sunnudagur, október 05, 2003

Botox og hulduhús

Er ekki kominn tími áa smá úppfærslu, ha? Mig dreymdi hana Alexöndru vinkonu í nótt; ég var á skrifstofunni minni að læra og allt í einu birtist hún í dyragættinni, kát og glöð. Þú mátt endilega koma oftar í heimsókn, Alex mín!!

Sem minnir mig á að það er ekki laust við að maður sakni vina og vandamanna heima, þó það fari nú lítið fyrir saknimannapósti í hólfunum þeirra. Það er svona að binda trúss sitt við doktors-vonnabí, við göngum hér inn í sjálfskipað Gúlag akademíunnar í nokkur ár og erum varla viðræðuhæf meðan á ósköpunum stendur. En hvað, þetta eru ekki nema 6 ár eða svo...

Já, klippingin. Það var ágætt. Ég hafði tekið jarðefnafræðina með trukki nóttina áður og ekki verið að hafa fyrir því að sofa mikið, enda hafa heimadæmi sem eru komin fram yfir síðasta skiladag eðlilega forgang fram yfir svefn. Því var ég nokkuð mygluð þegar ég mætti í skólann en reyndi að tjasla upp á sjálfið með fína flauelispilsinu og rauðu skónum og gylltum eyeliner. Sem gerði útslagið, lyfti baugunum undir augunum alveg upp í hæstu hæðir. Ég segi nú samt ekki að ég hafi verið eins og e-r glamúrdrottning í stólnum hjá henni Lynette, með bleikröndótta plasthettu á hausnum bundna undir hökunni... Enívei, hún vinnur hjá tvíburabræðrunum sem voru báðir þarna viðstaddir, að blása hárið á þreyttum amrískum úthverfahúsmæðrum og spjalla við þær og alla sem nenntu að hlusta um nýjustu fegrunaraðgerðirnar og innanríkispólitík Bush. Þeir verða víst næstum fertugir núna alveg á næstunni og sögðu viðstöddum frá því að þeir hefðu í sameiningu ákveðið að afpanta ferðina sem þeir höfðu ætlað að gefa sjálfum sér í ammælisgjöf og fara í staðinn í "age management treatment", i.e. lýtaaðgerð; tjasla aðeins upp í hrukkurnar á enninu og kringum augum áður en þær koma. Hva, segir íslenska verðandi ljóskan með bleikinguna í hárstrýjunum utan yfir bleikröndóttu plasthettunni, ætliði að fá ykkur Botox?? OH my God NO! *hneyxl* og þeir ranghvolfa augunum og hrista hausinn í takt; það endist bara í MESTA lagi þrjá mánuði!!

Eyddi gærdeginum í a) einkakennslu á einn af nemendunum í kúrsinum "mínum" (þessum skemmtilega eðlisfræðimettaða kúrsi sem ég er aðstoðarkennari í... moi??) sem heldur að helsta hlutverk TíEi-a sé að gefa nemendum svör við öllum heimadæmum áður en þeim er skilað inn, og b) heimadæmin í líf-jarðefnafræðinni, sem ég átti að skila á fimmtudaginn. Þetta var nú óttalegt pís off keik þegar til kom og m.a.s. alveg bara mjög gaman!! Nú, ég þorði ekki annað en að koma lausnunum heim til TíEi-sins, sem er nú reyndar labbfélagi minn, svo ég settist upp í bílinn sem ég er með í láni þessa dagana og brunaði af stað. Ég kann nákvæmlega tvær leiðir hér í Íþöku og nágrenni; leiðina í mollið og leiðina til Meghan (TíEiinn). Sénsinn að ég hitti átómatískt á þá réttu var sem sagt 50:50 og viti menn, ég valdi vitlausa leið. Var allt í einu komin í Grafarvog þegar ég ætlaði í Hafnarfjörðinn!! Sneri við og leitaði uppi réttu leiðina. Bíllinn á heima í sama húsi og Meghan, er í eigu meðleigjanda hennar sem er í Argentínu um þessar mundir. Ekki hjálpaði það mikið, greinilegt að bílar eru skynlausar skepnur sem ekki geta munað hvar þeir eiga í bílskúr höfði að halla. Skemmst frá því að segja að ég keyrði götuna fram og til baka 3var án þess að finna húsið þó ég hefði komið þangað tvisvar áður, fór heim í fússi og fletti upp korti á Netinu, fór út aftur og fann þá húsið eftir að hafa bara keyrt framhjá tvisvar!! Já, það er óhætt að segja að líf mitt sé stútfullt af spennandi atburðum.

Engin ummæli: