miðvikudagur, desember 21, 2005

Christmas tree, oh, Christmas tree... wie treu sind deine Glocken

Our Christmas tree, named Barry after a late friend of Shan's family, has been decorated:




Wouldn't you agree that Barry is the most splendid Christmas tree north of the Rio Grande?

föstudagur, desember 16, 2005

Finally - no more finals

Jamms and jess kless, there will be no more finals this year. Aren't we all glad? Especially considering that there are only so many... so few days left of the year. I, for one, am.

But let's not talk to much about the finals. They are finally over and let's leave it at that.

Christmas is coming and this year it's coming with a vengeance. The other day, Shan and I and our friend Darren went Christmas tree shopping, looking for a small, well behaved conifer that would fit unobtrusively on the 1.5 square-foot table in our living room (in our apartment which is the size of a shoe-box, remember?). We drove away with a 10 foot (3ja metra) humongous tree that required the rearrangement of furniture in the livingroom (and we almost had to move in with the neighbours). The new family member (for the tree does remind me of some big, burly great granduncle I never had) now towers over the home and I have to say I like its presence a lot. Every time we come home these days it's like walking straight into a forest. That's good! I have to say that even if I didn't understand Shan's choice of tree one hundred percent at the time it was bought, I am most happy with his choice now.

The snow has arrived too and not a minute too early for my taste. The first few flakes fell around Thanksgiving, just in time to allow everyone travelling over that big travelling weekend to get caught somewhere on their way, either in a snow drift or behind an obnoxiously slow driver. That snow all melted away, though, and it wasn't until the morning of my flight to San Francisco that we got some more (which made me all but miss my flight out to the West Coast). By the time I got back to the East the snow was disappearing, but in the past week we have gotten about 5-10 inches more (that's 10-25 cm, for the Europeans in the crowd). This morning we then woke to a fanczy schmanzy Winter Wonderland and I nearly hopped my own height with joy. Because.... because.... because....

WE ARE GOING SKIING!!!!!!

Yay! (This is where all sensibility is thrown to the wind..). I got myself new skis early this summer, fantastic twin-tip Kahru telly-skis... and the über-fantastic Hammerhead-bindings (which Shan had the foresight to order for me - I can't think that far ahead) arrived last Monday and they have been mounted and we have the ski passes and YAY!!!! we are going skiing tomorrow!!! What more can a woman ask for?!?!?!

þriðjudagur, desember 13, 2005

Klukk - fyrir langalöngu

1. Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:

Fara aftur til Suðurskautslandsins
Eignast nokkra gríslinga
Fá mér doktorsgráðu
Fara til Papúa Nýju Gíneu og sjá Finisterre-fjöllin á Huonskaga
Sigla norður fyrir Ameríku gegnum Beringssund til Kyrrahafsins
Skrifa bók (bækur?)
Verða alveg rosalega góð að telemarka

2. Sjö hlutir sem ég get:

Endurtekið sömu sögurnar við mismunandi tækifæri alveg út í það óendanlega
Orðið alveg ofsalega pirruð út í virkjanasinna, hreintrúaða og nýfrjálshyggjusinna
Sagt ykkur hvar námuverkamennirnir í Longyearbyen spiluðu póker hérna í den
Múnað ísbjörn og komist upp með það
Montað mig af að hafa kunnað textana við öll helstu ABBA-lögin áður en ég byrjaði að læra ensku
Telemarkað
Talað á Karl-Blómkvist dulmáli

3. Sjö hlutir sem ég get ekki:

unnið jafnt og þétt
munað hverjum ég var búin að segja hvað
sparað peninga
komið hlutunum í verk nema þeir hafi átt að klárast í gær.
hreyft á mér eyrun, þaðan af síður nasavængina. Það er samt í vinnslu.
borðað smokkfisk
staðist freistinguna þegar Ópal-snafs er í boði

4. Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið:

Húmor
Einlægni
Skapgóður
Barngóður
Finnst gaman að ferðast
Finnst gaman að læra erlend tungumál
Vill vinna að góðgerðarmálum


5. Sjö frægir sem heilla (ég fylgi fordæmi Eyju hér og nenni ekkert að vera að setja saman einhvern kjútíbjútí-lista):

Shan Modiuddin (hann verður áreiðanlega frægur einhvern daginn)
Bono (sem er víst búinn að keppa um athygli kærastunnar við hann Shan síðan sá síðarnefndi var 10 ára)
Edward Abbey

tjahh...


6. Sjö orð eða setningar sem ég segi oft:

Já Magnús, greinin er alveg að verða tilbúin
No, I haven't finished the grading yet
I'm tired
Ástin mín
Djöfulsins helvíts próf
Excuse me?
Ha?


7. Sjö hlutir sem ég sé einmitt núna:

haugar af vísindagreinum
frauðplastbakki með köldum kínverskum mat af Friðar-veitingahúsinu
þrír jarðfræðingar (í baksýnisspeglinum)
Einstein með pípu
myndir af afkvæmum vina minna
jökulurðir syðst á Kringilsárrana og Snæfell í baksýn
allar jarðfræðibækurnar sem ég á




Það eru allir löngu búnir með þetta, þannig að ég ætla ekki að klukka neinn. Og hana nú!

mánudagur, desember 12, 2005

Oh my god...

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og.....

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig
5. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
6. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
7. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig
8. Ef þú lest þetta þá verðuru að setja þetta á bloggið þitt..


P.S. Hafið í huga að ég er í prófum og öll afþreying er því vel þegin. Já, bókstaflega nauðsynleg.

sunnudagur, desember 11, 2005

After the AGU

Well well, time for a little update. Since the last post I have spent gazillion hours in front of the computer screen, had a mild nervous breakdown over the printing of my poster, been rescued by Vala in Pasadena, traveled to San Francisco, met a whole bunch of Icelanders, presented, overdosed on science, eaten loads of Asian food, burnt my shirt and made it back to Ithaca. Not bad, huh?

So, the conference went well. My poster session was on Wednesday and I did get some nice feedback on my work. I really had fun presenting my poster, not because the science is so fantastic (which it isn't) but because I never get a chance to talk about it here at Cornell, where the absence of any kind of group meetings or student seminars in my field is absolute and unrelenting.

While in San Francisco I read The Lovely Bones by Alice Sebold. What a wonderful piece of literature. Recommended. And The Curious Incident of the Dog in the Nighttime, by Mark Haddon, which I bought in Atlanta on the way back to Ithaca, is very promising indeed.

But idle reading will be relegated to the back burner for the next few days. Finals are coming up. Finals spinals. I hate finals. Did I mention that I hate finals? Hate finals, as in HATE finals. I hate finals. I also hate classes, I hate homework, I hate prelims. If there were any justice in this world, these would be my final finals, final classes. But they won't be and that makes me feel like biting my head off.

mánudagur, nóvember 28, 2005

Thanksgiving and a conference

So, it's been a while. No blogging for almost a week, and the only reason I'm blogging right now is that my elevation model of the Big Island of Hawai'i is large enough that projecting it into new coordinates takes forever (16% done) and I have some breathing space in the meantime. Doing a semester's worth of research and image processing in a week and not even knowing if I'll be able to put together a poster for the AGU conference in San Francisco next week is certainly not recommendable (34% done).

Anyway. Stop the whining. (37% done) Thanksgiving was a resounding success in my quarters. Shan and I invited some people over to our house, including Shan's mom (who lives in Delaware and flew in from Philadelphia on Wednesday) (46% done), Markus and Doro (who just moved from Iceland to Red Hook, Duchess County, NY, a place even more god's forsaken than Hella and Hvolsvollur combined), Darren and Terry from the aerospace gang, Armann and Asa, (59% done) Jose (or Joey, a first year geology grad student from Puerto Rico who was seeing his first snow ever around that time), and the newest family in the group, Veronica, Ryan and their baby boy Brady (74% done) and his aunt (Ryan's sister) Cherry, who lives in Hollywood and regularly brushes shoulders with the rich and famous.

Note how I said "some" in the preceding paragraph, referring to the number of people we invited to our house. Now, keep in mind that our apartment is the size of a shoe box (and the kitchen is the size of a CD cover) and you'll realize that we were stretching the (90% done) limit of what our apartment can accomodate without exploding. The party wasn't supposed to exceed 8 people... but actually, I'm glad it did. We all had such a good time, everyone left totally stuffed and (I guess) very grateful for having such nice friends as me and Shan ;) The turkeys (yes, we made two) were delicious and the absolute winner of the evening, I have to say, was the pumpking mushroom soup that Shan cooked out of the collective memory of himself and his mom.

Uups, 100% done. Talk to you later, if only to tell you about the fantastic sage stuffing and the wonderful blackberry-infused gravy. It's good to have alliances in cold Iceland when cooking Thanksgiving dinner in the Empire State!

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Gladiator

You scored as Maximus. After his family was murdered by the evil emperor Commodus, the great Roman general Maximus went into hiding to avoid Commodus's assassins. He became a gladiator, hoping to dominate the colosseum in order to one day get the chance of killing Commodus. Maximus is valiant, courageous, and dedicated. He wants nothing more than the chance to avenge his family, but his temper often gets the better of him.

