föstudagur, febrúar 18, 2005

Heimaverkefnin

Hann Mamadou meðleigjandi minn sagði mér um daginn að ég ætti aldrei að liggja strand yfir neinu verkefni í meira en klukkutíma. Ef ástandið væri þannig væri best að snúa sér að einhverju öðru og kíkja á verkefnið seinna.

Núna er ég búin að liggja yfir einu heimadæmi í hálfan dag. Það er gott betur en einn klukkutími. Dæmið gengur út á að leysa diffurjöfnu sem lýsir hegðun kerfis þar sem annar hluti innpúttsins er stöðugur en hinn hlutinn lotubundinn. Útstreymið er svo alltaf ákveðinn hluti af stærð kerfisins. Það er skemmst frá því að segja að ég hef ekki komist lengra en að bara skrifa jöfnuna upp einum tíu sinnum.

Þess vegna blogga ég.

Engin ummæli: