir fleiri bunur niður viðráðanlegri brekkur var haldið aftur til Íþöku þar sem Jason eldaði handa mér afmælissteik og nokkrir fleiri vinir kíktu í heimsókn. Ágætis afmælisdagur, sem sagt :)

sunnudagur, febrúar 20, 2005

Ammæli

Á afmæli í dag. Hún Hallveig mundi sko heldur betur eftir því. Takk Hallveig, og takk öll hin, fyrir afmæliskveðjurnar!!!

föstudagur, febrúar 18, 2005

Heimaverkefnin

Hann Mamadou meðleigjandi minn sagði mér um daginn að ég ætti aldrei að liggja strand yfir neinu verkefni í meira en klukkutíma. Ef ástandið væri þannig væri best að snúa sér að einhverju öðru og kíkja á verkefnið seinna.

Núna er ég búin að liggja yfir einu heimadæmi í hálfan dag. Það er gott betur en einn klukkutími. Dæmið gengur út á að leysa diffurjöfnu sem lýsir hegðun kerfis þar sem annar hluti innpúttsins er stöðugur en hinn hlutinn lotubundinn. Útstreymið er svo alltaf ákveðinn hluti af stærð kerfisins. Það er skemmst frá því að segja að ég hef ekki komist lengra en að bara skrifa jöfnuna upp einum tíu sinnum.

Þess vegna blogga ég.

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Haha!

Ekki er öll vitleysan eins :)

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Absúrd dagsins

Ó mig auma. Mikið SVAKALEGA á ég bágt akkúrat núna. Úff. Þetta getur ekki orðið neitt gaman. Hawaii???

Keypti miðann áðan. Flýg til Honolulu þann 25. mars, eyði föstudagskveldi í strápilsi á Waikiki-ströndinni og flýg svo yfir til Stóru Eyjunnar, n.t.t. Kona (borið fram "Kóna", eins og í "glæpon", eða þannig...) að morgni laugardagsins 26. mars. Eitthvað finn ég mér til dundurs þarna innan um eldfjöllin í sjö vikur, þangað til ég flýg til baka til heimsborgarinnar Sýrakusu þann 18. mai.

Vei!!!!

Beikonstuðullinn

Fyrir langa löngu leigðu Sykurmolarnir húsið hennar mömmu. Einu sinni fór ég með henni að kíkja á liðið, fékk marmarakökusneið hjá þeim og handfylli af árituðum plötum (þetta var rétt eftir að Life's Too Good kom út og þau gáfu mér m.a. eintak í bleiku umslagi). Þessi "nánu" kynni mín af henni Björku koma mér upp í Beikonstuðul 3:

The Oracle says: Bjork has a Bacon number of 2.

Bjork was in Pret-a-Porter (1994) with Tim (I) Robbins
Tim (I) Robbins was in Mystic River (2003) with Kevin Bacon


Vei!!!

Tekið frá Stínunni

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Ha ha ha!!

Það hefði nú verið munur að eiga svona hér á þeim tímum þegar ég renndi mér niður brekkur Greek Peak á gönguskíðunum :)

Vinir

Bara svona in case að þið hafið ekki áttað ykkur á því enn þá langaði mig bara að benda ykkur á hvað það er dásamlegt að eiga vini!! Einn þeirra var að hringja í mig og bjóða mér í mat í kvöld með öðrum vinum, annar hringdi í mig í gær og dró mig á skíði með öðrum vinum, svo hringdi ég í einar tvær vinur áðan og spjallaði um íbúðir, vinnuna þeirra og eitthvað fleira... æi, vinir eru ferlega notalegir. Lifi vinir!!

Óskammfeilni dagsins

Sé einhver að velta því fyrir sér þessa dagana í hvað hann/hún eigi að eyða umframaurunum sínum þá langar mig að benda viðkomandi á óskalistann minn á amazon. Ég á nebbla ammæli bráðum ;)

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Jólasnjór og ný dekk og eilítið um flóðbylgjur

Rigningin sem hefur plagað norðaustrið undanfarna daga lét í minni pokann fyrir snjó í morgun. Jibbí!!! Ekki seinna vænna þar sem síðustu snjóörðurnar síðan í janúar hurfu í gærkvöldi.

Skrölti með Eirík minn á dekkjaverkstæði svo hann færi ekki endanlega í jólaköttinn. Dekkin hans eru orðin ansi lúin, sérstaklega framdekkin (sennilega hefur spólið í hálkunni í vetur ekki haft mjög góð áhrif...). Fékk tvö ný dekk á hundrað kall en til að hægt væri að stilla þau almennilega hefði ég þurft að punga út öðrum þrjúhundruð kalli í varahluti... nei takk. Keyri garminn bara á vanstilltum dekkjum, réttur eigandi getur þá keypt ný dekk í sumar eða sent kallgarminn í kirkjugarðinn.