Maximus

67%

Indiana Jones

63%

Batman, the Dark Knight

58%

El Zorro

58%

William Wallace

58%

The Amazing Spider-Man

54%

Lara Croft

50%

The Terminator

46%

Neo, the "One"

38%

James Bond, Agent 007

38%

Captain Jack Sparrow

33%

Which Action Hero Would You Be? v. 2.0
created with QuizFarm.com



Does this mean I'm as hot as Russell Crowe??

laugardagur, nóvember 19, 2005

Celebrations

Well, there was more to yesterday's celebrations than a cinnamon bun.

You see, after work my darling co-habitator invited me for a romantic dinner at one of the town's nicest restaurants, The Willow. It was excellent, and the red wine was probably the best I've ever had. Since the restaurant didn't have any decadent chocolate dessert on offer, we went for an ice cream sundae at Ithaca's own Purity ice cream shop afterwards. It was getting late by that time so we just managed to get the sundaes before being kicked out by the staff, eager to go partying. Us two old farts took that as a sign that it was time to go home, and we rounded off the evening with a movie, slouching on the couch. An altogether seriously nice evening.

Tonight, Shan is headed for another night on the town. Our friend Alex is celebrating his thirtieth birthday in NYC and given the fun we all had when Eric celebrated his thirtieth a few weeks ago, I'm sure this will be a night to remember. I am staying in Ithaca, though, making up for some of the time that I spent away from my desk when I went to Iceland for grandma's funeral. Fun fun fun!

föstudagur, nóvember 18, 2005

Yay!!

Now, of course I should be spending those precious minutes it takes to write this post on doing homework, which is due in exactly 70 minutes. But this is too important:

The paper on Helgafell, my first real paper, got accepted for publication. !!!!!!!!!.

I think I'll have to live up to my promises in a comment on a previous post and go to CTB and get a cinnamon bun to celebrate.

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Íslandsvinir á Grænuborg, dropadeild:

Af mbl.is:

„... Ber þar helst að nefna Quentin Tarantino sem skemmti sér vel hér á landi í tæpa viku. Fullyrti hann að þetta væri langskemmtilegasta hátíð sem hann hefur nokkru sinni heimsótt..."

Þetta finnst mér sko fyndið. Og þetta líka:

"Gaman er frá því að segja að allir erlendu gestir hátíðarinnar voru yfir sig hrifnir af landi og þjóð..."

Ég meina, hefur nokkurn tímann komið til Íslands sú manneskja sem ekki var yfir sig hrifin af landi og þjóð?


P.S. Takk fyrir ábendinguna, Hildigunnur. Dropadeild er miklu flottara ;)

föstudagur, nóvember 11, 2005

Done!

Yay! The revision of my paper had quite a difficult birth here in Magnus's office this afternoon, but it finally made it through. All greek symbols that aren't supposed to be there have been reverted to TNR, all the greek symbols that WERE supposed to be there but weren't have been reclaimed, all the figures that were too big and/or truncated have been fixed, everything has been uploaded, a pdf has been built for my approval (three times...) and now I have finally approved of it (after not approving of it two times and having to re-upload a bunch of crap).

This had to be an occasion to celebrate. If not with a kleina, soggy with cold coffee, as I have been doing until now, then for sure at dad and Sigga's house for dinner and then later to Oliver to see some long-lost friends. Yay!!!

Yesterday

My grandma's funeral yesterday was so beautiful. My long-time friend Hallveig sang and that's when I started crying so much that I became one unruly mess and needed to lean over to my mum to get a kleenex to wipe my face. The ceremony in the cemetary was beautiful too, but cold and snowy. The family had arranged for a wake to be held at a hotel in town, it was so good to see how everyone was on their best behaviour (my family, like every other family that I know of, people sometimes hold grudges) and it was really good to see all my relatives from my mother's side in one room, for the first time in many years. If only the occasion had been more joyful.

mánudagur, nóvember 07, 2005

Pistillinn hans Guðmundar Andra

á blaðsíðu 16 í Fréttablaðinu í dag er nokkuð góður.

Life in the hectic lane

Well, time for a little update. I am going to Iceland tomorrow on the evening flight from Boston, landing in Keflavík in the wee hours of Wednesday morning. Am looking forward to seeing my family and friends, I have to say.

Things have been kind of hectic here due to this sudden trip. Right now I am working hard to get as much work as possible out of the way before I leave, since I won't be able to do much while in Iceland. I do have a meeting with Magnús lined up on Friday, though, we're going to smooth out the last flaws in our revised paper and get it in to the publisher. I will be very glad when that is done. As in, VERY glad.

Shan and I spent hours in the mall yesterday getting Christmas presents for everyone in Iceland and Denmark. As usually, I totally lost it in the children's section and wanted to buy the entire store for my nephews and his. He had to drag me out, I'm afraid :) Am very glad that the X-mas shopping has now been taken care of (as opposed to it being done two days before X-mas as usually). Think I might make a habit out of this.

Also gained a new holiday this year, when I celebrated Halloween in my own home for the first time. One of my students, appaled to hear that I'd never carved a pumpkin, gave me a big one, with instructions and all! Shan and I carved it on Monday night, the result can be seen here.

mánudagur, október 31, 2005

Amma mín og heimferð

Hún Oddný amma mín dó á fimmtudaginn var. Hún var búin að vera veik lengi og búin að þjást mikið og ég vona að hún hafi verið fegin að fá að fara.

Jarðarförin verður í næstu viku og ég ætla að fara heim til að vera viðstödd. Nánari fréttir síðar.

sunnudagur, október 23, 2005

Sjór

Nú er vinnuvikan aftur byrjuð og ekki seinna vænna. Mín bíður neflilega það stórskemmtilega viðfangsefni (ehemm...) að búa til sjó í dag. Nemendur mínir eru að fara að sulla í tilraunastofunni á morgun og til þess þurfa þeir gervi-sjó. Ætli ég láti ekki duga að búa til eins og 2-3 lítra, held það verði að duga.

Annars allt bara í edilon. Á föstudaginn var blásið til spontan matarveislu heima hjá okkur Shan og í gær keyrðum við aftur alla leið til Syracuse til að fá okkur Dinosaur BBQ og kaupa ný gleraugu fyrir Shan. Eins og sjá má snýst líf okkar þessa dagana um fátt annað en mat og vinnuna. Vinna sofa borða vinna sofa borða...

þriðjudagur, október 18, 2005

As promised



Originally uploaded by herdis2002.
Here it is, a picture from the good old days :) We're on the top of Mt. Bláhnjúkur, in Landmannalaugar, at the start of our hike to Þórsmörk.

Click on the picture to go to the flickr-site. Then click on the "next"-link under the small pictures to the right of the main picture to see, you guessed right, the next one! If you choose "view as slideshow", flickr shows my pictures in the wrong order. I'm not sure why, but I guess that has something to do with how I uploaded them. Anyway, the other method works just fine.

föstudagur, október 14, 2005

Happy birthday!!

It's Shan's birthday. Yay, hurray! Many happy returns!

To celebrate, I'm posting a picture from the good old days when we were still different ages:

later: Make that "I'm going to post a picture from... once I've figured out how to do it in blogger. The idiot-proof generic method isn't working out for yours truly". Will go to some nice restaurant with my beloved one in the meantime.

þriðjudagur, október 11, 2005

Helgin

var agalega fín. Allir nemendur (nema framhaldsnemendur) voru í haustfríi (sem lýkur í fyrramálið) og við Shan tókum lífinu með ró. Reyndar unnum við bæði á laugardaginn en sunnudagurinn fór allur í leti og ómennsku. Ekki einasta sváfum við út heldur fórum við í bíltúr til smábæjarins Watkins Glen þar sem við fengum okkur göngutúr í gilinu sem bærinn er kenndur við. Eftir á vorum við orðin eitthvað svöng og ákváðum að skutlast til Skaneatles-bæjar (þar sem hr. og frú Clinton finnst víst gaman að spássera um á frídögum) en við komumst aldrei svo langt; Stonecat Café varð á vegi okkar og við fórum þangað inn og enduðum í heljarinnar kvöldverði og kósílegheitum.

Í gær var afkastasemin ekki minni, við unnum samtals í 3 klukkustundir og fórum svo í verslunarleiðangur til gettóborgarinnar Syracuse, þar sem eina lifandi fólkið sem maður sér er a) lögga, b) í Carousel Mall eða c) mótorhjólagæi/-gella á Dinosaur BBQ. Ég styrkti lókal efnahaginn í Gap og H&M og eftir á tókst okkur að villast í mið-gettóinu í leit að BBQ-pleisinu. Langi ykkur í alminnilegt BBQ skuliði ekkert vera að hafa fyrir því að fara e-ð suðureftir til Jesúshopparanna, bara skella sér á Dinosaur í gettóinu.

