þriðjudagur, desember 30, 2003

*Hræsn*

Alltaf koma Flugleiðir jafn"skemmtilega" á óvart.

Ég á 5000 Vildarpunkta sem renna út um áramótin. Hins vegar á ég ekki nógu marga punkta til að gera neitt af viti. Þess vegna ákvað ég að gefa þessa útrunnu punkta mína til Vildarbarna, sem er sjóður ætlaður til þess að bjóða langveikum börnum og fjölskyldum þeirra í frí. Flugleiðir í góðmennsku sinni stofnuðu sjóðinn fyrr á árinu og lögðu heilar 3 milljónir króna í púkkið. Afgangurinn á að koma frá góðhjörtuðum Vildarklúbbsmeðlimum á formi vildarpunkta eða beinna peningagjafa. Afskaplega stórmannlega gert af Flugleiðum.

Það er bara eitt: Hver og einn má aðeins gefa 1000 punkta á ári. Þó ég fegin vildi, þá MÁ ég ekki gefa langveikum börnum meira en vesæla 1000 punkta einu sinni á ári. Hvar er stórmennskan í því? Hvar er manngæskan í því? Ég sé aðallega bara hræsni í því; verum góð en alls ekki neitt betri en við nauðsynlega þurfum að vera upp á PR-ið. Oj.

Ferðin hálfnuð

Er á Kastrup að blogga hérna fyrir die-hard aðdáendur mína. Er búin að hafa það ótrúlega gott í Danmörku hjá Júlíusi bróður, Addýju og börnunum; aðallega bara borða, sofa og leika mér við frændsystkinin. Sem eru, needless to say, skemmtilegustu og frábærustu og fallegustu og klárustu börn í heimi. Kem til landsins klukkan hálffjögur að staðartíma, jibbí.

Meira síðar, lifið heil og gleðileg jól!!

föstudagur, desember 19, 2003

Prófin búin!!!

Heh, búin að lifa fyrsta misserið af. Á bara eftir að fara yfir lokapróf í kúrsinum sem ég "kenndi", svo bara ahbú. Húrra!!!

Annars hafa fæst orð minnsta ábyrgð, svo ég sleppi því bara að tjá mig um einstök próf. Er samt að átta mig á því að ég er bara venjuleg dauðleg manneskja en ekki snillingurinn sem ég hélt ég væri ;) ... er það ekki hollur lærdómur hverjum mikilmennskubrjálæðingi???

Thank y'all

for responding so quickly to our little nickname contest. On a small meeting in Brian's office today the suggestions were evaluated, and opinions were, to say the least, divided!!

Personally, I like the Balli basalt idea a lot. However, Brian doesn´t really deal in basalt, he´s more of a carbonate guy (gee, I hope I´m not revealing any ignorance here...). At least his rock samples all look like carbonates to me, but that may be because I am a basalt girl :)

Bo is, as Hallveig pointed out, a perennial favorite and explaining who the original is earned me a crash-course in American popular culture of the 70'ies. Unfortunately, Brian doesn´t think Bo sounds Icelandic enough... but before I could really defend this classic, Stína's comment came in and I nearly pissed myself laughing. It took some explaining what was so funny since I´m obvoiously the only one who has a chance of understanding the joke in the first go, but eventually everyone agreed that Brjánn rúskinn would be a runner-up for the final. Brian himself didn´t seem to be too impressed, and actually fancied Kata's suggestions more than any other. How about Bubbi? That´s also a classic, and an artist's name (although Brian's music couldn't be farther removed, both conceptually and otherwise, from Bubbi's).

From now on, only time will tell.

fimmtudagur, desember 18, 2003

An Icelandic nickname

for my friend Brian is being actively sought. Since Brian's Icelandic has seen its better days (or hasn't seen any days at all) he can't be very active in the search (although I have to admit that his treatment of "fatlafól" (can't remember if I taught him that or if he always knew. Next step is to have him singing Megas and Bubbi's song (its their song, right?)) and hopelandish "ússvæja" is adorable). I'm simply hopeless at nicknames (confirmed by the fact that in all my years, I´ve never answered to one myself) and so we need your help.

So, who's this Brian anyway? Well, seeing is believing. Check this out. Try the various links. Find out who he is!!! Then comment your suggestion here, or send it in the email. The search has begun. Reality blogging at its newest and best!!!!!

þriðjudagur, desember 16, 2003

Sakn

Síðast þegar ég skoðaði þessa síðu (fyrir hálfri mínútu) var allt bara frábært: Rúmlega tuttugu stiga frost, næstum logn, háþrýstingur og væntanlega heiðskírt, sem þýðir að sjálfsögðu stjörnur og norðurljós. MIG LANGAR!!!

mánudagur, desember 15, 2003

Gat ekki stillt mig

Eitt próf á dag kemur skapinu í lag. Þetta finnst mér alveg BRÁÐFYNDIÐ:



frá laggabloggi via hana Stínu

... sérstaklega að vera "mild mannered assasination victim" :Þ
Kannski einhver hafi gaman af að bera þetta saman við "Hvaða land ert þú?"-niðurstöðuna mína. Ég held ég verði að fara að verða aðeins meira hörkutól, svei mér þá. Eða lesa mér til um Gandhi.

Farin í hýðið

Hér er ástæða þess að ekki á eftir að heyrast mikið frá mér næstu dagana. Vonandi komumst við öll ósködduð frá þessu...

laugardagur, desember 13, 2003

Stekkjastaur og ungfrú Bombay

Það hefur varla farið fram hjá nokkrum manni að jólasveinarnir eru farnir að týnast til byggða og einn þeirra, hann Stekkjastaur, lét svo lítið að kíkja hingað til Íþöku. Við gerðum nú ekkert endilega ráð fyrir honum og settum því enga skó í gluggann og kallanginn kom því engum sætindum af sér. Hún Deepti okkar skilur þó skóna sína eftir við útidyrahurðina (eins og flest venjulegt fólk) og Stekkjastaur notaði tækifærið og laumaði einni svaka kartöflu oní hjá henni. Hún hefur greinilega verið óþæg, stelpugarmurinn.

Hins vegar er ekki við því að búast að fólk alið upp á Indlandi þekki venjur íslenskra jólasveina. Þegar hún fann kartöfluna starði hún lengi ofan í skóinn sinn og var mjög hugsi á svipinn. Svo beygði hún sig hægt niður og náði í kartöfluna og gekk með hana til mín eins og loftsteinn hefði fallið af himnum. Hún var alveg gáttuð, alheimurinn hafði bókstaflega tekið dýfu. Hvað í ósköpunum var eiginlega í gangi? Höfðu samleigjendur hennar gengið af göflunum? Eða falla kartöflur virkilega af himnum ofan?

Eftir stuttan lestur upp úr þjóðháttapistli Herdísar um jólahald á Íslandi, sem undirrituð skrifaði fyrir Hlynskóga-sambýlið sitt, rann upp ljós fyrir Deepti. Hún lofaði að vera þæg það sem eftir lifir til jóla, í þeirri von að næsti jólasveinn sem heiðrar okkur með nærveru sinni setji eitthvað skemmtilegt í skóinn!

föstudagur, desember 12, 2003

Að skilja hismið frá kjarnanum

Miðað við kommentaflóðið þá er annar hver Íslendingur nú þegar búinn að lesa um Stein. Hinn helmingur þjóðarinnar (sem er svo sem ekkert að flykkjast hingað endilega) drífi sig í að lesa um Stein sem fyrst.

fimmtudagur, desember 11, 2003

Ógissla klár?

Svaf svo mikið sem einn tíma í nótt. Nicht gut. Vil kenna koffeini um, þetta er merkilegur andskoti sem maður drekkur í lítravís til að halda sér vakandi og svo er maður hissa á að geta ekki sofnað! Var svo rotin þegar ég vaknaði að ég þurfti að reyna í fimm mínútur áður en mér tókst að slökkva á vekjaraklukkunni. Geri aðrir betur.

Prófið fór eins og það fór, enginn stórsigur hér á ferð held ég. Verst hvað ég er obsessive með svona hluti, ég held áfram að velta mér upp úr spurningum sem ég gat ekki svarað og læt þær m.a.s. vekja mig af órólegum svefni. Var mikið að reyna að troða fólki inn í jöfnurnar mínar í nótt milli svefns og vöku, spáði t.d. mikið í hvernig bekkjarfélagar mínir myndu passa inn í hornafallasöbstitút. Ætli Kleppur sé næsti viðkomustaður? Já, og stundum fannst mér ég sjá tölur og tákn bókstaflega frussast út undan augnlokunum. Samt var ég bara búin að drekka kaffi og Orku, ég lofa!!

Sem betur fer dreymir Letitiu líka morðmál og lögbrot og Deepti dreymir línulega bestun. Tuliku dreymir held ég ekki neitt því hún er hætt að sofa. We don´t have a life.

Fjör í Bergen

Ætli Ottó nashyrningur sé kominn á stjá aftur??

miðvikudagur, desember 10, 2003

I fyrramalid...

... verd eg ordin ogissla klar i thessu ollu... og tha er profid og svo um hadegid verdur allt lekid ut aftur... oder was, Herr Fritz??


d/dx sinhx = coshx

Og hana nu!

mánudagur, desember 08, 2003

Algert disaster!!!!

Það eru víst enn tvær vikur í veturinn hér í BNA (??) en engu að síður kyngdi niður snjó á austurströndinni um helgina. Ég nýtti tækifærið og dreif mig út á gönguskíði í dag á nálægum göngustíg. Ætlaði fyrst að æfa mig í nálægum kirkjugarði en hann var rammlæstur í dag, kannski það gangi betur næst. Besta útivera helgarinnar var samt í gær þegar ég hjólaði niður í bæ í vetrarátfittinu mínu og fraus næstum í hel á leiðinni niður eftir - til að komast niður í bæ þarf ég bara að setjast á hjólið og láta mig renna og passa að fara ekki of langt yfir hámarkshraða! Vindkælingin er sem sagt allsvakaleg á niðurleiðinni, en svo hitnaði ég vel á leiðinni upp eftir aftur. Erindið niður í bæ (það þarf að vera aðkallandi til að ég leggi á mig viðlíka ferðalag) var að fjárfesta í hinum ágætu göngu- og skíðastöfum sem ég spókaði mig með í dag.

Annars á að heita að ég sé að byrja að læra fyrir próf; lestraráætlunin er tilbúin og lítur mjög pró út, svo er bara að sjá hverjar efndirnar verða. Fyrsta prófið er á fimmtudaginn, stærðfræði, það er náttla soldið præorití að láta það ganga ókei. Jarðefnafræðin verður með teikavei-próf, við fáum tvo sólarhringa til að leysa það. Ég segi nú bara úff fyrirfram, yfireitt er ég minnst tvo sólarhringa með hvert sett af heimadæmum, hvað þá með heilt lokapróf! Vonum það besta. Nú, svo er það lífjarðefnafræðin, ég er búin að skamma tíeiinn svo mikið fyrir að láta okkur ekki fá almennilegt lesefni að kannski þorir hún ekki annað en að gefa okkur góðar einkunnir í skaðabætur, hver veit!?!?

Ekki gleyma: Fór í alveg ágætt partý í gær, mjög sivilíserað allt saman og krúttlegt. Tilgangurinn með boðinu var tvíþættur: Ein átti afmæli og vildi halda upp á það, hin er vön því að fjölskyldan haldi boð með vinum og kunningjum þar sem allir búa til jólaskraut við undirleik Johnny Cash sálugs að syngja fyrir fanga í djeilinu. Boðið var upp á feik glögg og svo sátu allir voða þægir að troða poppkorni og rauðum berjum á tvinna, nú eða að mála jólakúlur. Amen.

"I thought I could organize freedom

how Scandinavian of me".

Alltaf sami snillingurinn, hún Björk.

laugardagur, desember 06, 2003

Úti er alltaf að snjóa...

... sirka fimmtán sentimetrar af jafnföllnum snjó núna úti, og þá er nú gaman að vera til!! Meðleigjendur mínar eru nú ekki sammála mér, þeim finnst snjórinn HRÆÐILEGUR.

Í gær horfðum við á Gangs of New York á DVD, ég keypti diskana í haustfríinu í október en hafði ekki gefið mér tíma til að horfa á þá fyrr en nú. Enda myndin tæpir þrír tímar. Við vorum bara ágætlega sáttar, svoldið mikið blóð og gor og ofbeldi fyrir minn smekk (sérstaklega byrjunaratriðið þar sem blóðugum bardaga er breytt í e-ð sem helst líkist poppvídeói, aðeins og mikil dýrkun finnst mér). DiCaprio merkilega fullorðinslegur!

Annars minntu bardagasenurnar, með dramatísku undirspili og öskrum, mig á klausu úr einhverri afar fornri bók sem ég las e-n tímann fyrir löngu. Þar er bardaga lýst á mjög skilmerkilegan hátt, hvernig herjunum laust saman og þögninni sem brast á eftir stríðsöskrin í upphafi slátrunarinnar, allir voru þöglir og einbeittu sér að því að drepa. Þó einstaka vein heyrðist var sverðaglamur og hringl í brynjum og málmi næstum það eina sem rauf þögnina, auk dynsins frá hestunum. Þessi klausa hafði meiri áhrif á mig en nokkur bardagasena sem ég hef séð í bíómynd með tilheyrandi öskrum og látum. Verst að ég get ekki með nokkru móti munað úr hvaða bók þessi klausa er. Áreiðanlega eitthvað úr fornöld.

föstudagur, desember 05, 2003

Enn einn allnighter í þágu matematíkinnar

Að draga heilnáttung (e. to pull an allnighter) var fyrsta nýja orðasambandið sem ég lærði hér í Íþöku. Eina ástæðan fyrir þessum skrifum mínum núna er sú að enn einn heilnáttungur er í uppsiglingu, ég fer bráðum að hlusta á morgunútvarpið á Rás 2 með fréttir af færð og stormviðvörunum og hversu margir voru drepnir í nótt. Síðasti heimadæmapakkinn í stærðfræði er neflilega í vinnslu, halelúja, og hvenær er sosum betra að uppfæra blogg og fylgjast með gangi mála í föðurlandinu en þegar maður á að vera að heilda grimmt!! Stærðfræðigrýlan hefur nú sem betur fer mildast heilmikið að undanförnu og ykkar einlæg er bara orðin nokkuð flink :)

Annars stendur fyrir dyrum að rita hér smá pistil um Þakkargjörðarhátíðarferðalagið okkar Greg, þið getið farið að láta ykkur hlakka til!!

Bis später,
Euer Liebling Herdís sperrdís

þriðjudagur, desember 02, 2003

Leshring, takk

Hefur einhver ykkar þarna úti lesið "Life of Pi" sem ég talaði um fyrir ekki svo löngu síðan? Ég er alveg yfir mig hrifin af bókinni og vildi helst að ég væri enn í svona leshring eins og ég var í í MR í gamla daga, þegar við menningarvitarnir hittumst á Hressó til að ræða verk Laxness. Ótrúlega mikið að pæla í í þessari bók, táknmál og myndhverfingar og margræð orð. Mæli eindregið með lífi Pí fyrir alla, konur og kalla!