Tók svo blondínuatriði aldarinnar á dekkjaverkstæðinu. Á leiðinni þangað snjóaði og rúðuþurrkurnar höfðu ágætlega undan. Þegar ég svo keyrði burtu á nýju dekkjunum virkuðu þurrkurnar bara alls ekki, þær voru alveg steindauðar og rúðupissið líka. Ég fullvissaði sjálfa mig um að bíllinn væri í gangi (ég var jú á 35 mílna hraða...) og mín landlæga paranoia tók sig umsvifalaust upp: Kallarnir á verkstæðinu ætluðu að ná sér í aukapening með því að taka þurrkurnar úr sambandi, svona fyrst ég hafði prúttað dekkin niður í verði!! Ég stoppaði á bílastæði og fór út til að gá hvort þurrkurnar væru ekki alveg áreiðanlega enn á bílnum og hvort ég væri ekki alveg áreiðanlega á réttum bíl, svo brunaði ég bálill á verkstæðið aftur og spurði eigandann byrst í bragði hvort hann gæti útskýrt þessa undarlegu tilviljun fyrir mér, að þurrkurnar hefðu orðið bráðkvaddar þegar hans menn litu á bílinn minn. Maðurinn tók dónaskapnum í mér með stakri ró og sendi mann út að kíkja á dæmið. Sá ræsti Eirík og kveikti á rúðuþurrkunum sem runnu makindalega yfir framrúðuna eins og ekkert væri. HALLÆRISLEGT!!! Í eymd minni bað ég manninn að kenna mér galdraþuluna sem hann hefði þulið yfir Eiríki, hann bara yppti öxlum og horfði á mig með hinum voðalega "yeah, right" svip þegar ég reyndi að útskýra fyrir honum að þurrkurnar hefðu Í ALVÖRUNNI verið alveg dauðar. Allevejne, nú er ég gjörsamlega búin að skíta mig út á ódýrasta dekkjaverkstæði bæjarins og held ég verði bara að færa eigandanum súkkulaðikassa ef ég þarf einhvern tímann að leita til þeirra aftur.

Í eftirmiðdaginn var svo seminar í boði jarðfræðideildarinnar og civil engineering (hvað í mósköpunum heitir það á íslensgu??) um skjálftann mikla og tsunami-inn í desember. Það var ógissla gaman!!!!!!!

mánudagur, febrúar 07, 2005

Sólbrunnin og sæl!!

Helgin var bara nokkuð góð. Við sváfum undir hálfberum himni í tvær nætur, skíðuðum/gengum/duttum umhverfis eitt fjall annan daginn og klifruðum bráðnandi ís hinn daginn og þurrkuðum blauta sokka og skó fyrir framan arininn í steikhúsi nokkru í ólympíuþorpinu Lake Placid. Það var sólskin og brakandi blíða yfir daginn, svolítið kalt á nóttunni og aldrei bærðist hár á höfði. Svoleiðis veður kallast ótrúlegt og svona ferðir kallast snilld.

föstudagur, febrúar 04, 2005

Ferðahelgi

Jæja, þarf að fara að koma mér úr vinnunni. Til stendur að bruna til Adirondacks-fjallanna í kvöld með nokkrum kunningjum og stunda heilnæma útivist yfir helgina. Skíðaganga á morgun, ísklifur á sunnudaginn. Biðst afsökunar á bréfaleti til vina og kunningja en það er erfitt að finna tíma til skrifta innan um nám og vinnu (sem er nú frekar lítið sinnt, ehemm) og skíðaferða... úff, ég er hrikaleg. En þetta er gaman !! :Þ

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Þelamörk, efri hæð

Aðvörun: SKÍÐAFÆRSLA!!!! Gæti reynst óinnvígðum óbærilega leiðinleg lesning!!

Já, mín er sko í sjöunda himni í kvöld. Ég fór á skíði núna áðan, sem er nú ekki í frásögur færandi, nema fyrir það að ég ákvað í þetta skiptið að segja fortíðarþrá og púrítanisma stríð á hendur og ná mér í alvöru nútíma-telemarkgræjur fyrir kvöldið. Þar sem skíðin góðu sem ég fékk hjá kunningja mínum Chris um daginn eru ekki búin að fara í "aðlögun" þá leigði ég skíði (ekki gönguskíði heldur downhill telemark-skíði) og plast-skíðaskó hjá Outdoor Education hér á kampus.

Og maður lifandi!! Eftir að detta í fyrstu tveimur þremur beygjunum á nýju skíðunum fór ég að finna mig í þeim og áður en ég vissi af var græna auðvelda brekkan orðin alltof auðveld, jafnvel í harðfenninu og skaranum, og moi allt í einu orðin meira kompetent telemarkari en ég hefði þorað að láta mig dreyma um! Næst prófaði ég bláa brekku sem ég hafði eitthvað verið að reyna við áður með skrautlegum árangri. Í annarri tilraun komst ég niður dettulaust. Þá var ekkert eftir nema klára kvöldið í erfiðustu brekkunni, mjórri og brattri black diamond, og ég bara massaði hana! Þurfti reyndar að stoppa milli allra beygjanna til að fara ekki út í skurð, en komst niður án einnar einustu byltu, sem eru nú annars orðnar mitt vörumerki í brekkunum.

Það sem ég er mest gáttuð (gáttuðust???) á er hvað græjurnar skipta ótrúlega miklu máli hérna. Árinni kennir illur ræðari o.s.v., en það virðist bara skipta höfuðmáli hvernig skíðum maður er á og hvernig skóm. Átti von á e-m framförum með betri græjur, ekki því að koma út úr skápnum :) Ari vinur minn var á sínum leðurskóm í kvöld og þjáðist sáran í harðfenninu, svo mikið að það lá við að ég væri með móral yfir hvað mér gekk vel. En hey, drengurinn fær ekkert að fara aftur án plastskóa í farangrinum. Fyrir mína parta, þá fá leðurskórnir og löngu mjóu gönguskíðin bara að dúsa heima héðan í frá þegar farið er í rísortið!