Nei nei,

engin þörf á nýju kommentakerfi heldur bara þörf á smá tiltekt. Þetta ætti að vera komið í lag, sérstakar þakkir til Ernunnar minnar í NYC.

föstudagur, október 07, 2005

Nýtt kommentakerfi

Eins og glöggir lesendur (i.e. glöggi lesandinn) taka eftir þá eru nú tveir möguleikar í boði fyrir komment á þessum eðalbloggi. Ég er orðin svo gríðarlega leið á að bíða endalaust eftir að þessi blessaða klinkfamilía (hvað svo sem það nú er) hlaðist inn í tölvuna mína þegar ég opna blogginn minn að ég ætla að henda henni út. Ég samt tími ekki að gera það alveg strax því gömlu kommentin frá ykkur ylja mér nú enn um hjartarætur. Þið hins vegar eigið alveg endilega að setja nýju kommentin inn á nýja kerfið (i.e., blogger-kerfið, ekki haloscan).

Mange tak

Letibloggari

Hier wird nicht viel gebloggt. No, this is a lazy blogsite.

Þetta er nú búin að vera skrautleg vika síðan á föstudaginn var. Maplewood-ríjúníon (jamms, ég er orðin svo gömul í hettunni hér í Amríku að ég er farin að taka þátt í ríjúníonum) stóð yfir frá föstudagseftirmiðdegi fram á sunnudag. Þátttakendur voru 2/4 íbúa E5 veturinn 2003-2004 (Leticiu var sárt saknað), i.e. Deepti og undirrituð, og sú þriðja af okkur fjórum, Tulika, var líka í bænum og setti mark sitt á samkunduna mestallan tímann, jafnvel þegar hún sjálf var hvergi nærri. Við Deepti skemmtum okkur á endanum vel saman, Tulika skemmti sér vel við að elta e-n mann á röndum og þögla vinkonan þeirra beggja vissi ekki hvað hún átti af sér að gera - þetta var nokkuð taugatrekkjandi meðan á stóð og næstum því bráðfyndið í retróspekt, en ég held ég mæti ekki á svona samkundu aftur á næstunni.

Nú, svo kom í vikunni kona sem grad stúdentarnir hér við Cornell buðu hingað sem árlegum gestafyrirlesara. Þessi kona er mikil þungavigtarmanneskja í fornloftslags- og fornhaffræðum og nokkuð umdeild og ég var alveg hoppandi ánægð með að fá hana hingað í heimsókn. Til stóð að lesa e-ar greinar eftir hana og keppinautana áður en hún kæmi en það hafðist náttúrulega ekki... en fyrirlestrarnir sem hún hélt voru spennandi og ég sat alveg á sætisbrúninni af spenningi að heyra meira. Hlakka mikið til að lesa næstu greinina hennar sem hún ætlar að fara að skrifa núna á næstu dögum, hún sagði okkur neflilega frá nýjustu uppgötvununum sínum og þær voru sko ekki lítið spennandi.

Nú er svo haustfríið að byrja og því náttúrulega við hæfi fyrir sólina, sem er búin að skína látlaust á okkur hér í Íþöku síðan í maí, að láta í minni pokann fyrir rigningunni. Ég er bara ánægð með það, enda búin að fá nóg af sól og hitasvækju fyrir næstu 3 árin.

mánudagur, október 03, 2005

Konur - leggjum niður störf

Ég var að finna þetta í pósthólfinu mínu. Ef einhver ykkar er til í að taka með aukapott fyrir mig þá væri það vel þegið:

"Jafnrétti núna! Nú gefst kjörið tækifæri til að taka þátt í að skapa kvennasögu Íslands og láta til sín taka í baráttunni fyrir jafnrétti því hinn 24. október næstkomandi verður kvennafrídagurinn endurvakinn en þá eru liðin 30 ár frá kvennafríinu 1975.

Konur eru hvattar til að leggja niður störf klukkan 14:08 en þá hafa þær unnið fyrir launum sínum, ef litið er til munar á atvinnutekjum karla og kvenna sem eru 64,15% af launum karla. Samkvæmt þessu eru konur búnar að vinna fyrir sínum launum, eftir fimm tíma og átta mínútur (miðað er við vinnudag kl. 9-17).

Kröfuganga verður farin frá Skólavörðuholti, niður Skólavörðustíg og að Ingólfstorgi. Mæting á Skólavörðuholti kl. 15. Yfirskrift göngunnar er ,,Konur höfum hátt" og eru konur hvattar til að taka með sér eldhúsáhöld, svo sem potta og járnsleifar eða ásláttarhljóðfæri til að framkalla hávaða. Hugmyndin er sú að konur hafa verið hljóðar of lengi og nú er kominn tími til að við látum í okkur heyra og krefjumst jafnréttis núna! Til að kröfugangan verði litrík og áhrifamikil, er fólk eindregið hvatt til að mæta með kröfuspjöld, fána og hvaðeina. Á Ingólfstorgi verður baráttufundur kl. 16, þar sem haldnar verða stuttar barátturæður og flutt menningardagskrá.

Markmið kvennafrísins er það sama og fyrir 30 árum, að sýna fram á verðmæti vinnuframlags kvenna fyrir íslenskt efnahagslíf. Hvergi í heiminum er atvinnuþátttaka kvenna jafnmikil og hér á landi. Þau samtök sem eiga aðild að því að undirbúa viðburði til að minnast merkisviðburða í sögu íslenskra kvenna á þessu ári eru: Femínistafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennakirkjan, Kvenréttindafélag Íslands, Kvennasögusafn Íslands, Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands, Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, Samtök um kvennaathvarf, Stígamót og UNIFEM á Íslandi. Kvennafundurinn á Þingvöllum 19. júní var afrakstur þessa samstarfs. Heildarsamtök launamanna koma einnig að undirbúningi kvennafrídagsins 24. október. Þau eru: ASÍ, BHM, BSRB og KÍ.

Femínistafélag Íslands"

föstudagur, september 23, 2005

miðvikudagur, september 21, 2005

Kolefni og leiðindi

Jeremías minn hvað ég get verið leiðinleg á stundum... tók út síðasta póst. Og ekki orð um það meir.

Skemmtilegra (alla vega fyrir mig) að segja frá því að núna í eftirmiðdaginn fór ég á fyrirlestur um geislakolefnisklukkuna, þ.e. aldursgreiningar með geislavirku kolefni. Svo sem eldgamalt lummutoppik fyrir flesta jarðfræðinga - oder nicht. Undanfarin ár hefur vísindafólk neflilega verið að sjá alls konar óreglu í kerfinu og mikil vinna hefur farið í að reyna að komast að því hvað er í gangi. Er helmingunartíminn rangur? Stoppar klukkan stundum? Hvað er eiginleg málið með styrk jarðsegulsviðsins? Og svo framvegis. Þetta var alveg merkilega spennandi fyrirlestur og gaman að heyra svona tíðindi beint frá fólkinu sem er að búa þau til.

Hjésús!

Haldiði ekki að mér hafi verið að áskotnast DVD-diskur frá almannatengsladeild Mormóna-kirkjunnar í Saltvatnsborg. Ég er alveg agalega ánægð með þetta og hlakka heil reiðinnar ósköp til að horfa á diskinn. Við Shan verðum bara að muna að verða okkur úti um nitroglýserín-töflur áður en við stingum disknum í tækið, annars gæti farið illa.

Kláraði Under the Banner of Heaven um daginn. Viðbjóður skviðbjóður (ofsatrúarfólkið) og mikið undrast ég að bráðgáfað fólk skuli hafa keypt og kaupi enn þessa speki hans Joe Smiths (mainstream Mormónarnir). En það er nú svosum bara ég, sem trúi ekki á neitt sem dýrkað verður í kirkju og undir instrúksum annars fólks.

sunnudagur, september 18, 2005

Glacial surge

A tremendously cool series of pictures was just brought to my attention. Go to UNIS and click the link for Paulabreen (Paula's Glacier).

föstudagur, september 16, 2005

Nostalgia by numbers

Stolen from Stína:

1. Go into your LJ’s /blogs archive.
2. Find your 23rd post (or closest to).
3. Find the fifth sentence (or closest to).
4. Post the text of the sentence in your blog along with these instructions.

In hurricanes past, this is it:

"It was simply a great trek, the scenery wonderful and the weather too, but it was quite hard."*

Now, this could apply to any number of treks that I've done. In an ideal world, it would apply to every single trek that I've done and, more importantly, that I will ever do. The "quite hard" parts of treks are usually those who become most pleasant in retrospect... as was indeed the case for that particular trek. Aaahhh, the joys of bushwacking on steep hills. Aaahhhh, the joys of descending endless and impossibly steep gravel slopes. I'd go back to Cerro Castillo any time.


*(In terms of sampling techniques (I just came from statistics class), this one seems to give an amazingly good estimate of the mean!)

miðvikudagur, september 14, 2005

There's no such thing as a free lunch...

... but what about a free dinner?

Hentist inn á búrrító-búlluna Viva rétt fyrir lokun í gærkvöldi, aðframkomin af hungri eftir langan dag í vinnunni. Þegar ég ætlaði að borga var mér sagt að ég væri "all set". Ég hváði því nr. eitt, ég heyri varla hálfa heyrn og nr. tvö, af því ég bara skildi ekki hvað konan átti við. "It's on me", segir hún. Ég bara, já halló, eru allar þjónustustelpur í Íþöku lesbíur oder was?? "Awesome," segi ég og spyr, so, how much? Nei, þetta var víst fúlasta alvara. Pleisið að splæsa á mig búrrító með grilluðum kjúkling af því ég er svo góður kúnni. Held ég verði að hætta að bölva þeim fyrir að búa ekki til (ghrafn, taktu nú eftir:) jafngóða búrrítóa og La Veracruzana í Northampton, MA. Segi bara í staðinn: Lifi Viva!!

Sigur Rós í Toronto

Undirrituð býður til sölu tvo (geta orðið þrír) miða á Sigur Rósar-tónleika í Toronto á mánudaginn kemur. Skítbillegt, ca. 30 dollarar stykkið. Sjóið alveg magnað hef ég heyrt. Að ekki sé minnst á hvað ökuferðin upp eftir er víst stórskemmtileg. Allir að skella sér (nema ég af því ég þarf að kenna...). Sei sei já.

In memoriam

Nú er ég að verða búin með hann Eirík. Eiríkur var stríðsfákur mikill, ekinn tæpar 170 þúsund mílur og orðinn nokkuð aldurhniginn, þ.e. 18 ára gamall. Til að halda kappanum á götunni þurfti að leggja í viðgerðir upp á eina 900 dollara og reyndist það samdóma álit álitsbærra manna að ekki borgaði sig að leggja út í slíka fjárfestingu. Var kappanum því ekið nú í eftirmiðdaginn á partasölu í bænum sem keypti garminn af mér. Þar voru númeraplöturnar teknar af og mér heitið því að ekki yrði þessi elska nú tekin í sundur heldur yrði hann settur beint undir pressuna miklu. Blessaður kallinn.

Það er nú ekki alveg við hæfi að segja frá þessu en ég stórgræddi á þessum viðskiptum. Sjáiði til, ég fékk 18 dollara fyrir bílinn. Það hljómar nú ekki mikið, en ég keypti hann á einn dal og þannig græddi ég 17-falda kaupupphæðina! Eins og gefur að skilja bauð ég honum Shan mínum (sem var aðstoðarbílstjóri og almenn moralsk støtte á þessari erfiðu ferð) að koma í erfisdrykkju á kostnað hins látna. Splæst var í beyglur og allt sem við á að eta og nú sit ég hér við skrifborðið mitt og sporðrenni síðustu bitunum. Takk fyrir mig, Eiríkur!

laugardagur, september 10, 2005

I have been tagged

and am, according to Stina's wishes, to post five random things about myself:

1. I have never wanted to become a hair-dresser.

2. When we were children, my brother and I spent parts of two summers in a camp for children run by the Franciscan nuns in the small town of Stykkisholmur. Not that we were Catholics (or pious at all), I guess it was a way of allowing us kids to spend a part of our summers away from the city and all that a city stands for. I can still remember the place pretty well and I can't say I miss it. But occasionally being the altargirl at Sunday sermon was kind of nice, if only because the incense smelled good, it was fun to throw more water than strictly necessary at the annoying kids, and the priest usually gave us some goodies in his office afterwards (I know what you are all thinking here... but hey,, they can't all be like that!).

3. After my parents' divorce when I was 8 or 9 years old, I moved around like crazy. We'd typically live at a place for up to a year, then find some other place that was allegedly better. Sometimes the only difference would be on which side of the street the house was located. When the house had been stripped of everything, I would invariably put a little note somewhere, say in a crack between the floorboards, telling whomever would find it that I had lived there. I wonder if any of those were ever found... I mean, how well can a 10-year old hide things??

4. The moving-around legacy of my youth and teens has stayed with me. I've lived in Bolivia, Norway and the United States and I still get a little uneasy when thinking of settling somewhere (in a cute little house with a garden??). You could call me a nomad or a wandering spirit. Or maybe, an escapist?

5. For reasons I'm not going into in any detail here, I like the music of Salin hans Jons mins. This is a confession that could alienate some friends. To those, I say: Bear with me. It's been hard for me too ;)

If I got this game right, I should tag someone too. Hmmm... let's see. Erna, but I doubt she'll have time. Shan, maybe I can persuade him. Raggi (if he's not up in the mountains chasing a cairn ;)). Lara systir, because she's the funniest person alive. I think I'll let those four suffice.

föstudagur, september 09, 2005

Það hafðist

Eins og venjulega er undirrituð á síðustu stundu með allt saman. Mér tókst með naumindum að koma ágripinu um verkefnið mitt hér við Cornell inn á ráðstefnuna - en vegna tæknilegra örðugleika (les. seinagangs í fatti) náði Helgafellið ekki inn. Hann Hugh er að vinna í því, enda ótækt að missa af svona tækifæri til að halda erindi á ráðstefnu.

Meira síðar.

þriðjudagur, september 06, 2005

Nýr í bloggheimum

Það er kominn nýr linkur hér til hliðar - og af því þetta er aðalmaðurinn sem er farinn að blogga fær hann fyrsta sætið á listanum. Vona þér sé sama, Lára mín :)

Óhófið

Berist ykkur til eyrna fréttir þess efnis að ég hafi drepist úr lyfjamisnotkun getiði allavega huggað ykkur við að ég var bara á slímlosandi.

En svona í alvöru, hvað ætli maður (eða kona) þurfi eiginlega að taka mikið af guaifenesíni til að fá eitrunareinkenni? Eða, ef ég má umorða þetta, hvað þarf maður eiginlega að taka mikið af þessu sulli til að þetta virki??

Gjéðbjélaða vikan

Skilafresturinn fyrir ágrip á haustráðstefnu bandarísku jarðeðlisfræðisamtakanna rennur út á fimmtudagskvöldið kemur. Ég, ever the optimist (eða þannig), ætla að skila inn TVEIMUR ágripum; öðru um verkefnið mitt hér og hinu um Helgafellið mitt gamla. So far hef ég klárað hvorugt ágripið og í raun varla byrjað á því fyrrnefnda.

Ofan á þetta bætast svo fastir liðir eins og venjulega, þ.e. tímasókn, heimaverkefni, skrifstofutímar fyrir nemendur og sörf á netinu og svona. Spurning um að finna tíma til að anda... eða til að skrifa ágripin. Og til hliðar við fasta liði og hjáverkin, stunda rannsóknirnar fyrir ágrip eitt. Kannski ágætt að vera byrjuð á þeim. Ég er neflilega búin að komast að því að það er mjög auðvelt að eyða heilu sumri í það eitt að greina an- og katjónir í 50 sýnum af vatni, án þess að einu sinni byrja að spá í hvað allar þessar tölur þýði. Ég held samt það sé ekki nóg að birta bara endalausar töflur í doktorsritgerðinni heldur verði maður að hafa reynt að finna út hvað allar þessar tölur þýða...

Perspektív (og gleðifréttir) vikunnar: Hann Shan er orðinn föðurbróðir glænýs og spengilegs lítils gæja í Eugene í Oregon. Til hamingju með það!

laugardagur, september 03, 2005

Á þekjunni

Hvernig er hægt að opna iTunes-ið í tölvunni og setja Cranberries á og fatta þegar fimmta lagið er að verða búið að það er ekki kveikt á hátölurunum??

Bartý Partý

hér í Seneca Resorts í kvöld. Allir að mæta. Engin afsökun tekin gild, bara rífa sig upp af rassinum og mæta!

(Yfirlýstur tilgangur partýsins er að halda upp á þrítugsafmælið hans Terry vinar okkar, það gleymdist neflilega á sínum tíma öllum hlutaðeigandi til ævarandi skammar. Þar að auki ætla ég mér nú líka að skála fyrir karli föður mínum, það vill svo skemmtilega til að hann á afmæli á morgun. Mjög hentugt, og góð nýting á veislu :))

sunnudagur, ágúst 28, 2005

Drukkur dagsins:

Appelsínusafi með aldinkjöti, blandaður til helminga með læm-sódavatni. Namminamm.

Á sunnudagsmorgni

Trúi þeir sem trúa vilja, en ég er búin að vera á fótum síðan hálfsjö í morgun.

Hann Shan er neflilega að keppa í hjólreiðum í Binghamton þessa stundina og þurfti að leggja af stað klukkan sex. Þegar enginn var til að hlýja mér lengur þýddi lítið að liggja í bælinu svo ég skreið framúr og náði að lesa fyrstu 20 síðurnar í 70 síðna doðrants-grein um efnaveðrun á Íslandi yfir morgunmatnum. Datt svo ofan í NYT sunnudagsblaðið (eða blöðin, sendingin inniheldur jú aðalblaðið, ein 5 eða 6 fylgiblöð og tvenn tímarit) en náði að rífa mig upp úr því og byrja að vinna. Sem var jú tilgangurinn með því að fara svona óguðlega snemma á fætur á sunnudagsmorgni.

En Adam var ekki lengi í Paradís. Rakst neflilega á græna tímaritið sem ég fann á flugvellinum í Portland meðan ég beið eftir Shan - Plenty. Stóðst ekki mátið að kíkja aðeins í það og mundi þá að ég hafði ætlað að gerast áskrifandi. Þá varð ég náttla að fara á Netið og ganga frá áskriftinni. Þegar því var lokið var ekki verjandi að loka Netinu nema segja ykkur frá blaðinu. Alveg stórsniðugt og sýnir að maður þarf hvorki að vera mussuhippi né stórskrýtinn til að vera umhverfisvænn.

Held ég fari út í skóg á eftir að hlaupa smá. Ég hef bara farið einu sinni áður út í skóg að hlaupa og það var svo ótrúlega gaman að ég held ég verði að halda því áfram. Iss, eins og mér hefur alltaf fundist leiðinlegt að hlaupa. Slæ þarna hugsanlega tvær í einu; losna kannski bæði við óbeitina á trjám og hlaupum. Sjáum til hvað setur.

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Smá nöldur og Portland

Eitthvað gerast endurbætur á þessari bloggsíðu hægt. Ég er svo andlaus að ég hef ekki einu sinni haft nennu í mér til að setja inn link á flickr-síðuna mína með myndum úr sumarfríinu. Þetta er náttla alveg voðalegt.

Á morgun er dagurinn sem við öll hérna í Íþöku höfum beðið með öndina í hálsinum í allt sumar: Skólinn er að byrja. Undanfarna daga hefur bærinn fyllst af fólki; öndergraddarnir eru komnir aftur úr sumarfríinu og þeir nýju ráfa um bæinn með foreldra sína í eftirdragi, algjörlega týndir og þekkja hvorki haus né sporð á neinu. Þetta þýðir náttla fyrir okkur rótgrónu Íþökubúana að umferðin gengur hraðar en nokkru sinni, það er nóg af bílastæðum úti um allt og biðraðir hafa aldrei verið styttri. You catch my drift, I presume.

Sumarlokafríið okkar Shan var alveg með eindæmum vel heppnað. Flugvélin mín flaug svo nálægt Mt. Hood á leið inn til Portland að ég gat nánast séð múrmeldýrin njóta sólarlagsins hátt uppi í hlíðum fjallsins og weather.com hafði lofað mér sól og blíðu fram á sunnudag hið minnsta. Á laugardeginum keyrðum við sem leið lá meðfram Columbia-á til smábæjarnis Hood River, reyndum að birgja okkur af nauðsynjum fyrir útilegulífið (en gekk ekki vel, allt var uppselt!) og skröltum svo áleiðis að fjallinu. Eftir mikið japl, jaml og fuður og misgáfulegar ráðleggingar landvarða ákváðum við að reyna að fá pláss á Cloud Cap-tjaldstæðinu; það er í 6000 feta hæð og rétt við upphaf göngustígsins sem við ætluðum að ganga á daginn eftir. Þetta reyndist vera góð ákvörðun, það var nóg pláss, nógur tími og algjört overflød af náttúrufegurð.

Á laugardeginum komum við okkur snemma af stað og náðum upp í um 9000 feta hæð eftir 3ja tíma göngu. Þegar þangað var komið urðum við eiginlega að snúa við því hallinn undir fótum okkar var orðinn nokkuð mikill og við komin upp á gríðarlegan klaka-snjóskafl sem lá hálfa leiðina upp á topp, þar fyrir ofan voru bara þverhníptir klettar. Við vorum nokkuð ánægð með túrinn og sátum þarna í klukkutíma að maula nestið okkar og skoða eldfjöllin frægu í Washington-fylki (Mt. St. Helen's, Mt. Rainier, Mt. Adams) sem blöstu þarna við í öllu sínu veldi. Meðan á þessu útsýnisstoppi stóð háðum við þar að auki frækna baráttu við geitunga og býflugur sem virðast kunna bara vel við sig í 3000 metra hæð yfir sjávarmáli innan um grjót og drullu og ekki stingandi strá.

Á flugvellinum í Cincinnati, þar sem ég millilenti á leiðinni heim, keypti ég mér svo bók Jon Krakauers, Under the banner of heaven, til að forða mér frá sturlun af völdum leiðinda á síðasta spottanum heim (það verður eiginlega að taka það fram að við Shan flugum í sitthvoru lagi heim því við gátum ekki fengið tvo miða saman... annars hefði ég sko ekkert verið að sturlast úr leiðindum... það bara getur gerst ef eina lesefnið á margra klukkustunda langri flugferð er SkyMall...). Nú, það er skemmst frá því að segja að nú er ég hreinlega að sturlast af ógleði/viðbjóði... bðaaaa, meiri viðbjóðurinn sem fólk getur gert í nafni trúarinnar. Mæli eindregið með bókinni fyrir alla, konur og kalla (en ekki börn... allt of mikið af blóði og gori til þess).


Jahá.....

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Ég segi eins og hún Stína:

Fréttir af dauða mínum eru stórlega ýktar.

Hef haft öðrum hnöppum en blogghnöppum að hneppa undanfarna viku. Núna er ég t.d. búin að lifa af alveg sérstaklega leiðinlegan/óinspírerandi dag á labbinu og ætla út í góða veðrið að bardúsa eitthvað.

Á morgun er það svo flug vestur yfir gjörvöll Bandaríkin og til Portland sem þar bíður. Jibbí skvibbí.

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Fyrir bændur og búalið

Ef ég væri á Fróni myndi ég skella mér í þessa ferð. Ekki spurning.

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Innskot - greinin mín

Vúpps, þá er greinin okkar um Helgafell komin inn á ritstjórnarskrifstofur aftur eftir ritrýni og verið er að taka ákvörðun um hvort það eigi að birta hana (væntanlega eftir lagfæringar og svoleiðis af hálfu okkar höfundanna) eða henda henni í hausinn á okkur sem óbirtingarhæfri.

Vonum það besta.

Bloggleysi

Hér hefur ekki verið mikið bloggað að undanförnu og eitthvað gæti dregist að alminnilegt blogg birtist aftur. Ástæður: annir á tilraunastofunni og áhugi á að bæta eitthvað úr þessum síðugarmi mínum.

fimmtudagur, júlí 28, 2005

Kvart og kvein og smá bjartsýni í lokin

Það er eins með blogg og bænirnar*, maður bloggar bara þegar eitthvað bjátar á.

Jónaskiljan er að gera mig gráhærða. Ég held að ég hafi eytt meiri tíma með þessari maskínu en allir hinir nemarnir á labbinu til samans. Alltaf þegar ég tel mig vera búna að komast að rótum vandans (leki, óhreinindi etc.) þá skal eitthvað nýtt koma upp. Ef ég næ að klára að greina Hawaii-sýnin mín fyrir áramót tel ég mig góða.

Svo er það kísilgreiningin. Sull með alls konar vibbaleg efni og skeiðklukku til að vera með tímasetninguna á hreinu. Bíða svo í 12-24 tíma, greina svo. Og hvað gerðist?? Allt í hassi og ekki heil brú í niðurstöðunum þegar ég fór og greindi 22ja tíma gömlu blöndurnar mínar. Það þýðir aðrir 2 tímar í undirbúning og svo reyna aftur að greina, á morgun. Jibbí kóla. Heit ðiss.

Vonandi að helgin nái e-u af fýlunni úr mér. Við skötuhjúin ætlum að skella okkur í ofurbíltúr út á Þorskhöfða í Massachusetts og þaðan með bát til Nantucket-eyju. Það ku vera agalega fallegt þarna. Tilefnið er að vinur Shans, Erik, á hlut í húsi á eyjunni og við fáum að vera þar frítt. So far erum það við tvö, Erik og svo mamma hans sem ætlum að eyða helginni þarna. Gæti orðið gaman.

* = hér verð ég eiginlega að taka fram að ég gekk af trúnni fyrir langa löngu og hef ekki farið með bænir síðan ég komst til vits og ára.

mánudagur, júlí 25, 2005

Kotasæla

Liðin helgi var mikil kotasæla. Heit og sveitt kotasæla, ekki síst af veðurfarsástæðum. Sumarið í Íþöku er ótrúlega heitt og ótrúlega sveitt. Farmers market og íste með myntubragði standa á svoleiðis dögum algjörlega fyrir sínu.

laugardagur, júlí 23, 2005

Ekki meira svona, takk.

Æi, hvað þetta er ótrúlega ömurlegt. Mikið ætla ég að vona að mennirnir sem gerðu þetta verði ekki bara reknir heldur líka leiddir fyrir rétt. Það er heldur óspennandi framtíð að fólk sem er kannski bara að pukrast með hassmola í öndergrándinu fari að vera skotið úr návígi.
You scored as Albus Dumbledore. Strong and powerful you admirably defend your world and your charges against those who would seek to harm them. However sometimes you can fail to do what you must because you care too much to cause suffering.