Ha ha, enn eitt próf!!

Atheist
Threat rating: extremely low. You may think you can
subvert the government, but if you should try
you will be smited mightily because God likes
us best.


What threat to the Bush administration are you?
brought to you by Quizilla

Feðraorlof

Ég vona að ég sé að oftúlka það sem ég las á þessari síðu... eða eru menn látnir taka pokann sinn og fara fyrir að ætla sér að taka feðraorlof? Þetta veldur mér áhyggjum, ég verð bara að segja það.

Much ado about nothing

Fór í morgun og kvartaði yfir ofninum mínum óvirka í þjónustumiðstöðinni hér í Hlynskógum. Næstu 4 tímana bárust mér sex tölvupóstar: Beiðni móttekin, beiðni móttekin, beiðni móttekin, beiðni móttekin, verk falið starfsmanni, verk falið starfsmanni. Kom heim í frumskógarloftslag í herberginu mínu og slökkti á ofninum. Kveikti aftur þegar farið var að kólna og viti menn, í kompaníi við hitann kemur ca. helmingurinn af gasinu, óbrunninn. Merkilegt nokk slökkti ég á ofninum, enda kýs ég að deyja frekar úr kulda en gaseitrun... svona til að dramatísera aðeins ;) Enívei, gaman þegar hver bendir á annan (til að verða ekki lögsóttur??) og engin gerir svo neitt af viti...

mánudagur, desember 01, 2003

Glamr glamr

Ofninn inni hjá mér er bilaður. Ég er með hann stilltan á hæsta og ekkert gerist annað en að ísköldu lofti er dælt inn í herbergið. Á meðan malar ofninn inni í stofu, og ofnarnir í öllum hinum herbergjunum þegar þannig stendur á, og dæla út trópísku loftslagi svo hjá vinum mínum gengur íbúðin undir nafninu Brasilía. Sérlega vel viðeigandi í ljósi þess að ég er eini heimilismeðlimurinn sem hefur mótmælt hitabeltisvæðingu íbúðarinnar.

Sem minnir mig á það sem ég hef ætlað að velta upp hér lengi: Sálfræði hita og kulda.

Allar meðleigjendur mínar eru frá heitum stöðum og eru ekki vanar löngum, köldum vetrum. A.m.k. ein þeirra hefur aldrei, les. ALDREI, upplifað vetur áður en hún kom hingað. Þegar við fluttum hingað nú síðsumars var enn mjög heitt hér í Íþöku og loftkælingin var alltaf á milljón innandyra, þannig að ég varð að vera vel klædd inni og afklæðast svo þegar ég fór út. Þetta voru meðleigjendur mínar mjög sáttar við, og ég lét mig hafa það. Svo kom haustið, laufin fóru að sölna og einhvern tímann snemma í október kom kuldakast með næturfrost. Þá, eiginlega frá einum degi til næsta, var hitinn skrúfaður í botn á öllum ofnum hér og honum hefur ekki verið breytt síðan þá. Þrátt fyrir að í millitíðinni hafi verið fínasta sumarveður, með hita utandyra upp í 16-20°C, hafa allir ofnar hér (nema minn, sá bilaði) verið á fullu og skapað hér ákjósanleg skilyrði fyrir Amazon-frumskóginn, ef hann er í plássvandræðum. Putting it mildly, þá gerir þetta mig geðveika!!! Sérstaklega frústrerandi er þegar ég kem heim seint um eftirmiðdag í íbúð sem er ca. 30°C og ofninn inni í Bombay á milljón, vitandi að íbúi Bombay fór í skólann á undan mér um morguninn og kemur sennilega ekki heim fyrr en undir miðnætti. Hvar er lógískin í því að steikja allt hér innandyra ef viðkomandi er ekki heima lengur en 8 tíma á dag, hvar af 7 og hálfur tími fara í að liggja meðvitundarlaus í bælinu?? ARG!!! Í ljósi þessa ætti ég bara að vera ánægð með að eiga bilaðan ofn og fá þannig ókeypis transport til Svalbarða.

Eina skýringin sem mér dettur í hug á þessu háttalagi er að stelpurnar upplifi veturinn / kuldann sem einhvers konar ógn og séu (líklega ómeðvitað) að reyna að banda honum frá sér með þessari hitunaráráttu. Þessi ótti, eða kvíði eða hvað þetta nú er, er auðvitað mjög órökréttur þegar það er ekki vetrarveður fyrir fimmeyring úti, og órökrétt ástæða hlýtur að vera eina skýringin á svona fjarstæðukenndri hegðun eins og ég hef verið að upplifa hér. Rök, eins og t.d. hitunarkostnaður (sem er, því miður liggur mér við að segja, innifalinn í leigunni) og sóun á orku og auðlindum, uppskera bara bros lituð af vorkunnsemi og óþolinmæði. Ég þori ekki einu sinni að segja þeim frá honum Henrik meðleigjanda mínum á Svalbarða vorið 2001; hann svaf við opinn glugga yfir háveturinn (sem er eiginlega stórvarasamt því heita vatnið getur frosið í leiðslunum) og var því morgunhressari eftir því sem hitamælirinn stóð lægra í herberginu. Ætli draumurinn hafi ekki verið að vakna með hrím á sænginni en hann náði því aldrei, ég held kuldametið hafi verið 3 eða 4°C!!

Enívei, það verður fróðlegt að sjá hvað gerist þegar kuldaboli kemur til Íþöku í alvöru.

Með stærðfræðidæmum um allan heim

Yfirleitt er hvert einasta stærðfræðidæmi heimur út af fyrir sig. Áfangastaðurinn sem hvert dæmi fer með mig á hlýtur að vera fall af því hvaða minningabrot er á ferð gegnum hugann þegar ég fyrst les dæmið. Í kvöld er ég m.a. búin að leysa dæmi um sendiboða Daríusar keisara, ömurlega hverfið hennar Lilyu og markað í Mið-Asíu þar sem tennur eru dregnar úr fólki meðan það er bundið við ljósastaura.

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Opið inn í tímann

Þessa dagana er ég að berjast í gegnum alveg ótrúlega magnaða bók (sem kemur bráðum í bíó) sem heitir Touching the Void (ég yfirgaf Pí litla í björgunarbátnum á Kyrrahafi með Bengaltígrinum en ætla að snúa aftur til þeirra nú á næstu dögum). Sú fjallar um tvo fjallgöngukappa sem lenda í ómanneskjulegum hremmingum í Andesfjöllunum. Annar dettur og fótbrotnar illa og hinn þarf að láta félaga sinn síga niður óralanga leið af fjallinu, gegnum óveður og grimmilegan kulda og miklar kvalir á stórhættulegri leið. Svo kemur að því að sá slasaði hrapar fram af ískletti einum miklum og munar litlu að hann taki félaga sinn með sér í fallinu. Klukkustundum saman eru þeir þarna aðskildir en samt algjörlega upp á hvorn annan komnir, hver á sinn mjög svo ólíka hátt; sá slasaði veit að reipið milli þeirra er eina lífsvon sín meðan sá óskaddaði veit að reipið á milli þeirra mun líklegast drepa hann, þungi þess slasaða draga hann niður og fram af brúninni. Hann gerir það eina sem hægt er að gera í stöðunni: sker á reipið.

Og víkur þá sögunni ofan í sprunguna. Þar hangir sá slasaði, frávita af kvölum og hræðslu, dinglar í lausu lofti og sér ekki til botns í þessari hrikalegu sprungu sem hann hefur hafnað ofan í. Hann öskrar og grætur og veinar og biður og þegir og gefst upp, fær móðinn á ný og allan tímann vitum við að uppi er löngu búið að skera á reipið.

Ég var frá mér heilan dag í skólanum núna nýlega, vitandi af manninum hangandi svona á skornu reipi og ekki enn komið kvöld uppi í rúmi til að vita hvernig fallið yrði.

Merkileg frásagnarlist.

þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Eg vann!!!

Jibbi, eg vann kok i tappa i landi allsnaegtanna. Hurra!!

Viðbætur: Já, "kok i tappa" er ekki alveg auðþekkjanlegt sem kók í tappa, svona þegar maður þarf að blogga einhvers annars staðar en á Skottu.

laugardagur, nóvember 22, 2003

Leti og ómennska með afbrigðum!!

Síðan í stærðfræðiprófinu á fimmtudagskvöldið var hef ég verið í einhverri gríðarlegri afslöppun, bara látið allt sem heitir skyldurækni og stress alveg eiga sig. Ég tók afskaplega meðvitaða ákvörðun um að slaufa stæ-tímanum í gærmorgun (enda verið að fara í l´Hopital, eitt af því afar fáa sem ég man úr öldunginum í MH) og svaf á mínu græna til rúmlega hálfellefu (reyndar fór ég ekki að sofa fyrr en um þrjú-leytið, enda skipið hans Pí litla að farast úti á miðju Kyrrahafi og maður skilur ekki við vini sína í miðjum slíkum hremmingum). Dagurinn varð einstakelga ópródúktívur, fór í spjall við skrifstofufélagana og göngutúr á the Plantations með henni Meghan og hundinum hennar, honum Ripley, og innkaupaferð til að kaupa sushi-dót fyrir roll-your-own sushi-boðið sem jarðfræðingarnir héldu um kvöldið. Dagurinn í dag hefur ekki verið hótinu "betri" að þessu leyti, ég svaf frekar lengi og fór í skólann bara til að draga Greg (Brian nennti ekki) út á bóndamarkaðinn sem ég hafði aldrei heimsótt, nú svo var það kaffihúsaferð og bíógláp (fór að sjá Lilya 4-ever sem er búið að vera á stefnuskránni lengi). Massív leti!!!

föstudagur, nóvember 21, 2003

Merkilegur andskoti þessar tölvur

og það skal sko enginn reyna að segja mér að þær hafi ekki sjálfstæðan vilja!! Nú er hún Skotta mín t.d. búin að hafa mig að kjána í heila viku með því að opna bara gamlar netsíður fyrir mig. Síðan á fimmtudaginn var hefur neflilega enginn bloggur í mínum bloggkreðsi verið uppdeitaður, og eins og þið eflaust skiljið er það ekki norMalt, endurtek, EKKI norMalt, að m.a. Stína fína, Erna, Væla vein og Siggi pönk fari öll í bloggfall samdægurs. Enda gerðu þau það ekkert, nehei. Skottan hefur bara geymt síðurnar þeirra í minni sér og ekkert séð ástæðu til að trufla sítenginguna okkar til að ná í ferskar birgðir af bloggi handa mér, ég á hvort sem er bara að vera að læra og reikna diffurjöfnur og á bara að HÆTTA þessu Internet-vappi. Takk mamma Skotta. Ferskar birgðir kosta klikk á refresh-hnappinn, og hvernig í ósköpunum blessaðri kellingunni minni datt þetta í hug er mér hulin ráðgáta. Ætli það hafi eitthvað með geimveruleitina mína að gera??

Annars allt svona lala að frétta, gæti bitsast alveg massívt út í próf og heimaverkefni en nenni því eitthvað takmarkað svona seint að kveldi. Get þó deilt því með ykkur að síðasta heimaverkefni í jarðefnafræði tók mig ca. 25 tíma í vinnslu (ó en SPENNANDI!!!) og í kvöld var hið þriðja og síðasta og sívinsæla hlutapróf í stærðfræði. Fyrstu 60% voru ok og síðustu 40% voru ógissla þung. Gaman að svona jafnvægi og samræmi í hlutunum :) Kannski við fáum prófið til baka fyrir Þakkargjörð??

En toppurinn á vikunni var óumdeilanlega pósturinn frá Ernu vinkonu þar sem hún segist ætla að koma í heimsókn í öppsteitið í janúar. Húrra!!!

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Alvöru veður, loksins!!

Þegar ég fór í skólann í morgun var komið hálfgert vetrarveður, með blautu hagli og þyril-roki, ef svo má segja, um frekar hvassan vind sem ekki getur alveg ákveðið í hvaða átt hann á að blása. Þetta fannst mér að vonum æðislegt. Á leið heim úr skólanum eftir langan og strangan og leiðinlegan dag var mér til mikillar hugarhægðar enn þetta veður, rok úr öllum áttum og smá snjóflyksur á stangli í vindinum. Ég gekk meðfram gilinu eins langt og stígurinn nær í stað þess að ganga eftir götunum, til að reyna að hreinsa hugann af pirringi og neikvæðum hugsunum, og það var virkilega gott að heyra í rokinu í sölnuðum laufum trjánna, sjá trjástofnana svigna undan vindinum og snjóinn þyrlast í loftinu. Nú sit ég við skrifborðið mitt að læra og hlusta á vindinn, við undirspil Sigurðar Flosa og Gunnars Gunnarssonar á Sálmum jólanna... algjör snilldardiskur sem má spila á hvaða árstíma sem er.

Annars hefur veðrið hér verið alveg stórfurðulegt að undanförnu, í gær og fyrradag var t.d. svo hlýtt að maður gat verið úti bara á þunnum bol, og sumir (engar sumar) sprönguðu m.a.s. um í stuttbuxum. Reyndar er ég alveg sérstaklega óhrifin af þessari stuttbuxnamenningu hér, það er eins og karlmenn hér geri sér ekki grein fyrir því að kafloðnar spírur undan alltof víðum pokandi hnésíðum brókum er ekki sérlega sjarmerandi sjón og því nóg að þurfa að umbera hana yfir heitustu sumarmánuðina. Ég vona bara að þeir haldi ekki að þeir séu að gera okkur kvenþjóðinni einhvern greiða með þessum klæðnaði!!

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

Ljota vesenid

Mikid er eg ordin ogissla threytt a thessum kursi sem eg er ad kenna i. Nu er eg buin ad eyda kveldinu i ad kenna labb i e-u sem eg hef ekki mikid vit a (en skil tho), hluti af thessu er ad undirbua labbid. Ok, thad gerdi eg i gaer og for svo med gognin til professorsins i dag og syndi honum (var nattla ekki buin ad fullvinna gognin eins og nemendurnir eiga ad gera) og honum leist bara vel a, allt i himnalagi. Svo kem eg hingad i labbid og byrja ad kenna, tha kemur i ljos ad i verklysingunum hans stendur ekki steinn yfir steini og allt fer i fokk. Svo eru thessi krakkagrey ad vinna af ser rassinn og fa endalaust rettar en samt vitlausar nidurstodur thvi gognin eru vitlaus - eda rettara sagt verklysingarnar. OTHOLANDI!! Fyrir tilviljun (professorinn var ekkert ad segja mer fra thessu, enda liklega ekki vitad af thvi thar sem hann hefur ekki lyft litla fingri fyrir kursinn undanfarin 15 ar) fann eg i tolvunum her skyrslur fra thessu labbi fra tvhi i fyrra, og thar var urvinnslan a gognunum allt odruvisi, endurtek, ALLT ODRUVISI en hann hafdi gefid fyrirmaeli um.