Albus Dumbledore

90%

Hermione Granger

80%

Draco Malfoy

65%

Ron Weasley

65%

Sirius Black

60%

Remus Lupin

55%

Severus Snape

50%

Ginny Weasley

40%

Harry Potter

40%

Lord Voldemort

35%

Your Harry Potter Alter Ego Is...?
created with QuizFarm.com

þriðjudagur, júlí 19, 2005

Þotuþreyta (og önnur)

Þá er sumarfríinu þetta árið bara lokið og við komin aftur heim til Íþöku eftir mikið fjör og sprell á Ísalandi. Sólin skein í heiði í þrjá daga samfleytt meðan Laugavegurinn var genginn, svo rigndi eins og hellt væri úr fötu, Ölstofan stóð fyrir sínu og að auki fengum við heil ótrúleg ósköp af edilonsfínum mat að borða. Ógissla gaman allt saman. Er bara svolítið þreytt í dag enda komum við ekki til Íþöku fyrr en um 5-leytið að morgni að íslenskum tíma. Segi bara takk fyrir okkur!!

sunnudagur, júlí 10, 2005

Doppótta treyjan og rakaðir leggir

Ég get ekki að því gert en mér finnst eitthvað hálfskringilegt að Dani sé að rústa öllum brekkunum í Tour de France, meðan að kappar frá BNA, Ítalíu og hvað-þau-nú-heita löndin með fjöllunum fá ekki rönd við reist. Þeim sem gengur best í brekkunum einn daginn fá að vera í doppóttri treyju daginn eftir (og þar með vera ókrýndur stílkóngur keppninnar). Frakkarnir alltaf smart. Annars býr Daninn víst í Ítalíu skv. persónunjósnum mínum á CNN, svo það er kannski ekkert svo skrýtið.

Glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir að færsla um íþróttir birtist ekki oft hér á þessum bloggi. Undantekning er gerð fyrir Tour de France og þessa dönsku anómalíu.

Að auki steingleymdi ég að segja ykkur frá því þegar túrinn kom hingað til Nancy. Jamms, alltaf tekst mér að vera á réttum stað á réttum tíma og það þó ég ætli mér það ekki. Enda skiptir túrinn mig afar litlu máli persónulega. Flestir Kanar sem ég þekki eru hins vegar að tapa sér af æsingi (enda svo sem ekki skrýtið) og ég fékk fyrirskipanir um að gjöra svo vel að fara á vettvang og horfa á þegar kapparnir komu inn í Nancy og eiginhandaráritun frá Lance.

Þar sem ég þekki hvorki haus né sporð á Nancy endaði ég nú ekki við markið eins og planið var heldur eina 200 metra aftan við það. Það gerði ekki mikið til, ég sá ágætlega hangandi í stálrimlum fyrir glugga nokkrum. Kapparnir komu inn í mikilli kássu og það var ekki séns að koma auga á Lance í þvögunni. Sama hvað ég leitaði þá var það eina sem ég sá rakaðir leggir. Ég hef aldrei á ævinni séð annað eins samansafn af rökuðum karlmannaleggjum og ég segi það satt, ég get alveg lifað án þess að sjá svona lagað aftur. Náði nú samt að sjá Lance þegar hann var færður í gulu treyjuna og dreif mig svo í burtu. Hef ekki enn náð mér almennilega og gleðst innilega í hvert sinn sem ég sé órakaðar kallalappir koma undan stuttbuxunum.

laugardagur, júlí 09, 2005

Shop 'till you drop

At the risk of being considered frivolous, in the aftermath of these senseless bombings in London, I'm going to talk about shopping.

Og núna á íslensku. Suma hluti er bara einfaldara að orða á ensgu.

Nancy er ekki stærsta borg í heimi en hún lumar á fleiri verslunum en tölu verður á komið. Alla vega fleiri verslunum en ég kemst yfir að skoða í lofttæmis-heimsókn minni hingað. Mér hefur nú samt tekist að villast inn í þó nokkrar og þá sérstaklega þær sem skarta risastórum auglýsingum um "soldes". Það var fyrsta nýja orðið mitt í frönsku í þetta skiptið, það þýðir "útsala" og er nú orðið eitt af uppáhaldsorðunum mínum. Einkum og sér í lagi þegar það sést í glugganum hjá H&M.

Keypti sitt af hverju smálegt þar. Keypti ekki grænu brauðristina með bleiku blómunum sem fékkst í lítilli búð rétt við Stanislas-torg. Keypti fleira smálegt í hræðilegri miðbæjarkringlu. Keypti ekkert á risa-götumarkaðinum sem fyllti miðborgina í dag, en það var bara af því 2ja evru skórnir sem mig langaði í voru ekki til í minni stærð. Eða réttara sagt, þá var enginn hægri fótur til í minni stærð. Það er oftast betra að hafa báða skóna jafnstóra, ef maður er á annan bóginn svo partíkúlar að þurfa skó á báða fætur. Svo væri ekki leiðinlegt að komast að því hvar sá hægri er.

Að öðru leyti er ekki laust við að mér sé farið að leiðast. Þíða, hræra, frysta. Þíða, hræra, frysta.

fimmtudagur, júlí 07, 2005

miðvikudagur, júlí 06, 2005

Kalin

Það er með vissu stolti sem ég tilkynni að ég er með örsmá kalsár á handarbaki hægri handar. Ég var að hræra í etanól-köfnunarefnisblöndunni minni, sem var ca. -85°C, og smá lús skvettist á mig. Ef þetta hefði bara verið etanól eða köf eða blanda þá hefði þetta bara gufað upp á stundinni og í mesta lagi verið smá svona hressandi. Með tímanum safnast vatn (sem þéttist utan á tilraunaglasið þegar það er tekið úr blöndunni) í etanól-blönduna og smá moli af þessu frosna vatni hefur lent á hendinni. Ætli það hafi ekki legið á húðinni í svona ca. hálfa sekúndu áður en ég burstaði það af. Nóg til að fá pínulitlar rauðleitar doppur, varla kalsár nema í sjúkri ímyndun minni. Kalsár hafa neflilega verið réttur dagsins í dag.

Let me explain. Þessa dagana er ég að lesa um verstu ferð í öllum heiminum, og eins hrifin og ég er nú af alls konar geðveiki á köldum, óvistlegum og hættulegum stöðum þá verð ég að játa að ég er fegin að hafa ekki þurft að fara í þessa ferð sjálf. En þessir bresku sjéntilmenn rúlluðu djobbinu upp, fundu fingurna á sér frjósa meðan þeir reyndu að fíra upp í prímusnum og þíddu svo kalsárin á tánum meðan tevatnið var að sjóða. Þeir gerðu þetta allt í 60 stiga frosti um hávetur í heimskautamyrkri, auk þess að draga þrír saman 350 kg sleða yfir jökulsprungur og brotinn hafís, klifra upp og niður kletta og ísstál og bara gvöð veit hvað. Einn þeirra var meira að segja illilega nærsýnn og gleraugnalaus. Af bókinni að dæma voru þeir alltaf í trallilí skapi og rataðist aldrei blótsyrði á munn í allar vikurnar fimm sem ferðalagið tók. Þetta er geðveiki sem engum nema þegnum breska heimsveldisins hefði dottið í hug að leggja út í og sem engum nema Bretum hefði tekist að lifa af, á sjéntilmennskunni einni saman.

Thus, afbrigðileg hamingja mín yfir kali. Sem er ekki einu sinni kal, sama hvað ég reyni. Ætti ég kannski bara að stinga bífunum oní frostpollinn??

þriðjudagur, júlí 05, 2005

Óskast gefins eða fyrir lítið:

Partý, fullt af fólki, einhver með gítar, hver syngur með sínu nefi.

Miði á U2-tónleikana í París 10. júlí. Baksviðspassi má fylgja með.

Skyggni gott til allgott á leiðinni Landmannalaugar-Hrafntinnusker miðvikudaginn 13. júlí næstkomandi.

Cheerios-pakki með Ph.D.-gráðu í jarðefnafræði frá Cornell innan í (má vera Cocoa Puffs).

30 feta ísstyrktur seglbátur og hytte á Svalbarða. Hytten má vera á Suðurskautslandsskaganum, en þá má gjarna almennilegur ísbrjótur fylgja með.

Bæta má við listann eftir þörfum.

mánudagur, júlí 04, 2005

Til áréttingar

Lesist með síðasta pósti:

"Heila eilífð" = "Heila andskotans fokkíngs eilífð"

Lifið heil.

Lu vaköm

Alveg er þetta nú stórskemmtilegt og hressandi. Þýða, hræra, frysta. Þýða, hræra, frysta. Þýða, hræra, frysta.

Svo koma svona snillingasýni eins og öll þau sem ég tók í lok mars. Það er bara bókstaflega ekkert í þeim, eða ef það er ekki bókstaflega ekkert í þeim þá er bara pínulítið, nógu lítið til þess að það tekur heila eilífð að kreista þessa hungurlús út. Lífið væri einfaldara ef engin væri hungurlúsin.

Meira um Frans

Það fyrsta sem ég tók eftir þegar út úr RER- og metróinu kom (á ljóshraða í TGV-lestinni á leið til S-Frakklands) var hvað allir bílarnir eru litlir. Mér leið eins og ég væri í Lególandi. Í Amríku telst til tíðinda að sjá lítinn bíl á vegum úti (frúarbíl, eins og þeir voru/eru kallaðir á Íslandi), hér í Frans telst til tíðinda að sjá stóran bíl á vegum úti. Greinilegt að hátt bensínverð skilar sér í eyðslugrennri bílum. Er alveg gasalega ánægð með það.

Annað: Frakkar halda enn í þann forna sið að hafa allt lokað á sunnudögum. Ógurlega kósí eitthvað.

föstudagur, júlí 01, 2005

Fancy Nancy?

Er þá ekki kominn tími á að skoða borgina aðeins? Ég er núna búin að vera hér í tæpa þrjá sólarhringa og hef ekki séð annað en veginn milli íbúðarinnar sem ég fékk lánaða og rannsóknamiðstöðvarinnar þar sem ég vinn. Þetta náttla gengur ekki.

Ætlaði að vera enn duglegri og gera eitt sýni í viðbót. Held ég sleppi því. Klukkan er orðin sex og ég er orðin frekar steikt í höfðinu eftir tíu tíma á labbinu. Á þá skyndilega bara eftir að klára síðasta sýnið, ganga frá, pakka oní poka og labba út. Stanislas-torgið er næsti áfangastaður.

fimmtudagur, júní 30, 2005

Lifað í vakúmi

Eftir að hafa lesið óteljandi bækur um Nancy Drew sem krakki finnst mér svolítið skrýtið að vera í borg sem heitir Nancy.

Nú. Ég er orðin sloppklædd vísindakona hér í NA-Frakklandi og sem stendur er vatnið mitt úr Hapahapa'i-á á Kohala-skaga á Hawai'i-eyju að hvarfast við fosfórsýru í litlu kúlulaga tilraunaglasi. Þarna inni (í kúlunni) er algjört lofttæmi, fyrir utan koltvísýringinn sem verður til þegar vatnið blandast sýrunni... svo eru nokkrar tilfæringar að ná koltvísýringnum úr flöskunni og oní aðra án þess að missa neitt út í loftið. Involverar meðal annars frosið áfengi og fljótandi köfnunarefni. Ægilega gaman eitthvað.

Brúðkaupið var alveg ólýsanlega skemmtilegt. Vínekrur svo langt sem augað eygði og ef ekki vínekrur þá annaðhvort lavenderakrar eða kirsuberjatré. Eldgamalt uppgert hús og annað með sundlaug við hliðina á. Fornvinir mínir Linda Rós, Stefán Jóns, Markús og Dóró, að ekki sé minnst á gleði- og listafólkið vini þeirra. Brúðkaupið fór fram í ægifornri þorpskirkju, brúðkaupsveislan úti undir berum himni, fjórréttað að frönskum sið... need I say more? Tóm hamingja og ekkert annað!

föstudagur, júní 24, 2005

Alveg að fara

Þetta er allt að koma, bara smá hóstakjöltur eftir (þessar upplýsingar eru aðallega ætlaðar sérstöku áhugafólki um heilsufar mitt... sem hlýtur að vera fjölmargt... ehemm...).

Vindum okkur yfir í aðra sálma. Evrópureisan hefst á morgun og er ekki laust við að ég hlakki nú agnar ögn til. Eftir allt að því endalausar flug- og (óendanlega spennandi) lestarferðir ætti ég að hafna í S-Frakklandi, n.t.t. Avignon, á sunnudagskveldið, haldiði það sé nú! Svo bara brúðkaup og sprell og beint upp í næstu lest til þess að ná til Nancy á þriðjudagskvöld. Æi, það er erfitt að vera svona kosmópólítan *sigh*

En samt er það nú alltaf þetta sama gamla; átthagasakn og svona. Ekki að Íþaka sé beinlínis átthaginn. En samt. Nú, heimsókn til Íslands ætti að kippa þessu í liðinn, ik'?

þriðjudagur, júní 21, 2005

Veik í beinni

Alltaf huggulegt að vera með mat í nösunum. Hvað á það annars að þýða að vera eins og ræfill, gubbandi og með beinverki, á lengsta degi ársins??

'Once you start this,

you could have a 45-year-old man wanting to marry a 9-year-old boy. That could be O.K. in 20 years.' Svo segir B. S., baráttumaður gegn hjónaböndum samkynhneigðra, í NYT Magazine um daginn.

Einmitt. Athyglisvert. Hafið mig afsakaða meðan ég kasta upp.

Ég verð að viðurkenna að ég á dulítið bágt með alla þessa umræðu um hjónabönd samkynhneigðra hér í Bandaríkjunum. Í fyrsta lagi kúgast ég yfir sjáfbirgingshættinum í kristna öfgatrúarfólkinu sem eitt veit hvernig á að vera hamingjusamur í lífinu og sem finnst hjónaband eiga eingöngu að snúast um "procreation and family" (á þá ekki líka að banna fólki sem vill ekki eða getur ekki eignast börn að ganga í það heilaga?). Í öðru lagi skil ég ekki samkynhneigða, að einbeita sér að hjónabandi (í landi þar sem trúarofsinn vex frá degi til dags) meðan helstu borgaraleg réttindi þeirra eru enn fótum troðin. Hvernig væri að byrja á staðfestri sambúð og fá t.d. arf eftir maka sinn? Ég bara er ekki alveg að ná þessu. Veit líka sennilega of lítið um málefnið.

Ég veit það samt að jafnvel hér í frjálshyggjubænum Íþöku er alveg ótrúlega mikið af fólki sem ég myndi kalla kristið öfgatrúarfólk; sem finnst samkynhneigð viðbjóðsleg og sem trúir hvorki á þróunarkenninguna né jarðsögulegan tíma. Þetta er ekki fólkið sem vinnur á kassanum í WalMart eða ber út póstinn, nei, þetta fólk sem ég kannast við er ýmist í doktorsnámi í náttúruvísindum eða leiðbeinir doktorsnemum í náttúruvísindum. Hvernig er hægt að vera náttúruvísindamaður og trúa því um leið að niðurstöður vísinda séu guðlast?!?!

Þetta voru mín tvö pens. Sit á rassinum heima hálflasin og hef ekki farið úr húsi í dag. Hausinn fullur af hor og skrokkurinn fullur af beinverkjum. Heimahjúkrunin er víst líka í fullu starfi sem verkfræðinemi og þurfti að fara í skólann svo ég neyðist víst til að halda sjálfri mér kompaníi svona rétt yfir miðjan daginn. Ég les bara blöðin á meðan, hneykslast alveg í keng yfir blússandi afturhaldi landans og reyni svo við krossgáturnar til að ná mér niður á milli greina.

sunnudagur, júní 19, 2005

Af-væling

Jæja, best að bæta upp fyrir vælið í mér um daginn. Þreif fjallahjólið mitt hátt og lágt í gær, allt óþarfa drasl og glingur var rifið af og loks brunað niður brekkuna með gripinn í viðgerð. Keðjan var endanlega búin og vírarnir sem liggja í gírana aftaná farnir í sundur. Svo ætla ég að reyna að fá lánuð slétt dekk hjá vini hans Shan og drífa mig eitthvað út að hjóla.

Ferðin til Fransí og samsætugreininga nálgast óðfluga. Gekk kampusinn þveran um daginn til að fá lánaða bók um aðferðir við samsætugreiningar, það var rétt svo að ég loftaði bakpokanum þegar doðranturinn var kominn ofan í. Stórt brot, 1234 blaðsíður; hver er eiginlega meiningin með þessu?!?!. Þarf nú sem betur fer ekki að lesa allt...

Eftir allar þessar greiningar tekur svo við smá sumarfrí á kunnuglegum slóðum heima á Fróni. Stefnan sett á að labba Laugaveginn á mettíma í sól og sumaryl. Jibbí skvibbí! Vonandi bara að einhverjir vinir og kunningjar verði heima við, sumir verða neflilega langt í burtu að spóka sig á Rímíní...

fimmtudagur, júní 16, 2005

Ventilasjon

Ég er í vondu skapi. Málið er að kunningjakona mín hér í bæ var að kaupa sér nýtt hjól og þurfti að selja sitt gamla. Það er alveg forkunnarfínt hjól þó gamalt sé og ég fékk það lánað til að prófa. Gripurinn smellpassaði og ég sá fyrir mér sumar fullt af hjólaferðum og jafnvel þátttöku í stuttri þríþraut. En, ó vei, önnur hafði sýnt áhuga, því hana vantaði eitthvað til að skutlast á í bænum. Og hún verður út úr bænum í meira og minna allt sumar. Og hún keypti hjólið.

Og ég á ekki 1000 kall til að kaupa annað hjól.

Er ekki við hæfi að segja bara arg??

miðvikudagur, júní 15, 2005

Jarðskjálftar

Það er búið að vera mikið fjör á jarðskjálftamælunum hér í Snee Hall undanfarna daga. Mælarnir hér ná stórum skjálftum um allan heim en ekki smáum skjálftum nema þeir séu nálægt. Til dæmis held ég að litlir skjálftar á Íslandi og Nýja-Sjálandi birtist ekki hérna. Á vefsíðu hjá bandarísku jarðfræðistofnuninni sá ég svo að nokkrir litlir skjálftar hafa nýlega orðið á norðureyju Nýja-Sjálands, þar sem Lára systir býr þessa dagana. Ætli hún hafi fundið þá?? Það er svo klikkuð tilfinninga að finna jarðskjálfta!