Eg held eg neydist bara hreinlega til ad drifa mig i verkfall.

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Uforskammet, for helvete!!

Hún Deepti meðleigjandi minn á ammæli í dag og við hér búnar að baka köku und alles, svo kemur Deepti bara ekkert heim! Uss og fuss, við erum sármóðgaðar...

... eða bara uggandi um heilsu hennar. Hún er ALLTAF að læra. Svo þurfti hún að fara í próf í kvöld og við vorum nú bara nokkuð vissar um að hún kæmi heim strax eftir það og fengi þá, sér að miklum óvörum, heita brání beint úr ofninum með ís og namminamm. Hingað komu m.a.s. þrír vinir hennar sem öll eru samt að skila e-um verkefnum eða fara í próf á morgun. En afmælisbarnið? Týnt og tröllum gefið, meðan bráníin kólnar frammi á borði. Mu.

Hinsta kveðja

Ég er svo meyr í mér að þegar ég las kveðjubréfið hennar Sinead á síðunni hennar komst ég bara við. Synd og skömm að hafa aldrei séð hana á tónleikum. Fór neflilega áðan inn í plötubúðina við skólann og keypti kveðjualbúmið hennar (á útsölu, búðin að hætta... bö) og er að hlusta á þá núna. Hef alltaf verið sérlega hrifin af þessu lagi, ekki síst því textinn er svo magnaður, alveg eins og textinn við titillag annarrar plötu hennar (sem ég komst yfir, alla vega),þetta kunni ég náttla utan að bæði aftur á bak og áfram í gamla daga. Og auðvitað þetta, varla hægt að eiga betra lag í sarpinum til að setja sem síðasta lagið á síðasta diskinn sinn.

Bíódagar

Cornell-bíóið er alveg ágætt. Svona artí-fartí bíó sem sýnir líka "venjulegar" myndir inn á milli, svona Karíbahafs-sjóræningjamyndir innan um Fassbinder-festivala og mis-obscure myndir frá fjarlægum heimshornum. Við Nicolas skelltum okkur einmitt á "Die Ehe von Maria Braun" í gærkvöldi og vorum mjög hrifin, stefnan sett á að fara að sjá Fox og vini hans í næstu viku og hin bitru tár Petru von Kant í þarnæstu. Dagurinn í dag er einmitt kjörinn fyrir bíógláp, rok og rigning á la Reykjavík!

sunnudagur, nóvember 09, 2003

Kommentakerfið komið

Mig langar bara að vekja athygli ykkar á því að ég hef fórnað tíu mínútum af lífi mínu í að setja upp kommentakerfi á síðuna mína, ykkur er meira en velkomið að notast við þetta kerfi til að segja mér hvað bloggurinn minn er frábær og hvað þið hlakkið ógúrlega til að sjá mig um jólin... eða eitthvað.

Frí og aftur frí

Tjah, núna rúlla fríin bara inn eitt af öðru. Eftir rúma viku (eða rúmar tvær vikur, ekki alveg viss og nenni ekki að gá) er Þakkargjörðarhátið sú sem landar mínir eru alveg að verða búnir að ná að apa eftir stóra bróður í vestri, og svo eftir nokkrar vikur (langar ekki að vita eftir alveg hve margar, nóg að vita að einhvern tímann verða þær allar liðnar) byrjar svo hæstvirt jólafríið. Stefnt er á ferðalög í báðum þessum fríum, skal þeim plönum nú lýst:

Þakkargjörðarhátíðin verður haldin hátíðleg með the quintessential American family (að sögn snargeðbilaðri, það er ágætt því ég er svo vön svoleiðis löguðu heiman frá ;), þ.e. fjölskyldunni hans Gregorís skólafélaga míns. Hann er góðhjartaður maður og bauð litla Íslendingnum í geimið svo hún fengi nú áreiðanlega að upplifa alvöru bandaríska þakkargjörðarhátíð. Fjölskyldan býr í Maryland og þangað ætlum við að aka á skrjóðnum hans Greg á miðvikudegi, belgja okkur út af mat og fara í sjómann við afa gamla, fara svo e-ð að flakka um austrið og koma til baka til Íþöku á sunnudegi. Gaman gaman. Það er vonandi bara að fjölskyldan fari ekki að gruna drenginn um græsku þegar hann svo kemur í jólafríinu heim með argentínsku kærustuna!!

Nú, og flugmiðinn til Gamla heimsins kom í póstinum á föstudaginn. Ég flýg heim 21. des eftir undisslegum krókaleiðum verðlagningarkerfis Flugleiða, ber skerið mitt (quoting jákvæðan kvenkyns bandarískan túrhest fyrir mörgum árum síðan: "Who would EVER want to live on this piece of shit??") augum í ca. hálfan annan tíma og svo áfram til Köben. Eftir vikudvöl hjá bróður mínum og fjölskyldunni hans (og á djamminu með Gunnari Hrafni, ja, mein Name ist Gisela) fer ég svo heim til Íslands og þar er sko margt á döfinni, m.a. heilt brúðkaup hjá honum Teiti bróður mínum (stjúpbróður, to be precise) og Ingunni kærustunni hans. Iiii, hvað það verður gaman. Svo eru náttla fjölskyldan og vinirnir sem verður að hitta... ég hlakka bara alveg massívt til!

Dýravernd...

Vá hvað ég á erfitt með að skilja fólk sem ekki borðar dýr af samviskuástæðum, allra síst dýr sem veidd eru úti í náttúrunni, og fær hroll yfir myndum af Grænlendingum eða Japönum að veiða hvali í flæðarmálinu og "oj allt vatnið var bara RAUTT"... og vill að Eskimóar drullist bara út úr íglúunum og éti Kókó Pöffs og annan nútíma og hendi selskinnsstígvélunum sínum á bálköst Grænfriðunganna sem komnir eru í heimsókn með rétttrúnað og Varðturna. Er ekkert sérlega æst í að skilja þessi firrtu attitúd, þó það gæti nú eflaust verið áhugavert, sérstaklega ef í boði væri harðfiskur, sviðakjammar og svartfugl að japla á meðan á umræðum stæði!!

föstudagur, nóvember 07, 2003

Prílipríl

Dreif mig í kvöld með Hlynskóga-sambýlinu að klirra í stærsta innanhússklifruvegg N-Amríku sem er einmitt hér á kampus. Ooo, það var ógissla gaman og ég er svo þreytt í handleggjunum að ég get varla slegið á lyklaborðið. Agaleg leti og ómennska að hafa ekki drifið sig fyrr. Nú er bara stefnt á að fjárfesta í kalkpoka (svo ég renni ekki af veggnum jafnoft) og draga e-a af félögunum með í klirrið. Æi, þetta er svo ágætt.

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Verum meðvituð!!

Hún Kidda vinkona sendi mér þetta, mæli með þessu sem ágætis upplyftingu og hugsanavaka í skammdeginu.

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Aldrei fullorðin!!


My inner child is ten years old today

My inner child is ten years old!


The adult world is pretty irrelevant to me. Whether
I'm off on my bicycle (or pony) exploring, lost
in a good book, or giggling with my best
friend, I live in a world apart, one full of
adventure and wonder and other stuff adults
don't understand.


How Old is Your Inner Child?
brought to you by Quizilla

Frá henni Stínu fínu í Strumpalandi

mánudagur, nóvember 03, 2003

Endurfundir

Fór í bókabúðina á kampus í dag og gleymdi að kaupa blý í blýantinn minn (sem var erindið) en týndist þess í stað í general science- og stærðfræði-hillunum. Gekk út með Guns, Germs and Steel sem var stolið af hostelinu sem ég gisti á í Bariloche, sælla minninga eða hitt þó, þegar ég var búin með 4 kafla, og bleika stærðfræðibók sem heitir How to Solve It. Afar aðlaðandi nafn, ekki satt?? Og nú hlakka ég bara til jólafrísins!!!!

Láttu mig vera...

... helv. stærðfræði!!!

Ég sver það, stærðfræðiguðinn situr þarna uppi í sínum fílabeinsturni og hlær að mér. Það var próf í stærðfræðinni núna á fimmtudaginn og ég sat og lærði eins og berserkur alla vikuna. Mér gekk bara vel að læra og skildi allt og var bara sátt, með skothelt formúlublað og ca. 95% skilning á efninu að eigin mati. Hvað gerist??

Jú, klukkutíma fyrir prófið tek ég loks eftir því að formúlublöð eru ekki leyfð á prófinu. Á síðasta prófi sem ég tók (í öðrum kúrsi, nb.) mátti hafa svoleiðis björgunarhring á sér og ég hafði aldrei gert ráð fyrir öðru en að það mætti líka í þessum kúrsi. PANIKK!!! Hver getur lært allar formúlurnar á klukkutíma??? Heilinn fór algjörlega í baklás og prófið var eftir því. M.a.s. dæmi sem ég hefði átt að geta án helv. blaðsins fóru í vaskinn út af hreinræktaðri panikk minni. Um helgina reiknaði ég prófið aftur, og af samanburði við það sem ég sá þegar ég fékk prófið til baka í morgun sýnist mér að ég hafi tapað 25 stigum í baklásnum. ARG!!!

Ég sem hélt ég væri moll!!!


eflatmajor
Eb major - you are warm and kind, always there for
your friends, who are in turn there for you.
You are content with your confortable life and
what you are currently achieving; if you keep
in this state you will go far.


what key signature are you?
brought to you by Quizilla

Halló-vín

Það var nú alveg á mörkunum að stuðboltinn hún ég ætlaði að nenna í eitthvað helv. hallærislegt grímubúningapartý á Hallóvín-kveldi. Ég lét mig nú samt hafa það, eins og sönnum fyrrverandi mannfræðinema sæmir, og viti menn, það var ÓGISSLEGA gaman.

Fyrsta mál á dagskrá var náttla búningur. Hvar á maður að finna svoleiðis seint um eftirmiðdag samdægurs? Hmmm... var að hugsa um að stela búningnum hennar Ernu vinkonu og vera hillbillí en eftir stutt rölt niðrí bæ var ég farin að spá hvort allir í Íþöku ætluðu að vera hillbillí líka - þar til ég loks fattaði að hér ERU allir hillbillí. Ekki sniðugt að dressa sig upp sem mock hillbillí. Kútvelti, og ákvað að vera bara glamúrus svona for en gangs skyld. Minnug þess hvad hún Dóró kærastan hans Markúsar hafði verið hrikalega flott e-n tímann fyrir löngu í e-u partýi með svona pallíettu- og fjaðragrímu ákvað ég að vera bara í því lúkki, og keypti alveg guðdómlega flotta grímu úr vínrauðu flaueli með gylltum pallíettum og fjöðrum, og vínrauða fjaðra"slöngu" (sem Letitia kallar bóuna) til að vefja um hálsinn. Geðveik pæja!!!

Partýið var haldið í kommúnu rétt við kampus, þar sem stúdentar með (væntanlega stórhættulegar) samvinnuhugsjónir búa saman í stóru húsi og skiptast á að elda matinn og þrífa klóið og halda huges partý. Öll jarðhæðin hafði verið strípuð af húsgögnum, og eiginlega bara strípuð almennt, og fyllt af fólki í ótrúlegustu múnderingum. Þegar ég segi fyllt meina ég fyllt, það voru áreiðanlega 200 manns þarna þegar mest var, og það finnst mér mikið fyrir eitt hús. Ég varð alveg fimm ára aftur þarna, hoppaði næstum af kátínu yfir öllu þessu skrýtna og skemmtilega sem fyrir augu bar og þegar Lína Langsokkur birtist var ég hálfhissa á að hún skyldi ekki halda á hestinum sínum í annarri hendi.

Í gærkveldi hélt svo Halló-vín áfram (án víns þó í þetta skiptið) þegar við skólafélagarnir tókum okkur frí frá bókunum til að sjá uppáhaldið mitt hann Johnny Depp í Pirates of the Caribbean. Oh, mér finnst hún æði, ég elska að geta slökkt á raunveruleikanum í smástund og bara horfið inn í annan heim, alveg eins og í partýinu. Er hallóvín ekki til þess gert???

fimmtudagur, október 30, 2003

Timing is everything

Ég verð bara að sýna ykkur byrjunina á ritstjórapistli nýjasta tölublaðs Nature:

"Timing is everything

If you're a morning person, you know how hard it is to function properly late at night. And don't even think of getting a night owl to talk sense at daybreak. Yet our society largely ignores these important differences. "

Svo heldur hann áfram og leggur til að samfélagið aðlagi sig að mismunandi dagsryþma fólks og að peningum verði veitt í rannsóknir á honum.

Sem mjög afgerandi B-manneskja, sem fer í gang upp úr kvöldmatarleytinu og vinnur best á nóttunni vil ég taka heilshugar undir með greinarhöfundi og lýsi mig stútfulla gleði yfir að sjá loks fyrirbærið tekið fyrir á virðulegum vísindalegum vettvangi. Ég hef ekki tölu á því hve oft ég hef verið kölluð letibykkja og drollhænsn etc. fyrir að geta ekki með nokkru móti komist á fætur á morgnana; hvernig má annað vera þegar ég er glaðvakandi á nóttunni?? Hvers á ég að gjalda, og öll hin B-in, að lifa í heimi kengruglaðra morgunhana?? Við viljum uppreisn æru! Aldrei aftur fyrirlestrar klukkan 8!!!

þriðjudagur, október 28, 2003

Small is beautiful...

... eða það finnst mér. Á sama tíma og risabankarnir Bank of America og FleetBoston ganga í eina sæng til að ráða 10% af markaðinum hér í BNA yfirgef ég skipið og geng til liðs við litla Fingravatna-sparisjóðinn. Ég er næstum nógu mikill kommi til að ganga í Valkostinn, en of löt til að nenna að fara niðrí bæ í hvert sinn sem ég þarf að komast í banka. So much fyrir hugsjónir...

mánudagur, október 27, 2003

Jólahjól

Úps, gleymdi því almerkilegasta: Fer líklega til Danmerkur að heimsækja bróður minn og fjölskylduna hans um jólin, hann og Addý konan hans eiga þessi tvö sjarmatröll og ég má ekki láta uppvöxt þeirra alveg framhjá mér fara!! Svo verð ég í ca. viku á Fróni eftir Danmerkurdvölina, jibbí!!! En allt veltur þetta á því að ég fái miða á viðráðanlegu verði, eftir því sem ég best veit er verið að vinna í málinu...

Með svona skemmtun í vændum er ekki laust við að ég hlakki til jólafrísins!!!

skemmdir

Djö... er maður fljótur að skemmast. Ég var að kíkja á pappíra sem ég tók með að heiman og A4-brotið virkar bara eins og e-r geðveik lengja. Alveg eins og letter-brotið virkaði svo kubbslegt fyrstu dagana hér. Já já.

Helgin var fín. Fór í leikhús á föstudaginn að sjá stúdenta setja upp stykki um morðið á ungum homma í Laramie, Wyoming, fyrir 5 árum; alveg ágætt stykki og mjög metnaðarfullt af svona áhugamannaleikhúsi að setja upp sýningu þar sem sviðið er alltaf fullt af fólki og allir leika minnst 5 hlutverk. Á laugardagskveldið fór ég svo að borða sushi á japönskum veitingastað rétt hjá skólanum, sushi er svo GOTT!!!

Nú, og svo hefur bara rignt eins og helllt sé úr tveimur fötum samtímis í allan dag og gær líka. Fór af því tilefni og fjárfesti í regnhlíf, hún er kolsvört og agalega smart og mér finnst ég vera algjör pæja með hana. Svo er dropahljóðið svo þægilegt...

laugardagur, október 25, 2003

Einelti

Hún Stína vinkona er einn af aðalskipuleggjendum ráðstefnu um einelti sem var haldin fyrr í dag. Ég ætlaði að lesa um afrek vinkonu minnar og fór á mbl.is, en þar var nákvæmlega ekkert að finna nema í gagnasafni sem maður þarf að greiða fyrir aðgang að. BÖÖÖÖ á Moggann!!! Og Stína, ég er ekkert smá stolt af þér. Áfram stelpa!!

föstudagur, október 24, 2003

Úff

Gasalega er þetta nojuð administration í Hvíta húsinu. Er ekki bara hægt að gefa þeim kvíðastillandi, senda þá í Laser-Tag og gefa okkur hinum frið til að vera til??? Og segja þeim á hverju kvöldi fyrir svefninn að það sem maður vill ekki að aðrir geri sér, það skuli maður ekki öðrum gera.

ánægð með...

... þetta!

Morgunvaktin...

Mikið er nú skemmtilega súrrealískt að hlusta á Morgunvaktina og umræður um tjúttið á Raufarhöfn með heimalærdómnum um miðja nótt. Æ lov ðí Innternett.

Og blogginn hennar Vælu Veinólínó, hún fornvinkona mín er algjör schnillingur á bloggfrontinum, eins og á öllum öðrum :)

Raufarhafnarbúar eru víst duglegir í sjálfboðavinnu. Og listrænir með afbrigðum, og "þetta hefur verið alveg bara ferlega skemmtilegt". Húrra!!!

"Once upon a time not so long ago":

The test of our progress is not whether we add more to the abundance of those who have much; it is whether we provide enough for those who have too little.
- Franklin D. Roosevelt

Það er ég viss um að núverandi forseti forðast spakmæli dagsins hjá Cornell eins og heitan eldinn!!!

miðvikudagur, október 22, 2003

Jibbí!!!

Mér gekk heilum betur í jarðefnafræðiprófinu en ég hafði reiknað með. Húrra!!!

Callas rúlar

Vá hvað hún Callas er mögnuð. Svona snilld nær langt út yfir gröf og dauða!!

mánudagur, október 20, 2003

Sidasta vigid fallid?

QUOTATION OF THE DAY

"Consumerism as a term is no longer seen as a bad word and the acquisition of material things is no longer seen as going against Indian traits."
YOGESH SAMAT, the chief executive of Barista, a chain of 125 coffee bars in India.




Ur NYTimes.com

Stiklur

Nú verð ég að bregða mér í gervi Ómars kallsins og stikla á stóru yfir undangengna "stórviðburði" svo ykkur fari nú ekki að leiðast þófið og hættið að kíkja á síðuna mína.

Akkúrat núna er mér efst í huga próf sem ég er að fara í á þriðjudaginn, enda er ég búin að neita mér um þrjár bíóferðir þess vegna og vera iðin sem því nemur við lestur. Eða þannig. Ég á ekki von á að þessar þrjár bíóferða-afneitanir skili sér í stjarnfræðilegum einkunnum, en þær verða vonandi til þess að ég nái prófinu með aðeins meiri sæmd en að slefa. Ég er rétt að byrja að sjá samhengið í hlutunum en ekkert mikið meira en það; ég finn samt að aukinn skilningur er rétt handan við hornið. Æi, það er alltaf svo gaman þegar maður loks skilur eitthvað, mómentið þegar vitrunin kemur er algjörlega gulls ígildi :) Vonandi að hún komi á morgun... þetta er nú meira syndrómið í mér, að draga alltaf lestur og undirbúning fram á síðustu mínútu. Verð að fara að venja mig af þessu.

Hélt fyrirlestur og slædssjóv fyrir Hlynskóga-samfélagið (þetta hljómar eins og ég búi á e-u sambýli... sem ég náttla geri í vissum skilningi, verður maður ekki eitthvað skrýtinn af langskólanámi??) á föstudaginn, það gekk bara svakalega vel. Ég týndi fram smá sýnishorn af myndasafninu mínu og blaðraði eitthvað með um Íslendinga fyrr og nú, eldgos, virkjanir og önnur tröll sem dagað hefur uppi, og notaði flugkortið frá Landmælingum (sem ég fékk lánað hjá honum Helga sem var að byrja hér í doktor eins og ég) til að fljúga með viðstadda á þá staði sem við vorum að fræðast um. Eða, til að gefa viðeigandi kredit eins og tíðkast í akademíunni, þá sá Helgi sjálfur um að fljúga með okkur, var nk. einkapílót samkundunnar. Mér fannst alveg hrikalega gaman að standa þarna og blaðra og hefði alveg getað eytt kveldinu í þetta, en það var búið að lofa skrílnum "Myrkradansaranum" með henni Björku (sem var endurskírð Bjorn á flæernum *tíhí*) svo ég varð að hemja málæðið. Mér til ótamdrar ánægju og jafnmikillar furðu h.u.b. tæmdist salurinn þegar ég var búin, það segir mér það eitt að ég hafi trekkt betur en Björk!! Eða kannski var það ókeypis pizzan... nei, höfum það frekar hinsegin, betra fyrir egóið ;)

Svo gerði leiðbeinandinn minn sér lítið fyrir og skrapp til Íþöku um helgina og gaf sér tíma til að hitta okkur nýju stúdentana sína. Ég rakst á hann í mýflugumynd á föstudeginum, bara svona til að taka í höndina á honum og segja hóvdjúdú??, en á laugardagsmorgninum hittumst við svona formlega til að spjalla. Þetta er mikill indælismaður, alveg bráðskemmtilegur og það sem mestu máli skiptir, a) með heilan helling af spennandi rannsóknahugmyndum sem mig alveg klæjar í puttana að fara að vinna að og b) finnst að fólk eigi að fá bæði jóla- og sumarfrí (ekki sjálfgefið í Amríggu). Hann talar mjög mikið og við Chris, hinn nýi stúdentinn hans, vorum bæði orðin dehýdreruð, vannærð og komin með sigg á rasskinnarnar þegar spjallinu lauk, næstum fimm klukkutímum eftir að það byrjaði!!!

Sem sagt, allt í furðanlega góðu ástandi miðað við aldur minn og fyrri störf. Nú bíð ég bara hentugs tækifæris til að slökkva á heilanum eins og eitt kveld og glugga í bókina sem ég fann niðri í íslenska kjallaranum hér; "Í biðsal hjónabandsins". Ha???

fimmtudagur, október 16, 2003

Annað asnalegt próf...

sem segir mér að ég sé...

HASH(0x871e1e4)
January


Which month are you?
brought to you by Quizilla


mánudagur, október 13, 2003

Einhverf?

Tók einhverfuprófið að fordæmi Múzaks. Er alveg ótrúlega lítið einhverf, skoraði bara 3 stig meðan meðalkvenmaðurinn skorar 15 eða eitthvað. Váts mar!
99 Red Ballons
"99 Red Balloons" (by Nena)
99 Decision Street.
99 ministers meet.
To worry, worry, super-scurry.
Call the troops out in a hurry.
This is what we've waited for.
This is it boys, this is war.
The president is on the line
As 99 red balloons go by.


Which 80's Song Fits You?
brought to you by Quizilla

laugardagur, október 11, 2003

Haustfrí..

... and the livin´ is easy...

Gasalega gott að fá smá frí, svei mér þá. Það er reyndar bara löng helgi, frí mánudag og þriðjudag, en það munar svei mér um minna. Sat fyrri partinn í dag og fór yfir próf og heimaverkefni, fór svo um þrjúleytið heim og náði í hana Deepti til að fara í búðir. Við ætluðum bara í ódýru tölvubúðina í mollinu en enduðum í alvöru innkaupaleiðangri og svaka skemmtilegum kvöldmat á pizzustað í bænum. Agalega gaman. Á morgun er svo planaður göngutúr í e-m nálægum state park með kunningja okkar frá Argentínu. Kannski við verðum heppin og fáum jafngott veður og var í dag, algjör rjómablíða sem í mínum huga á helst við í júlí. Samt fer svona sólskin alveg sérstaklega vel við haustlitina á laufunum, og ég tek sko myndavélina með í gönguna á morgun!!!

Spakmæli dagsins í boði Cornell:

To err is human but to really foul things up requires a computer.
- Paul Ehrlich, in "The Farmers Almanac, 1978"

Til að forðast allan misskilning verð ég að taka fram að þessu er á engan hátt beint gegn Skottunni...

föstudagur, október 10, 2003

...og meiri póstur

Fékk í dag bréf frá konu sem var á Nordstjernen í sumar. Hún átti 73 ára afmæli í ferðinni og vildi ekki fyrir nokkra muni að eitthvað húllumhæ yrði gert úr því, frábað sér að fá þjónana með köku og kerti og afmælissöng í miðjum kvöldverðinum. Það var alveg sjálfsagt mál að hlífa henni við afmælissöngnum en við vildum samt gera eitthvað fyrir hana. Hún er neflilega ein af þeim fáu farþegum sem hafa náð að komast inn fyrir skelina sem ég bý mér til utan um mig í vinnunni, og ég held að hinir gædarnir hafi upplifað hana á svipaðan hátt.

Doreen datt í hug að bjóða Juttu í kvöldmat á gædaborðinu (þar sem þreyttir gædar eru ósósíal... ;)); fram að því hafði hún borðað ein við borð með bók að félagsskap. Jutta varð svo glöð þegar ég spurði hvort hún vildi borða með okkur um kvöldið að ég vissi ekki hvert hún ætlaði, hana grunaði síst að unga fólkið gæti mögulega haft áhuga á að umgangast e-a gamla skruggu eins og hún sagði. Hún er rithöfundur og heimshornaflakkari að atvinnu og virðist ekki á leiðinni að setjast í helgan stein, alveg bráðskemmtileg og spræk og fær sér alltaf sína sígó úti á dekki fyrir svefninn. Undanfarin 50 ár eða svo hefur hún reynt að vera ekki á sama stað tvo afmælisdaga í röð og þar sem hún er rithöfundur hefur hún að sjálfsögðu skrifað um afmælin sín. Það fannst mér frábært og hún virðist hafa munað eftir þessari hrifningu minni á afmælisdagahugmyndinni, því í bréfinu sem ég fékk frá henni í dag var lósritað hefti sem inniheldur frásagnir hennar af öllum útlendu afmælunum hennar. Hún er snillingur!! Nú er haustfríið sem betur fer á næsta leiti og ég þarf ekki að hafa slæma samvisku yfir að líta aðeins upp úr vísdómsskruddunum og fara í ammælis-heimsreisu með henni Juttu pæju.

miðvikudagur, október 08, 2003

Sorrý Palli,

en pósturinn frá Alex kom í dag, og það eru ekki nema tíu dagar síðan hitt bréfið var sent af stað. Svona er að bíða óþreyjufullur, mér finnst vera orðið óralangt síðan ég frétti að póstur væri á leiðinni!

Nemendurnar mínar í 201 fara í próf á morgun og ég líka. Ekki í sama kúrsi náttla, heldur í lífjarðefnafræðinni. Sumir samnemendur mínir í LJE (kaninn talar bara í skammstöfunum, ekki seinna vænna að byrja að apa það upp eftir honum) eru nemendur mínar í 201 og eru því að fara í tvö próf sama daginn. I sure don´t envy them!!!

Jæja, jarðefnafræðin bíður. Heimadæmi, heimadæmi...

Pósturinn Páll...

... lætur bíða eftir sér. Ég er búin að bíða eftir pósti bæði frá pabba og Alex vinkonu í a.m.k. rúmar þrjár vikur. Skamm Palli!!

þriðjudagur, október 07, 2003

Mr. Darcy

Í gærkvöldi bættist enn við í aðdáendaklúbbi hans Colin Firth; við hér í E5 leigðum okkur nebbla Bridget Jones´s Diary sem undirrituð hafði enn ekki séð. Og viti menn, hann Mark er miklu meira æði í myndinni en í bókinni, aldrei grunaði mig að ég væri að lesa um svona svakalegt sjarmetroll eins og norsarinn segir. Einn svona, takk! Snee Hall er náttla beint á móti Myron Taylor Law School, spurning um að fara að kíkja yfir aðeins oftar ;)

sunnudagur, október 05, 2003

Hlynskóga-gengið

Ég gleymdi náttla að segja frá því að þrjár af fjórum íbúum Hlynskóga E5 eru hér, umkringdar karlmönnum á krúsi. Sú vinstra megin við mig á myndinni var eitthvað að reyna að fela sig bak við hann Martin; hún heitir Tulika og er indversk, hefur búið alls staðar þar sem hægt er að drepa niður fæti á plánetunni og stúderar tölvugrafík. Letitia, eða kætin eins og nafnið hennar þýðir, er sú með síða krudlaða hárið hægra megin við mig. Hún er frá Argentínu, er í master í lögfræði og finnst svo gaman að læra að hún ætlar að sækja um í doktor. Þessa dagana öfundum við hana allar mjög mikið því fall-breikið hennar er 10 dagar meðan við hinar fáum bara fjóra. Hún fer til NYC, við förum á skrifstofuna.

Botox og hulduhús

Er ekki kominn tími áa smá úppfærslu, ha? Mig dreymdi hana Alexöndru vinkonu í nótt; ég var á skrifstofunni minni að læra og allt í einu birtist hún í dyragættinni, kát og glöð. Þú mátt endilega koma oftar í heimsókn, Alex mín!!

Sem minnir mig á að það er ekki laust við að maður sakni vina og vandamanna heima, þó það fari nú lítið fyrir saknimannapósti í hólfunum þeirra. Það er svona að binda trúss sitt við doktors-vonnabí, við göngum hér inn í sjálfskipað Gúlag akademíunnar í nokkur ár og erum varla viðræðuhæf meðan á ósköpunum stendur. En hvað, þetta eru ekki nema 6 ár eða svo...

Já, klippingin. Það var ágætt. Ég hafði tekið jarðefnafræðina með trukki nóttina áður og ekki verið að hafa fyrir því að sofa mikið, enda hafa heimadæmi sem eru komin fram yfir síðasta skiladag eðlilega forgang fram yfir svefn. Því var ég nokkuð mygluð þegar ég mætti í skólann en reyndi að tjasla upp á sjálfið með fína flauelispilsinu og rauðu skónum og gylltum eyeliner. Sem gerði útslagið, lyfti baugunum undir augunum alveg upp í hæstu hæðir. Ég segi nú samt ekki að ég hafi verið eins og e-r glamúrdrottning í stólnum hjá henni Lynette, með bleikröndótta plasthettu á hausnum bundna undir hökunni... Enívei, hún vinnur hjá tvíburabræðrunum sem voru báðir þarna viðstaddir, að blása hárið á þreyttum amrískum úthverfahúsmæðrum og spjalla við þær og alla sem nenntu að hlusta um nýjustu fegrunaraðgerðirnar og innanríkispólitík Bush. Þeir verða víst næstum fertugir núna alveg á næstunni og sögðu viðstöddum frá því að þeir hefðu í sameiningu ákveðið að afpanta ferðina sem þeir höfðu ætlað að gefa sjálfum sér í ammælisgjöf og fara í staðinn í "age management treatment", i.e. lýtaaðgerð; tjasla aðeins upp í hrukkurnar á enninu og kringum augum áður en þær koma. Hva, segir íslenska verðandi ljóskan með bleikinguna í hárstrýjunum utan yfir bleikröndóttu plasthettunni, ætliði að fá ykkur Botox?? OH my God NO! *hneyxl* og þeir ranghvolfa augunum og hrista hausinn í takt; það endist bara í MESTA lagi þrjá mánuði!!

Eyddi gærdeginum í a) einkakennslu á einn af nemendunum í kúrsinum "mínum" (þessum skemmtilega eðlisfræðimettaða kúrsi sem ég er aðstoðarkennari í... moi??) sem heldur að helsta hlutverk TíEi-a sé að gefa nemendum svör við öllum heimadæmum áður en þeim er skilað inn, og b) heimadæmin í líf-jarðefnafræðinni, sem ég átti að skila á fimmtudaginn. Þetta var nú óttalegt pís off keik þegar til kom og m.a.s. alveg bara mjög gaman!! Nú, ég þorði ekki annað en að koma lausnunum heim til TíEi-sins, sem er nú reyndar labbfélagi minn, svo ég settist upp í bílinn sem ég er með í láni þessa dagana og brunaði af stað. Ég kann nákvæmlega tvær leiðir hér í Íþöku og nágrenni; leiðina í mollið og leiðina til Meghan (TíEiinn). Sénsinn að ég hitti átómatískt á þá réttu var sem sagt 50:50 og viti menn, ég valdi vitlausa leið. Var allt í einu komin í Grafarvog þegar ég ætlaði í Hafnarfjörðinn!! Sneri við og leitaði uppi réttu leiðina. Bíllinn á heima í sama húsi og Meghan, er í eigu meðleigjanda hennar sem er í Argentínu um þessar mundir. Ekki hjálpaði það mikið, greinilegt að bílar eru skynlausar skepnur sem ekki geta munað hvar þeir eiga í bílskúr höfði að halla. Skemmst frá því að segja að ég keyrði götuna fram og til baka 3var án þess að finna húsið þó ég hefði komið þangað tvisvar áður, fór heim í fússi og fletti upp korti á Netinu, fór út aftur og fann þá húsið eftir að hafa bara keyrt framhjá tvisvar!! Já, það er óhætt að segja að líf mitt sé stútfullt af spennandi atburðum.

föstudagur, október 03, 2003

Bremsufar...

Vá, talandi um að skíta á sig! Prófið í gærkveldi var nú bara kómískt, eða ég í þessu prófi. Mér fannst ég bara vera að taka próf í öðrum kúrsi en þeim sem ég hef verið að sækja tíma í, sat bara og skrifaði ritgerðir í prófbókina um af hverju ég teldi mig vera að fá e-ð bull út úr dæmunum, og fannst þetta bara svo sorglegt að það fór hringinn og varð óstjórnlega fyndið! Svo beið TAinn okkar við útganginn og lét okkur fá snyrtilega útprentaða lausn á prófinu; það er skemmst frá því að segja að þegar ég kom upp á skrifstofu til Meghan spurði ég hvort það væri til líkkista í húsinu :) Hrmff!!! enívei, ég held ég sé nú farin að skilja aðalatriðin í efninu, mig vantar hins vegar sárlega æfingu í að reikna. Æfa æfa æfa.

Er á leið í klippingu og litun, með tvenn heimadæmi due í gær á bakinu. Tek bara Skottu með mér og teikna línurit undir hárpurrkubelgnum. Það eru víst tvíburabræður sem báðir eru hommar sem eiga stofuna sem ég ere að fara á, eftir ráðleggingar frá Meghan. Gæti orðið gaman!!!

miðvikudagur, október 01, 2003

Sökka feitt

Djö... sökkar helvíts sólúsjonmanjúalinn feitt. Einhvers staðar stendur í honum að "we have worked every solution to ensure that it includes all of the steps necessary so you can follow the logical argument and algebra". Hver er þessi "you" eiginlega?? Ekki ég, það er alveg klárt mál; ég sit yfir þessu og bara fæ svo hjálp-ég-er-að-fljúga-út-úr-rússíbanan(-an-??)um-fíling yfir þessum stiklum á stóru. Úff. Kannski mér gengi betur ef ég færi ekki á bloggsíðuna mína á tíu mínútna fresti.... ehemm....

Eymd í öðru...

... eða kvaðratrótin af eymd... e fyrir eymd... á hvað stefnir eymdin? Þegar t (fram að prófi) stefnir á núll stefnir eymdin á óendanlegt...

þriðjudagur, september 30, 2003

Var það konsert eða kvöldljóð fyrir dömuna?

Fór í eymd minni (stærðfræðiprófið á fimmtudaginn...) á búðarölt á College Avenue í dag, þ.e.a.s. á þessum 50 m spotta þar sem eru einhverjar búðir. Ein þeirra (ehemm... hin, ef frá eru taldar matvörubúðir og búðir sem selja bara Cornell-lógó prentað á ótrúlegustu hluti) er svona plötubúð með hálftóma rekka. Ég þangað. Fann lítið, nema þá helst snilldarverkið Surfer Rosa með Pixies, en var of nísk til að tíma að kaupa eitthvað sem þóttist vera á útsölu án þess að vera það. Rölti yfir í klassíska rekkann og sá að hagur minn sem strympu færi þar mjög vænkandi, þar sem ég rak augun í tvær versjónir af blásturshljóðfæra-konsertum gamla popparans Mozarts. Ég sá neflilega amadeus sem barn og hef síðan þá verið svakalega heilluð af e-u klarinettu-verki eftir hann... og viti menn, klarinettu-undrið var tíundað aftan á disknum svo ég keypti hann (þann ódýrari, needless to say) og sprangaði heim á skrifstofu að fara yfir heimaverkefni og njóta vindanna í Vín á meðan.

Það kom nú hins vegar fljótlega í ljós að eitthvað hafði skolast til í minningunni, og eftir að vera búin að þaulhlusta á allan klarinett-konsertinn í bak og fyrir án þess að heyra einn kunnuglegan tón rann upp fyrir mér ljós: Ég var að leita að kvöldljóðinu hans Mósa "for winds" en ekki konsert. Huff. Erfitt líf. Hitt má þó konsertinn eiga að hann fer mjög vel í eyrum og léttir biðina eftir kvöldljóðinu verulega, svo ég vorkenni sjálfri mér afar takmarkað, ef nokkuð, út af þessu misminni mínu.

Myndir í boði Martin

Hér gefur að líta nokkrar myndir sem hann Martin, bekkjarfélagi Letitiu hinnar argentínsku, tók á siglingu á Lake Cayuga núna á föstudaginn var. Martin fór líka til Niagarafossa með Letitiu og mér og tók e-n slatta af myndum þar líka. Ef vel er að gáð má sjá undirritaðri bregða fyrir á nokkrum myndanna, nú og Letitiu líka, og Martin, og Tuliku meðleigjanda mínum, og Helga Ingólfi Íslending. Jamm og já.

mánudagur, september 29, 2003

Allt nema silfurskottur...

Við gætum opnað dýragarð hér í Hlynskógi E5. Nýjasta tegundin sem bættist í hópinn er pínulítil, nánast gegnsæ og gefin fyrir stærðfræði. Hún er með fálmara og skott og sást fyrst á rölti yfir lausnaheftið í stærðfræðinni minni. Henni var umsvifalaust snarað ofan í tóma plastdollu og sett plast yfir. Nú skulu sönnunargögnin geymd!

Fyrr í dag fann ég flugu með lítinn, eldrauðan haus hálfdrukknaða í appelsínusafanum mínum. Flugur eru nú sök sér svo ég drekkti henni bara, en litla bjallan sem vogaði sér að vera á rölti yfir eldhúsborðið á meðan fékk aðeins óvægnari dauðdaga. Hún var kramin í sundur. Hún var lítil og svarbrún með fálmara og litlar rauðbrúnar doppur á bakinu, kunnugleg sjón hér í íbúðinni undanfarnar tvær vikur eða svo. Alveg síðan meindýraeyðirinn kom í sína fyrstu heimsókn. Þangað til vorum það bara við stöllurnar, af sapiens-tegundinni.

Þessar fálmkenndu elskur hafa fundist víða um íbúðina, aðallega þó í eldhúsinu. Nokkrar hafa lagt undir sig land í svefnherbergjum, örfáar hafa sést inni á baðherberginu, ákveðinn hluti þeirra virðist fíla sig best rétt við eldavélina og a.m.k. ein var staðin að verki í könnunarleiðangri ofan í hnífaparaskúffu. Engar hafa þó hætt sér enn sem komið er inn í skordýragildrurnar sem komið var fyrir um allt eldhúsið eftir hávær mótmæli og miklar kvartanir frá okkur sapiens-íbúum hér, og þessi eina sem ég bókstaflega neyddi inn í gildruna spásseraði um á eitrinu langalengi meðan ég hélt henni í gíslingu þar inni; svo þegar ég þurfti að fara til dyra notaði hún tækifærið og skaust út aftur. Sérlega góð virkni. Mestur hasarinn er þó án efa í baunapokunum hennar Deepti, bjöllurnar bora sér leið gegnum plastið og í þurrkuðu baunakrásirnar, gata þær allar og bora sér svo leið inn í næsta poka. Angi af þessari iðju í mínum skáp birtist mér um daginn í formi drukknaðrar bjöllu í seríósinu mínu. Sérstaklega sjarmerandi byrjun á degi, ég verð nú bara að segja það. Nú bíðum við spenntar: Hvenær skyldu silfurskotturnar byrja að streyma upp úr niðurföllunum? Og kakkalakkarnir að hoppa á okkur í svefni???

sunnudagur, september 28, 2003

Þrumuveðrið

Í gær var alveg svakalegt þrumuveður. Nú er ég náttla orðin svo sjóuð í amrísku veðri að eitt stykki þrumuveður er ekkert til að kippa sér upp yfir, en þetta var bara alveg mega. Í svona sirka klukkutíma lýstist allur himinninn reglubundið upp af svaka eldingum, og þruman sem fylgdi einni þeirra var svo svakaleg að gluggarnir í stofunni bunguðust inn og maður fann þrýstibylgjuna á mallanum sínum og hann Nad sem var í heimsókn hoppaði upp úr stólnum og æpti: "Æ dónt vonna dæ!!".

laugardagur, september 27, 2003

Þráðlaus í Hlynskógum E5

Guð blessi tæknina, ég segi nú ekki meira þennan daginn. Þó trúleysingi sé.

Við stöllurnar hér í Hlynskógum E5 erum neflilega búnar að fá okkur Internettenginu heim í stofu, og til að þurfa nú alveg áreiðanlega ekki að taka tillit til hvor annarrar fengum við okkur þráðlausa græju, svo nú getum við verið allar samtímis á Netinu. Mjög hentugt, þá getum við bara hist á Messenger í staðinn fyrir að sitja allar saman í eldhúsinu :)

Hafði það annars af að ná mér í e-a óværu í gær og er búin að vera eins og hálfgerður eymingi í dag. Sat í sófanum með tortillaflögur (lífrænt ræktaðar, en ekki hvað) og ostadýfu og horfði á stærðfræðibókina mína og skildi ómögulega hvernig kvaðratrótin af tveimur í öðru gat verið tveir. Afrak dagsins á sviði stærðfræðinnar eftir því. Sem er frekar slæmt því fyrsta hlutaprófið er á fimmtudaginn. Það var nú samt ágætlega gaman í gær, Hlynskógar-félagslífsspírurnar höfðu skipulagt hópferð á siglingu á vatninu (Lake Cayuga, eða Kjúgaleik eins og sumir hér bera það fram) og við stöllurnar í E5 létum okkur ekki vanta (nema Deepti sem þurfti e-ð að skólast). Agalega fínt veður var og við fengum okkur einn lítinn Corona með læm og blönduðum geði við nágrannana og nutum þessa sýnishorns af náttúruparadís sem vatnið er. Voða krúttlegt allt saman.

föstudagur, september 26, 2003

Er líf eftir leggjuna?

Úps... ég sé það núna að ég er einum degi á eftir og búin að vera það í viku. Ég hélt það væri 25. í dag... og þá er bara kominn 26. Panikk!!!

Gærkvöldið var sérstaklega skemmtilegt. Ég fór heim kl. 6 (ha? bara snemma??) og ætlaði að kíkja í heimsókn til hans Helga sem á svona fansí flug-kort af Íslandi, þið vitið, svona græju sem fer með mann í sýndarflug yfir landið, voða flott. Ég ætla nebblað fá að nota það í erindinu mínu um Ísland sem ég held fyrir Hlynskógar-samfélagið um miðjan október... svo verður horft á Dancer in the Dark á eftir (kannski við ættum að hafa útsaumskvöld áður, sauma íslenskan aftursting eða e-ð í vasaklúta svo grátkórinn yfir DITD hafi e-ð þjóðlegt að snýta sér í). Eníveis, heimsóknin fór fyrir lítið því eftir kvöldmat (upphitað 3ja daga gamalt kjúllasatay) og smá 101 Reykjavík (sem ég fékk lánaða á íslenska bókasafninu hér við Cornell, algjör lifesaver) ætlaði ég bara að fá mér smá leggju, leggju sem entist í 13 klukkustundir eða þar til ég vaknaði kl 8:15 í morgun, búin að missa af stærðfræði og alles. Ég dreg þá ályktun af lengd leggjunnar að ég hafi verið orðin svoldið þreytt sem kannski er ekki svo skrýtið miðað við það að ég hafði sofið samtals í 12 tíma undangengnar 3 nætur.

En það er ekki eins og það séu e-ir æsandi karlmenn að halda fyrir manni vöku, a.m.k. finnst mér Vilhjálmur hvíti, höfundur jarðefnafræðidoddans míns og kennari í kúrsinum, ekki neitt sérstaklega æsandi. En ég verð víst að læra fyrir kúrsinn... og það sama gildir um stærðfræðina og líf-jarðefnafræðina... og inngangskúrsinn sem ég er aðstoðarkennari í... ég verð víst að geta hjálpað krökkunum. Ég er nú ekki neinn snilli á eðlisfræðifrontinum, ekki enn a.m.k. ;) en sum þeirra hafa þvílíkar ranghugmyndir og ná að misskilja allar spurningar þannig að mig langar bara næstum að gefa þeim kredit fyrir hugmyndaauðgi, sem ákv. mótvægi við skilning á námsefninu. Kannski eiga þau eftir að breyta gangi jarðvísinda með þessari gáfu sinni!! Held ég hætti hér, áður en ég fer að hljóma of patróníserandi.

Nú, og amríska bankakerfið lætur ekki að sér hæða. Meira um sérstaklega skapraunandi afskipti mín af bankarisanum Fleet hér síðar.

föstudagur, september 19, 2003

Feministinn týndur!!

Í gær hafði uppáhaldsbarmmerkið mitt það af að týnast. Ég er miður mín. "Cogito ergo feminista sum", bleikir stafir á svörtum grunni; and it is no more. Skæl og snökt. Fyrir utan að vera megakúl þá svínvirkaði það alltaf til að koma af stað umræðu um femínisma og jafnrétti, og það er svo gaman!! Á enn merkið sem Siggi Pönk lét búa til um sanna karlmenn, en íslenskukunnátta Bandaríkjamanna stendur í vegi fyrir sambærilegri virkni. Skæl og snökt aftur.

Icelandic, anyone??

This is for Greg and Brian. Perhaps Meghan will find it interesting as well...

fimmtudagur, september 18, 2003

Úti að skíta...

Djö... er ég úti að skíta í náminu þessa dagana. Á að skila heimadæmum í jarðefnafræði á eftir og er búin með 1/4, þessi fjórðungur tók mig ca. 3 tíma. Hinir 3/4 ættu skv. því að taka mig 9 tíma. Jibbí kóla. Auk þess voru skrifstofufélagar mínir að koma inn og standa æpandi yfir tölvunni vegna komu Isabellu hvirfilbyls. Argggg....

Þessi fyrsta færsla á alvöru íslensku byrjar sem sagt ekki vel. Mö.

Pollýanna dagsins: Fyrsti DVD-diskurinn er í höfn. Rattle and Hum með U2. Húrra!!! Ég man þegar ég var 14 ára og fór í Háskólabíó að berja goðin augum á hvíta tjaldinu, god, þvílík hamingja. Akkuru er ég ekki enn búin að sjá þá á sviði, læv!?!?!?

þriðjudagur, september 16, 2003

Hun a ammaeli...

Hvad er eg ad noldra yfir koflottum kossum og alika hegoma thegar eg gaeti i stadinn verid ad oska Sif vinkonu til hamingju med daginn?!?!?

Til hamingju med ammaelid, Sifin min!!!

og tho...

Ja, hvur andskotinn. Allar faerslurnar hafa sernumer, en thegar eg linka a faerslu fra 11. april 2002 fae eg siduna fyrir april 2002, ekki akkurat umraedda faerslu. Akkurru???

Thad er vist haegt!

Fyrir nokkru var mer bent a ad thad vaeri ekki haegt ad linka a einstakar faerslur a blogginum minum. Mer til mikils lettis er thetta ekki rett, thvi litli koflotti kassinn (t.d. thessi: #) lengst til vinstri undir hverri faerslu inniheldur linkinn. Haegriklikkid a kassann og veljid "copy shortcut", and you're all set!! Svo er thad bara spurning hvort einhverjum detti i hug ad linka a e-d af thessu bulli minu!!

Of taeknivaedd?

Ja, mig hefur lengi grunad ad einhvern timann kaemi ad thessu!

mánudagur, september 15, 2003

Felagarnir og fossinn

Jaja, bradum koma faerslurnar a alvoru islensku. Er bara ekki enn svo taeknivaedd ad eg se buin ad koma Silfurskottu i samband vid Netid. Oh, hun er aedi!!

Eldri grad-nemarnir her byrjudu ad spaeja um nyju incoming grad nemana strax i vor/snemma i sumar. Brian (nei, hann er ekkert llikur manninum a myndinni!!) og Greg fundu blogginn minn og eru bunir ad vera ad fylgjast med sidan thad var akvedid ad eg kaemi hingad, og eins og gefur ad skilja eru their voda spaeldir ad eg skuli hafa svissad yfir i islensku. Hi hi!!

Niagara fossarnir eru rosa fallegir. Thad er bara allt i kringum tha sem er alveg revolting. Ekki arda af ospilltu landi er eftir i kringum ana og fossana, allt er undirlagt af spilavitum og hamborgarabullum og turistasjoppum og Sheraton-hotelum og alika vidbjodi. Thar af leidir ad mer leid nakvaemlega aldrei eins og eg vaeri ad horfa a e-d natturulegt fyrirbaeri, thetta var meira svona "theme park" upplifun. Enda er eg gjorspillt thegar um er ad raeda magn af natturuupplifunum; thyskur ferdafelagi minn, Martin, helt varla vatni yfir thessum "otomdu natturukroftum" sem honum fannst hann vera ad upplifa. Thad var samt svaka gaman ad fara i "Cave of the Winds" (hellarnir hrundu fyrir 78 arum en enginn hefur enn nennt ad endurskira ferdina...) og i Maid of the Mist (tho Jim Carrey hafi verid vids fjarri...). Nu, og Waterloo mollid var algjor snilld, eg var mjog maalrettet thar og nadi ad graeja mig upp af naestum ollu sem mig vantadi a innan vid tveimur timum; bakpoki med Silfurskottu-holfi, fullt af handklaedum, buxur, skyrta, sokkar, eldhusdot... eg var mjog godur representative fyrir Islendinga thegar eg kom aftur i rutuna, hladin pokum og pinklum.

föstudagur, september 12, 2003

Living dangerously

Eg lifdi haettulega i gaerkvoldi og for a tonleika med listamanni sem eg thekki ekki haus eda spord a, vissi ekki einu sinni hvad madurinn heitir (oll nofn tynast i amriskum framburdi felaga minna her) og eda hvernig musik hann spilar. Svaka ahaetta!!

Umraeddur reyndist vera saxafonsnillingurinn Maceo Parker og hljomsveit hans. Eg do og for til himna, thetta var svo flott. Ogisslega gruuvi og kul. Allir blasturshljodfaeraleikararnir voru svona vel midaldra menn i hrikalega kul jakkafotum med bindi ad tjutta; gedveikt flottir. Verst ad eg var halfmedvitundarlaus af threytu, eg held i alvoru ad eg hafi sofnad standandi a e-m timapunkti. Svo voru tonleikarnir, tho godir vaeru, alltof langir. Bandid spiladi i thrja og halfan tima. Eg myndi nu sennilega ekki hafa neitt ad athuga vid thad ef eg hefdi verid med fullri raenu tharna inni, thad var bara ordid erfitt ad halda ser vakandi thratt fyrir allt fonkid!

Kraftaverk dagsins: Dellan min er komin. Lean and mean silfurskotta (hey, er thad ekki flott nafn a hana?!?!) (silfrud i stil vid uppahalds naglalakkid mitt!!) sem raular fyrir mig Best of Microsoft-songvapakkann og er bara algjort krutt. Eg er strax ordin mjog skotin.

Aetla ut i Little Thai House ad fa mer hadegismat.

miðvikudagur, september 10, 2003

Gedbilun, eda bara mikid kaffi

Midvikudagar eru verstir. Ekki spurning. Eda, til ad vera Pollyanna, minnst bestir.

Maeti kl. 8 i nyja staerdfraedikursinn (eg dangreidadi mig i staerdfraedinni, Stae N i raunvisindadeild HI er ekki alveg eitthvad til ad byggja a svo eg tharf ad byrja naestum a byrjuninni aftur. Ef e-r jardfraedinemi heima les thetta; mark my words og skradu thig i e-n adeins stadbetri kurs). Sit svo a skrifstofunni minni (eda fer ut i solina og thykist lesa medan eg er i raun ad slast vid maura og flugur og horfa a alla saetu undergrad-strakana... tihi) og reyni ad gera e-d af viti til 14:30, thegar verklegt i lif-jardefnafraedinni byrjar. Thvi lykur kl ca. 17. Tha gefst andrymi til kl. 19:30, thegar aukafyrirlestur i jardefnafraedi hefst. "Kennarinn" er skelfing fra A til omega, eg aetla ad maela med ad skolinn radi Stefan Arnors og Sigga Reyni i hlutastarf til ad kenna thennan kurs. Nu, skelfingunni lykur kl. 20:30, tha faeri eg mig um set yfir i naestu stofu, set upp tholinmoda brosid mitt og gerist daematimakennari. Kenni krokkum ad reikna ut aldur grjots og massa jardarinnar, allt hlutir sem, ef eg er dugleg, mer tokst ad laera daginn adur. Jibbi kola. Loks klukkan ellefu ad kveldi ma eg fara heim. Maeti svo kl. 8 daginn eftir, i daematima i staerdfraedinni minni nyju...

Sjarmerandi, ekki satt? Nu, hins vegar er ekki eins og madur hafi ekki eitthvad ad lata sig hlakka til. T.d. fann eg loks bleika femininstabolinn minn i gaer (eg hafdi vist trodid honum oni kassann med slaedssyningarvelinni og steingleymt thvi) og thar sem eg fann hann thegar eg var ad koma inn med oll fotin min ilmandi ur thvotti tha get eg latid mig hlakka til naest thegar tharf ad thvo, thvi tha thvae eg bleika bolinn. Jibbi!!! Svo fae eg kannski fartolvuna mina bradum, eg hlakka sko aldeilis til ad fa hana eftir ad vera buin ad borga hana og vera buin ad borga hana i heilar thrjar vikur og. Og rusinan i pylsuendanum er nattla a laugardaginn, thegar eg fer med althjodaskrifstofunni her og henni Letitiu, argentinska samleigjanda minum, til Niagara-fossa. Eg aetla sko i Maid of the Mist og sja hvort Jim Carrey, alias Brusi almattugur, bregdi nokkurs stadar fyrir, og borga offjar fyrir ad fa ad ganga undir fossana, og svo verdur m.a.s. stoppad i outlet mall a leidinni heim, "for dinner and shopping". Lifi Amrigga!!!!!

þriðjudagur, september 09, 2003

Uff...

Switzerland
Switzerland -
A neutral power for as long as most can remember,
it has avoided war for several centuries.
However, it is still considered highly advanced
and a global power.


Positives:

Judicial.

Neutrality.

World-Renouned.

Powerful without Force.

Makes Excellent Watches, Etc.


Negatives:

Target of Ridicule.

Constant Struggle to Avoid Conflict.

Target of Criminal Bank Accounts.



Which Country of the World are You?
brought to you by Quizilla


Jaha. Er serstaklega hrifin af "Makes Excellent Watches" og "Target of Criminal Bank Accounts". Gee, eg vaeri sko alveg til i ad komast yfir eins og einn af thessum glaepsamlegu bankareikningum theirra!! Og tho, styrkurinn minn her i Cornell er svo myndarlegur...

Ponkid

Mikid ogisslega er gaman ad lesa blogginn hans Sigga Ponk. Sumir thurfa sma but ur Bibliunni eda odrum vidurkenndum sannleika a hverjum degi til ad vekja sig til umhugsunar, hugarstrid ponkarans virkar best fyrir mig. Ertu nokkud a leidinni til Ithoku i Amriggureisunni thinni, Siggi?

mánudagur, september 08, 2003

Huggulegt...

I gaer keyrdi gomul kona a vegfaranda her rett hja Snee Hall og tok hann med ser, fastan undir bilnum sinum, ca. 20 m, thar til billinn hafnadi uppi a gangstett og stoppadi. Thad tok klukkutima ad losa gaurinn undan bilnum, med bada faeturna i mauki. I dag var varla talad um annad her en rettmaeti og naudsyn thess ad taka okuskirteinid af farlama gamalmennum. Er haegt ad vera a moti thvi??

sunnudagur, september 07, 2003

I gaer var party hja deildinni, eldri grad nemar budu okkur nyju grad-nemunum i grillveislu til ad bjoda okkur velkomin. Alveg hreint makalaust hvad vid erum mikid velkomin, thetta velkomin-bodastand hlytur ad vera ad setja gestgjafa um allan bae a hausinn.

Thannig ad eg akvad ad leggja mitt af morkum og koma, obedin, med eftirrett. For thvi ut i p&c supermarkad og fjarfesti i heilli gommu af banonum og hreinu sukkuladi. Folk i veislunni vissi ekki alveg hvad eg aetladi mer med thetta og horfdu a mig forvida medan eg risti bananana a hol og trod sukkuladimolum i tha. Svo var theim pakkad inn i alpappir (lifi Alcoa...) og radad a grillid, uns allt var ordid mjukt og heitt og jommi.

Thad er skemmst fra thvi ad segja ad retturinn vakti heiftarlega lukku og toldu veislugestir sig heppna ad hafa loks komist i kynni vid Islending og kulinariska leyndardoma heimalands hennar. Kannski thetta verdi ordid ad thjodarrett Ithoku adur en langt um lidur?

Annars er nu ekki hlaupid ad thvi ad komast i islenskt gummuladi her i Brandararikjunum, get eg imyndad mer. Eg var plotud til ad halda sma fyrirlestur um Island a studentagordunum minum, thetta a ad vera um midjan oktober svo eg verd ad plata einhvern heima a Froni til ad senda mer sma hardfisk og hraun!

Svo var eg ad finna ihaldid i Cornell. Allir ihaldsmenn hata og fyrirlita Ithoku og allt sem baerinn stendur fyrir, svo thad kom mer svoldid a ovart ad sja ad thad eru ihaldsmenn i skolanum; eg helt ad their hefdu vit a ad gera ser lifid ekki svo leitt ad flytja til eins sidasta vigis sosialismans i USA. Their gefa ut blad sem kemur ut a tveggja vikna fresti, thid aettud endilega ad kikja a thad her a netinu. Ungir ihaldsmenn virdast vera nakvaemlega eins heima a Froni og her i Ithoku, eina adferdin sem theim hugkvaemist til ad koma skodunum sinum a framfaeri er su ad kasta aur, skit og drullu yfir alla sem ekki eru jabraedur og -systur. Svo er skotid svo langt yfir markid, eins og t.d. her (i "lofraedu" um Ithoku), ad eg bara get ekki annad en hlegid:

"The entire place reeks. The cat-urine smell of organic food markets is narrowly overcome by the Pepe Le Pew green vapors floating from marijuana-drenched bandannas and sweat-stained tie-dyed shirts most Americans wouldn’t wear to work on their Harleys. The Ithaca Commons (pedestrian shopping district) is rather like an unwashed Chimpanzee cage at the zoo, except it has half the intelligence level, and no bars to restrain its vagrants."

Tha vitidi vid hverju thid eigid ad buast thegar thid komid i heimsokn!!

mánudagur, september 01, 2003

Hvorki Thai Choice Satay-sosa, ne nokkur Satay sosa, fast i P&C stormarkadinum sem ser mer fyrir lifsnaudsynjum thessa dagana. Eg var thvi byrjud ad sja fram a frekar ospennandi tilveru svona kulinariskt sed, enda Satay-sosa eitt af thvi sem gefur lifinu gildi. I fyrradag leiddist mer eitthvad thofid yfir bokunum og bra mer thvi a budarolt a College Av., sem er i nakvaemlega einnar minutu gongufjarlaegd fra Snee Hall, heimili jardvisindanna her i Cornell. Sem eg er ad maela ut hillurnar i einni mini-matvorubudinni birtist bara heill rekki af Sherwood gummuladi og jardhnetu-satay-sosuflaskan bokstaflega hoppadi a mig! Eg nattla fjarfesti i gripnum, orvita af gledi, og thaut heim ad elda mer kjuklinga-satay. Thvilik hamingja, madur lifandi. Maeli med thessu fyrir alla, konur og kalla.

I gaer var otrulega gott vedur, sol og steikjandi hiti. Mer fannst otaekt ad morkna/visna/frjosa i hel inni a skrifstofunni minni (sem er buin svo hathroudum loftkaelingarbunadi ad eg verd alltaf ad vera i ullarpeysu thar inni, tho hitinn se 30 stig C utandyra) svo eg skrapp upp a thak med staerdfraedigreininguna og solgleraugun. Thar let eg fara vel um mig i kompanii vid thetta andans afrek sem matamatikin ku vera, og skodadi kampusinn fra sjonarhorni fuglsins fljugandi. Thetta var voda notalegt! Nu, svo for eg heim um eftirmiddaginn til ad borda is med nagronnunum i "Get To Know Your Neighbours Ice Cream Social", haldid a stettinni fyrir utan hja mer, og tha kom i ljos ad eg hafdi nad ad brenna a handleggjunum a thessum taepa klukkutima uppi a thaki svo ad handleggirnir a mer voru ordnir svona "glow in the dark"-daemi. Otrulegt.

For med Letitiu samleigjanda minum (fra Argentinu) og Nicolas kunningja hennar (lika fra Argentinu) i bio i gaer. Myndin var algjor snilld, er med Scott Campbell og Hope Davis, eftir sama leikstjora og gerdi Happiness og heitir The Secret Life of Dentists. Maeli med henni!

sunnudagur, ágúst 31, 2003

O, BBQ-id a fostudaginn var alls ekki svo slaemt eftir allt saman. Okeypis matur er nattla alltaf vel theginn, lidid tharna er bara fint, bjorinn godur og allt bara i guddi.

Drattadist a lappir i gaer upp ur hadegi og for nidri skola ad lesa. Komst ad thvi mer til lettis ad staerdfraedin er ekki alveg eins ognvekjandi og eg helt hun yrdi, lesturinn a Berlinsky-bokinni i sumar er ad skila ser. Eg er alveg buin ad sja thad ad til ad laera staerdfraedi og edlisfraedi tharf eg ad lesa efnid morgum sinnum og helst i eitthvert thessara skipta "a mannamali" (sett fram i texta, ekki formulum, fyrir hinn oskilgreinda "almenna lesanda") og lata lida svoldinn tima milli hvers skiptis sem eg reyni vid efnid. Tha er eins og heilinn nai ad adlagast efninu og venjist hugsanaganginum, sem er eins og thid vitid MJOG frabrugdinn dagligdags hugsanagangi. Ef eg fer of hratt i hlutina fer heilinn bara alveg i baklas og eg skil ekki neitt. Af hverju aetli thetta se svona? Oll onnur fog get eg laert/skilid eins og ad drekka vatn, tungumal og sogu og heimspeki og jardfraedi og m.a.s. efnafraedi; bara ekki staerdfraedi og edlisfraedi. Eg held eg se of "verbal learner" fyrir thessi tvo fog.

For i Islendingaparty i gaer. Er tha buin ad hitta absolutt ALLA Islendingana i Ithoku nema einn (eina).

föstudagur, ágúst 29, 2003

Tha er fyrsta vikan ad verda buin og eg er ogisslega threytt. Aetti liklega ekkert ad vera ad skrifa thetta nuna, thvi thid haldid tha areidanlega ad allt se omurlegt. Sem thad er nattla ekki.

Malid er bara ad eg hef thad a tilfinningunni ad sumir her hafi svolitid einkennilegar hugmyndir um hvad eg se komin hingad til ad gera. Leidbeinandinn minn er i Frakklandi i rannsoknarleyfi svo eg get ekki "sorted things out" med honum. Hann er yfirmadur programms herna i sk. biogeochemistry (eg fyrirgef alveg ef thid hafid ekki graenan grun um hvad thad er, taepast ad eg viti thad sjalf) og stelpurnar tvaer sem eru i doktor hja honum sem "toku mig ad ser" halda thvi fram ad eg se skrad i thad programm. Mig rekur ekki minni til thess ad hafa nokkurn timann skrad mig i thad programm eda latid i ljosi eindregna osk um ad fa ad vera med i thvi, og eftir thvi sem eg best veit tha langar mig ekkert voda mikid ad vera i thvi. Allt of mikid eitthvad lifraent fyrir minn smekk.

Thetta vaeri ekkert svo voda haettulegt ef thad vaeri ekki enn annar "welcome-event" fyrir nyja studenta hja thessu programmi i kvold. Eg er DRULLUthreytt og nenni svo innilega ekki ad fara ad hitta naesta 30+ thatttakenda-"hi-how-are-you"-pakka i kvold, serstaklega ef eg verd kynnt sem nyr student i e-u programmi sem mig langar ekkert ad vera i. I ofanalag gleymdu allir ad lata mig vita af thessu fyrr en i hadeginu i dag, sem gerir hlutina i minum huga ekstra omurlega. Booo, mig langar bara ad liggja med lappirnar upp i loft i kvold og glapa a sjonvarpid (planid fyrir kvoldid var ad hitta samleigjendur mina i Movies at Maplewood (sofi f. framan sjonvarp i sameiginlega ryminu) og horfa a Chicago) og fara svo snemma ad sofa!

Fyndid thegar madur hefur engan annan ad kvabba i en blogginn sinn...

miðvikudagur, ágúst 27, 2003

Vedrid her er buid ad vera NAKVAEMLEGA eins i heila viku. Alveg magnad!

I gaerkvoldi var Welcome BBQ fyrir alla nyja ibua i Maplewood Park. Thad var voda gaman ad grilla og spjalla vid allt thetta folk sem byr tharna, alveg otrulega mikid af oliku folki fra ollum heimshornum. Hitti einn bekkjerfelaga minn, hann heitir Jacob og er fra Kaliforniu ef eg man rett og byr med manninum sinum, honum Alan, skahallt a moti mer. Agaett ad thurfa ekki ad fara langt ad leita ser hjalpar ef namsefnid er ad verda manni ofvida!

Timar byrja a morgun. Haleluja.

laugardagur, ágúst 23, 2003

For i fyrsta all-American matarbodid mitt i gaer. Thad voru grad studentar (lengra komnir masters- og doktorsnemar) her vid deildina mina sem heldu matarbod heima hja einni og budu mer med. Thad eru allir svo indaelir her ad lausfrysti Islendingurinn i mer verdur half skelkadur!!

Hun Carrie og Mike, madurinn hennar, bua i litlu husi med RISASTORUM gardi rett fyrir utan Ithoku. Eg nattla hjoladi thangad a nyja faknum og var voda kat thegar eg sa dadyr a beit a okrunum. Madur tharf sko ekkert a rifflinum ad halda her :) Svo var trodid i okkur svaka godum mat og blaberjakoku med is i eftirrett, svo eg var bara halffegin ad hafa gleymt hjolaluktunum heima og neydast til ad fa far heim. Maginn var svo uttrodinn ad eg hefdi varla meikad thad upp fyrstu brekkuna. Thad verdur liklega ekki erfitt ad standa vid aaetlanirnar um ad baeta a sig 20 kg a ari her ;)

Fretti svo ad Reykjanesid hafi leikid a reidiskjalfi i nott. Uss, eg fer ad fara i fylu ut i thetta land. Thad heldur i ser andanum medan eg er thar, svo um leid og eg er farin fer allt a fullt. Sannidi til, naesta eldgos byrjar rett bradum!!

föstudagur, ágúst 22, 2003

Tha er eg buin ad fa skrifstofu her, th.e.a.s. skrifbord a skrifstofu sem eg deili med tveimur odrum grad studentum. Svo er eg buin ad hitta professorinn sem eg a ad vera adstodarkennari hja (eda ti-eia (TA) fyrir), thad er indaelis naungi sem talar ofsalega mikid um hugdarefni sin, sem eru isostatic rebound (man ekki hvad thetta heitir a islensku) og oliujardfraedi. Spurning hvort oliujardfraedingur geti verid indaell... iii, ein eitthvad leidinleg!

Eniveis, kursinn sem eg ti-eia er inngangskurs i jardfraedi og timar byrja a thridjudaginn. Vaaaaa!!!

Thrumuvedrid er ekki enn komid. Eg bid spennt...
Thad er von a thrumuvedri nuna a eftir eda a.m.k. rigningu. Jibbi!!

Nu er eg sem sagt ad settla mig nidur i landi Sams fraenda, komin til Ithoku og a leid ad skra mig inn i amriskt samfelag. A eftir aetla eg ad stofna bankareikning, melda mig a althjodaskrifstofunni her, kikja a deildina mina og fylla ut e-r eydublod thar, o.s.frv.

Flaug til NYC a manudaginn og flaug lika gegnum immigration. Thad var varla ad gaurinn thar nennti ad lita upp til ad sja hvort eg vaeri areidanlega manneskjan i passanum! Farangurinn var mer ekki til mikils angurs, ekki eins og eg bjost vid, med fjora risaboggla sem samtals vogu 102 kg. Leigubilstjorinn bara krossadi sig thegar hann sa vagninn minn svigna undan dotinu, og Moddi fekk held eg lika sma afall yfir magninu sem thurfti ad bera upp i ibud. Eg var svo threytt tharna fyrsta kvoldid ad eg varla meikadi ad vera til, held eg hafi ekki verid merkilegur skemmtikraftur fyrir Ernu og Modda...

Nu, naesta dag svaf eg til halfeitt og helt svo ut i borgina, for a Ground Zero (magnad, mjog magnad) og i Chinatown\Little Italy og svo a kayak med Ernu og Adalene skolasystur hennar a sjalfri Hudson anni. Thad var svaka gaman, eg held eg neydist bara til ad skra mig i e-n kayakklubb her i Ithoku. Umkvoldid var svo buid ad hoa saman i hopferd a aedislegt veitingahus, Ruby Foo's, e-s stadar a Manhattan, thar fengum vid afar godan japanskan\asiskan mat.

A midvikudeginum leigdi eg svo bil og brunadi til Ithoku. Thar sem eg aetladi ad skila bilnum i Ithoku thurfti eg ad fara ut a LaGuardia-flugvollinn til ad saekja bilinn (ekki spyrja mig af hverju...), thad var aevintyri fyrir litlu sveitastulkuna ur Reykjavik ad keyra thadan inn a Manhattan ad saekja dotid sitt og svo ut af eyjunni inn i New Jersey. Thad svinadi enginn a mig og eg klessti ekki a neitt heldur svo allt gekk mun betur en eg hafdi thorad ad vona; thad svakalegasta sem gerdist (fyrir utan ad fara nokkrum sinnum ut a vitlausum exitum og keyra i sma hringi her og thar) var thegar eg stillti mer upp i bidrod fyrir aftan double-parkada bila i gotunni hja Ernu og Modda. Thar beid eg tholinmod eftir ad ljosid yrdi graent og spadi ekkert i ad thad taeki svoldid langan tima, thar til Moddi kom hlaupandi til min og utskyrdi fyrir mer ad eg vaeri i bidrod fyrir aftan kyrrstaeda bila. Ehemm....

Nu, i gaer skiladi eg svo bilnum og gekk til baka til Ithoku (mistok?? Einn og halfur timi a finu sandolunum minum skiladi ser i massivum fotasarum og miklum othaegindum...), aetladi sko ekki ad spandera i leigara thegar eg gaeti notid vedurblidunnar. Gonguturinn var svo sem agaetur, fyrir utan thessi 10 sar og risablodru... en thad allt saman skiladi ser i thvi ad um leid og eg kom nidri (virkilega "nidri", brekkan fra kampus og nidur i bae er algjort murder) Commons for eg inn i fyrstu hjolabudina sem eg sa og hjoladi ut, 531 dal fataekari, a Gary Fisher Marlin, med fram- og afturljosi og standara!!! Geri adrir betur.

Svo thegar allt er komid i gang, skolinn byrjadur og lifid komid i e-ar adeins fastari skordur, aetla eg ad bua til almennilegan blogg med linkum og doti. Thangad til, hafid thad gott!!

mánudagur, ágúst 11, 2003

Detti mér allar dauðar...

Sem barn hataði ég tannlækna meira en allt annað samanlagt, þar með talið skrímslið sem bjó undir rúminu mínu. En ekki lengur, ekki eftir sörpræs-tannsaferð aldarinnar hér áðan.

Fór sem sagt til tannlæknisins áðan til að láta meta stöðuna svona rétt fyrir brottför. Hafði reyndar verið hjá henni á fimmtudaginn að láta gera akútt-viðgerð á einni sem brotnaði úti á Barða. Sú reyndist "bara" vera skemmd og það svo hressilega að hluti af tönninni hafði brotnað burtu. Kannski ekki skrýtið, því tannþráðurinn minn fer oftar til Kanaríeyja en í heimsókn milli tannanna (hei, er að stela þessu úr norskri tannlæknaauglýsingu, fuss...). Enívei, svo mæti ég í dag og var alveg í huganum búin að skrapa saman svona 100 (þús) kalli til að spandara í viðgerðir. En, viti menn, kókdrykkjan og lakkrísátið á Svalbarða í sumar hafa greinilega alveg verið að skila sér því ég er ekki með EINA EINUSTU skemmd lengur. Ekki eina. Geri aðrir betur.

Hins vegar læt ég þetta (nýfengna) tannheilbrigði mitt ekki hindra mig í því að láta rífa úr mér þessa tvo endajaxla sem eftir eru. Það verður gert í fyrramálið og sem áhugamanneskja um tannlæknisfræði og munnholsaðgerðir ætla ég sko ekki að láta mig vanta!!

sunnudagur, ágúst 10, 2003

Júlíus bróðir og Addý voru að setja upp nýja heimasíðu í nýju heimkynnunum sínum í Danmörku. Kíkið endilega á myndasíðuna, ég mæli sérstaklega með vídeóinu af Lilju og Tómasi að leik!

laugardagur, ágúst 09, 2003

Ég er nú meiri blogg-auminginn, svei mér þá. Enda margt annað að gera en að blogga þegar maður er að undirbúa flutning milli heimsálfa.

Hlakka alveg svaka til. Er að leita að stórum ferðatöskum og vinn jafnóðum að því að tæma allar kremtúpur á heimilinu og éta upp allan afgangsmat (það býður upp á ýmsar misgirnilegar samsetningar eins og t.d. haframjöl með kakómalti og mjólk í morgunmat og hvítlauksbrauð með osti og marmelaði í hádeginu...), klára blessaða helv. greinina mína og hnýta lausa enda hér og þar, selja húsgögnin (ehemm, húsgagnið, er ekki stóreignamanneskja á innbúsfrontinum) o.s.frv. Það er, þetta stendur allt til. Enn eru jú alveg heilir 9 dagar þar til ég flyt af landi brott og engin ástæða til að fara sér að neinu óðslega. Svo er jafnvel á dagskránni að skjótast inn í Veiðivötn í skottúr í vikunni og fara í lögboðna pílagrímsför inn að Kárahnjúkum og mótmæla. Sem sagt, nógur tími til stefnu og ekki farið að örla á minnsta votti af stressi...

föstudagur, ágúst 01, 2003

Komin a klakann, svaka fint veður í dag. Passar vel að gerast blóðheit í góða veðrinu, ég trylltist alveg í örstuttu samtali við ameríska sendiráðið áðan:

"Nei, þú VERÐUR að koma í viðtal. Einmitt, koma með skjölin milli 8 og 10, svo mæta tíu til að panta tima í viðtal. Já, þú þarft þá bara að gera ráð fyrir að vera mestan hluta morgunsins hér. Nei, venjuleg passamynd dugar ekki, hún VERÐUR að vera 5x5 cm. Kva meinaru að það sé svo dýrt, þú bara ferð til ljósmyndara... segir hann að það kosti 5000 kall? Ja... sko, ljós bakgrunnur, þú verður að snúa alveg fram, og hausinn á þér verður að dekka 50% af yfirborði myndarinnar. Nei, við getum ekki tekið myndir á rafrænu formi...tja, þú getur reynt að koma með mynd prentaða út úr tölvunni og athugað hvort hún sé nógu góð..."

Sem sagt: Skila inn eyðublaði DS-2019, sem ég fyllti út f. löngu síðan, svo var það sent til BNA og fyllt út aftur af e-i konu þar og svo sent aftur hingað svo ég geti farið með það í sendiráðið . Fylla út og skila inn eyðublöðum DS-156 (þar sem ég m.a. staðfesti að ég hafi hvorki verið vændiskona, ólöglegur innflytjandi í BNA né þátttakandi í þjóðarmorði) og DS-158 (þar sem m.a. Markús Þór vinur minn gefur kost á sér til að staðfesta þær upplýsingar sem ég hef látið í té um sjálfa mig). Koma um leið með passamynd í Hinni Guðlegu Dimensjón 5x5 cm (eins og allir vita breytist ég í allt aðra manneskju á myndum sem eru ekki í Hinni Guðlegu Dímensjón), og sjálfa mig, svo sendiráðsstarfsmenn geti fengið að njóta samvista við mig heilan morgun.

Nú, og svo ætla ég að skila inn femínískri kvörtun: Eyðublað DS-157 þurfa og mega einungis karlmenn á aldrinum 16-45 fylla út og skila inn. Fíííí, eins og konur geti ekki rænt flugvélum líka!?!?!?!?!!!

miðvikudagur, júlí 30, 2003

Er i Oslo med Ingunni vinkonu, svaka gaman!!! Hun er ein af heppnari manneskjum sem eg thekki, "vann" stuttermabol (fekk ad kaupa hann a 740 norskar) i vor sem gefur henni rett til ad fljuga otakmarkad innanlands i Noregi i allt sumar. Viiiiiii!!!!!

Kem heim kl. halffjøgur i dag, svo endurfundirnir eru nær en ykkur langar til ad gruna.

mánudagur, júlí 28, 2003

Var thad Brunalidid sem søng "Eg er a leidinni"?? Allavega, eg er a leidinni og brenn i skinninu eftir ad sja Islandid mitt aftur!!

fimmtudagur, júlí 24, 2003

Tølvur eru og verda askorun: Nuna er diskettan med i før, en eg kann ekki ad taka geisladrifid ut og setja floppidrifid i. Tutitutitu...

Bara eitt krus eftir, jibbi!!! Er ordin verulega threytt a turhestum og farin ad hlakka verulega til ad flytja til Brandararikjanna og fara ad nota heilabuid. I vetur a eg ad vera TA, th.e.a.s. teaching assistant, eda rettara sagt assisting teaching assistant. Flottir titlar, thad vantar ekki. Nu, svo verd eg liklega eitthvad ad vinna i greininni minni med Magnusi Tuma thessar tvær vikur sem eg verd a Froni i agust, thad er flott, tha getum vid kannski farid ad senda hana inn e-t til birtingar.

Annars hefur allt gengid vel, mamma og Kristjan skemmtu ser vel a krusi og thad var agætt ad vera "bara" gæd thegar thau voru a skipinu. Sidustu tvo tura hef eg svo verid leidangursstjori, thad hefur gengid fint, fyrir utan tha helst samvinnuna med skipstjoranum. Hann er ekki beinlinis skapbesti madur i heimi og eg var ordin langthreytt a mislyndinu og thvi ad thurfa ad lædast eins og køttur kringum heitan graut med alla hluti og vita aldrei hverju eg eda gædarnir attum von a, hrosi eda skømmum. Thad for thvi sem for ad eg neyddist til ad taka upp afskaplega thungt tal vid manninn, og hann var i svo mikilli fylu heilan tur ad hann yrti ekki a mig af fyrra bragdi nema til ad skammast! Thar fell eg af haum stalli, hafdi verid uppahaldsmanneskjan hans um bord fram ad thvi, en um leid og eg for ad gera sømu krøfur og hann, t.d. um ad hann hlustadi a mig thegar eg taladi vid hann og ad hann gripi ekki fram i fyrir mer etc. var eg sett af sakramentinu. Merkilegur andskoti. Sama er mer, a bara einn tur eftir. Iha!!!

mánudagur, júlí 21, 2003

Klikkadi a smaatridunum: Var buin ad blogga en gleymdi diskettunni a skipinu. Tralalalala.....

mánudagur, júlí 14, 2003

Bloggad i thetta skipti a russneskt lyklabord i Barentsburg. Taeknin komin ut a alla utkjalka, svei mer tha!!

sunnudagur, júlí 13, 2003

Gleymi thvi almerkilegasta: Eg er komin med adressu i Amriggu!! Komst inn a studentagarda hja Cornell, fekk eitt herbergi i 4 manna ibud. Jibbi skvibbi!!!! Svo flyg eg ut thann 15. agust til NYC, kannski madur kiki a djammid med nybøkudum meistara Ernu thad kvøld??
Sunnudagur i Longyearbyen, agalega fint vedur og bara næs ad lifa. For adan a skotsvædid ad æfa mig ad skjota, thad gekk bara vel og eg held svei mer tha ad eg geti drepid isbjørninn adur en hann nædi ad drepa mig. Thessi vitneskja veitir mer mikla øryggiskennd! Nu, svo for eg upp a Sjøundu-namu-fjallid med mømmu og Kristjan, vini hennar, thau komu hingad adfaranott laugardagsins og verda fram a føstudag. I gær var algjør bongoblida, 22 stiga hiti i solinni fyrir utan herbergid mitt; vid skodudum bæinn og sløppudum af i goda vedrinu. I dag skrøltum vid svo upp a adurnefnt fjall (i bil...) og forum svo a safnid ad turistast. Eg tyni mer alltaf i boksølunnni vid innganginn, i fyrra tok eg ut 2000 norskar gagngert til ad kaupa bøækur sidasta daginn her og i ar verda thusundkallarnir areidanlega fleiri.

Annars hef eg illan grun um ad eg verdi send ut a vøll i nott ad na i turista og ad eg thurfi ad annast tha i fyrramalid adur en skipid fer. Uff.

10.07.2003

Meira blogg blogg blogg meira meira meira blogg...

Fimmtudagskveld, og ég á að fara með liðið út á völl á eftir. Á eftir, það þýðir klukkan þrjú í nótt. Jibbí kóla, ég er sú eina af gædunum sem fer af skipinu núna og þ.a.l. fellur mér þetta stórskemmtilega verkefni í hlut. Hinir (eiginlega –ar, við erum bara stelpugædar í þessari ferð fyrir utan hann Jørn leiðangursstjóra, en hann er eiginlega einn af stelpunum :) gædarnir fá að sofa á sínu græna eyra til hálfátta, þá er afgangurinn af farþegunum ræstur og sendur af skipinu. Svo á ég frí yfir helgina, fer næst út með Nordstjernen á mánudaginn.

Og þá verður nú gaman! Helsta skýringin á því er sú að hún mamma mín ætlar að heiðra mig með nærveru sinni á því krúsi. Hún kemur hingað seint á föstudagskvöldið, svo finnum við upp á e-u skemmtilegu að bauka fram yfir helgina og förum svo á skipið á mánudaginn. Í þeirri ferð er ég “óbreyttur” gæd, ekkert leiðangursstjóravesen þar, sem betur fer því annars væri lítill tími til að sinna gestum. Það er bara óskandi að veðrið verði jafngott og það hefur verið undanfarna viku, spegilsléttur sjór og logn og sól.

Reyndar var hvorki spegilsléttur sjór, logn né sól í dag. Nei ó nei, það var hávaðarok í nótt og fyrri hluta dags, allt að 25 m/s, og við þurftum m.a.s. að blása af planið okkar að fara í land á þeim goðum líka stað Bellsund vegna veðurs. Í staðinn leituðum við skjóls í Trygghamna við Isfjorden (já, náiði bara í landabréfabókina og ekkert múður!!). Þar fórum við með farþegana í land í ausandi rigningu sem breyttist í rigningu og rok þegar á leið. Ferðin inn gekk fínt, ekkert mál að lenda sódíak-bátunum okkar á ströndinni með goluna í bakið. Það er mjög landgrunnt (??) þar sem við fórum í land og þegar hafði bætt í vindinn varð svoldið mál að komast með bátana frá landi. Vindurinn ýtti sódíökkunum jafnóðum upp að landi aftur áður en maður náði að koma þeim á flot og mótornum niður, svo við sem keyrðum urðum duldið mikið blaut í lappirnar af að teyma bátana nægilega langt út. Ef mótorinn er settur niður of snemma eyðileggst skrúfan og það er ekki mjög æskilegt. Allavega, þarna var loks smá aksjón á sódíak-frontinum og ansi hreint gaman að því!


07.07.2003


‘oiuytrewq234567890dayghmhn bbbbbbbbbbbv, v cxz< þ.e. mér svelgdist á morgunkaffinu, hóstaði munnfylli af því yfir tölvuna og lyklaborðið, stóð upp til að ná í tissjú og rak hnéð í. Ef það er ekki eitt í lífi gædsins þá er það sennilega eitthvað annað og stundum jafnvel bæði í einu. Welcome to another beautiful day in the Arctic.

Polar Star heitir skipið, hraustlegur finnskur ísbrjótur sem hefur marga fjöruna sopið (???) í Eystrasalti síðan hún var byggð á sjöunda áratugnum. Skipstjórinn okkar núna er ekki alveg jafnhraustlegur í anda og skipið er á líkama; í hvert sinn sem ísmoli nálgast á hafinu dregur hann niður í mótorunum og heldur niðri í sér andanum meðan við líðum með óttablandinni virðingu framhjá skelfi allra ísbrjóta, ísnum. Í fyrra var mér hent út úr brúnni hér fyrir að skipta mér of mikið af siglingamáta skipstjórans (ekki sá sami og er núna) svo ég hef haldið mig á mottunni og fjarri brúnni, af mætti frekar en vilja. Gestirnir voru vægast sagt undrandi yfir getuleysi ísbrjótsins sem þeir keyptu sér far með dýrum dómum og nokkrir nefndu kröfu um endurgreiðslu. Það er ekki í mínum verkahring að gagnrýna samstarfsfólk mitt opinberlega, við skulum frekar segja að ég dáist að leiðangursstjóranum okkar hér að vera ekki búinn að sleppa sér yfir roluganginum í kallinum í brúnni og jafnvel kasta honum fyrir borð.

Eitt af því besta við Polar Star er bókasafnið. Sem bókaormur læt ég það yfirleitt vera mitt fyrsta verk þegar ég kem um borð hér að skjótast upp í bókasafnið og athuga hvaða gotterí fyrri gestir hafa skilið eftir. Í þetta skiptið valdi ég bók eftir David nokkurn Berlinski, ferð um stærðfræðigreiningu eða ‘A tour of the calculus’. Allir kúrsar í skapandi skrifum í Amríggu hafa það greinilega að höfuðmarkmiði að kenna fólki að skrifa sem mest um sem minnst (hefð sem skv. minni bestu en frekar umfangslitlu vitund, hófst þegar Margaret Mitchell notaði 100 af 1000 bls. hverfandi hvelsins í að segja frá því hvernig hún Scarlett gerði sig klára fyrir garðveislu) og Berlinski hefur greinilega verið að fylgjast með. Hann er hins vegar flinkur að segja skemmtilega frá, reyndar svo flinkur að ég stend mig stundum að því að hlæja upphátt af gleði yfir frumlegustu og gómsætustu samlíkingunum hans. Áður en bókinni lýkur ætlar hann að vera búinn að útskýra öll undirstöðuatriði stærðfræðigreiningarinnar fyrir mér og það m.a.s. á mannamáli! Ég hef verið stærðfræði-wannabe lengur en mig langar að muna og hlakka því mikið til að fá dýpri innsýn í fræðin.

Dagurinn í dag er hins vegar raunverulega another beautiful day in the Arctic, 9°C stóð á hitamælinum kl. 7 í morgun og því nánast stuttbuxnaveður. Við erum að fara með farþegana í land á eftir, þar ætla ég að debútera fyrir sísonið sem Zódíakkdræver. Alltaf gaman að keyra gúmmíbát. Í gær fann Jörn leiðangursstjóri upp á því að bæta fyrir aumingjaskapinn í kafteininum (sem stoppaði hraustlegan ísbrjótinn ca. 800 m sunnan við 80°N því þessir 800 m voru huldir ÍS!!!) með því að bjóða upp á zodiak krús milli ísflekanna. Veðrið var himneskt, hafið spegilslétt, selir á ísnum, skrilljón sjófuglar á ferð og flugi. Allt var frekar spontant og allt í einu vorum við komin, 7 gædar og rúmlega 50 farþegar, í land á ísfleka. Íha, ég hef ekki staðið á ísfleka við 80°N síðan á Jónsmessunni 2000, þegar við skáluðum í kampavíni með gestunum okkar á gamla MS Brand og áttuðum okkur á því að enginn gædanna var með vopn af neinu tagi fyrr en allir farþegarnir voru komnir úr bátunum og út á ísinn!!