Fransí

Þá er það komið á hreint, ég fer til Fransí eftir tíu daga. Í boði Cornell.

Aðaltilgangur ferðarinnar er að læra að greina kolefnissamsætur í vatni. Það ætla ég að gera í Nancy, hjá kunningja leiðbeinandans míns. Held ég verði að setjast niður og koma mér rækilega inn í allt áður en ég fer, svona svo ég verði nú deildinni hér og sjálfri mér ekki til skammar þarna úti í heimi. Alternatively má alltaf prófa að hella meira rauðvíni í glösin hjá þessum fransmönnum ef þeir fara að reyna að reka mig á gat. Aldrei að vita nema þeir verði bara sáttir við það.

Aukatilgangur ferðarinnar, og ekki sá leiðinlegasti, er að vera viðstödd brúðkaup fornvina minna Dóró og Markúsar. Þau ætla að gifta sig í S-Fransí eftir tæpar tvær vikur, svo ég bruna þangað strax eftir komuna til Parísar. Fer svo þaðan til Nancy. Agalega fínt.

Þessi plön urðu til í dag. Allt var hér á suðupunkti í smástund, bráserinn krassaði og ég blótaði heil lifandis ósköp og hélt ég hefði misst af feitum díl og fussaði og sveiaði -- en svo fór þetta allt vel að lokum. Meiri fréttir þegar þær berast.

föstudagur, júní 10, 2005

Dela-ver

Um helgina ætla ég að kynna mér delana í Dela-veri. Hahaha, mikið ofsalega er ég nú fyndin.

Ferð til Delaware sem sagt á dagskránni um helgina. Þetta ku vera eitthvert jafnmest óspennandi fylki Bandaríkjanna og þess vegna náttla upplagt að skella sér. Fínt átlett moll á leiðinni og svona.

Erum orðin of sein á barinn. Meira síðar.

fimmtudagur, júní 09, 2005

Verða að hætta?

Nei, á nú ekki von á því.

En mikið væri nú gott og heilbrigt ef þetta blessaða kompaní yrði skyldað til að fara eftir ströngustu leikreglum þegar nýtt umhverfismat liggur fyrir. Gott, því hver vill Reyðarfjörð fullan af mengun? Heilbrigt, því það á ekki að líða erlendum stórfyrirtækjum að segja framkvæmdavaldinu á Íslandi að sitja og standa eins og þeim hentar.

Cinnamon Bun

Haldiði ekki að ég hafi komist að því um daginn að bakaríið á horninu selur snúða! Mikið ógurlega varð ég glöð. Þeir kallast "cinnamon buns" á ensgunni og eru með vanillu-smjörkremi í staðinn fyrir brúnum og bleikum glassúr, en þeir eru með kanilsykri milli laga og líka alveg jafnþurrir í eftirmiðdaginn og alvöru snúðarnir heima. Það þarf náttla ekki að taka fram að ég er orðin reglulegur snúðakúnni í eftirmiðdagskaffinu.

miðvikudagur, júní 08, 2005

spennó spennó

Greinarræksnið okkar er komið til ritrýnendanna... mjö... hvernig ætli þetta fari??? Vonandi tekur það rýnendurnar ekki meira en tvo-þrjá mánuði að plægja sig í gegnum þetta...

þriðjudagur, júní 07, 2005

Alltaf jafnmikil læti

í hinu föðurlandinu mínu, Bólivíu. Ef það er ekki eitt þá er það annað. Komminn í mér heldur með mótmælendunum og það gerir réttlætissinninn í mér líka. Það er búið að arðræna almenning þarna nóg fyrir tíu eilífðir og löngu kominn tími á að hætta þessari vitleysu.

P.S. Af hverju hefur Mogginn ekki sagt frá þessu fyrr??

mánudagur, júní 06, 2005

Domestica

Heimilislegur dagur að kveldi kominn. Ráðist var í það stórvirki að endanlega flytja moi inn í íbúðina hans Shan, sem er þá náttla orðin íbúðin okkar, og koma mér og öllu mínu hafurtaski þar haganlega fyrir. Gríðarlegum hendingum og tilfærslum síðar eru allir kassarnir, nema einn, tómir og skápar og skúffur í jafnvel betra ásigkomulagi en áður en ég flutti inn (ekki að þetta síðasta sé nú beint mér að þakka...). Það er þungu fargi af heimilisfólkinu létt... svo ekki sé nú minnst á hvað það er gott að hafa ákveðið að engir frekari flutningar séu á dagskránni á næstunni. Jamms, bara vera hér. Agalega edilonsfínt.

sunnudagur, júní 05, 2005

Heimsfrægð fyrir Helgafell, Hafnarfirði

Skál!!!!!

Var rétt í þessu að senda fyrstu greinina mína inn til ritrýningar. Hið ógurlega vinsæla og víðlesna tímarit Journal of Volcanology and Geothermal Research varð fyrir valinu. Eftir rúmt ár verður svo þrekvirkið birt á pappír (ef gvöð og ritrýnendur lofa) og pílagrímaferðir til Helgafells í landi Hafnarfjarðar geta hafist.

föstudagur, júní 03, 2005

Her er eg, godan daginn

You scored as Existentialist. Existentialism emphasizes human capability. There is no greater power interfering with life and thus it is up to us to make things happen. Sometimes considered a negative and depressing world view, your optimism towards human accomplishment is immense. Mankind is condemned to be free and must accept the responsibility.

Existentialist

88%

Materialist

81%

Idealist

69%

Modernist

56%

Cultural Creative

56%

Postmodernist

44%

Romanticist

38%

Fundamentalist

0%

What is Your World View? (updated)
created with QuizFarm.com

mánudagur, maí 30, 2005

Tex Mex framleigjendur

Þekkiði nokkuð einhvern sem vantar herbergi í íbúð hér í Íþöku næsta vetur?? Agalega edilonsfínt herbergi er laust fyrir agalega edilonsfínan framleigjanda. Hafa bara samband við undirritaða. Núna. Strax.

Þau undur og stórmerki hafa gerst að ég hef gert eitthvað af viti í dag. Í tilefni af því ætla ég að trítla heim hvað úr hverju og elda mexíkanska kjúklinga-tex mex súpu. Namminamm. Allir að koma í mat.

*Alþjóðlegar tjaldbúðir við Kárahnjúka í sumar*

Glóðvolgt úr pósthólfinu mínu:

"Til stendur að slá upp alþjóðlegum búðum við Kárahnjúka síðari hluta júnímánaðar. Tjaldbúðirnar, sem munu standa fram í ágúst/september, eða svo lengi sem veður leyfir, munu verða vettvangur fyrir fólk að koma á framfæri mótmælum sínum við virkjunarframkvæmdirnar. Boðið verður upp á fjölbreytta menningardagskrá, fræðslufundi og gönguferðir með leiðsögumönnum. Að búðunum standa engin samtök, heldur fjöldi einstaklinga úr öllum áttum sem láta sig varða framtíð og örlög náttúrugersema okkar. Öllum er velkomið að taka þátt.

Frekari upplýsingar á www.savingiceland.org eða með tölvupósti á savingiceland@riseup.net"

föstudagur, maí 27, 2005

Til hamingju með stórafmælið!

Hún mamma mín elskuleg á stórafmæli í dag. Hún lengi lifi! Húrra!! Húrra!! Húrra!!

fimmtudagur, maí 26, 2005

Boston og nýir tímar

Þá er nýtt tímatal hafið. Í dag er annar dagur e.t., þ.e. eftir tónleikana.

Þessir gæjar eru ekkert venjulega svalir. Þeir spiluðu alveg brjálað rokk í rúma tvo tíma meðan 17 þúsund manns sungu og öskruðu með. Uppi á þriðju svölum, beint fyrir ofan og framan við sviðið og í fremstu röð, stóð undirrituð og rétt náði að halda í líftóruna þegar goðin komu á sviðið. Vá!! Þeir eru ekkert smá flottir, alveg eðalsvalir og vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera. Ég held að hver einasta manneskja í höllinni hefði étið úr lófanum á þeim hefði slíkt staðið til boða... þeir gjörsamlega áttu alla viðstadda.

Það sem ég saknaði var náttla uppáhaldslagið mitt, Bad (lagalistinn er neðst á síðunni sem ég linkaði á að ofan) og svo að sjá Bono fiska e-a dömu úr krádinu upp á svið til sín eins og hann gerði stundum í gamla daga. Núna var hann mjög passasamur með að koma ekki of nálægt sviðsbrúninni (einu sinni handjárnaði e-r dama sig víst við ökklann á honum og hann þurfti að standa á sviðsbrúninni og syngja þar til hægt var að saga handjárnin í sundur - hahahaha!!) en var að öðru leyti æðandi út um allt svið. Sviðið var alveg ótrúlega flott, mínímalisminn á fullu og ljós og form látin búa til effektana. Þetta hér var líka ótrúlega flott atriði - klikkið á myndina með greininni til að sjá betur. Mannréttindayfirlýsing SÞ á skjánum var áhrifamikil, Love and Peace kom ótrúlega á óvart og Where The Streets var rokkaðra og kraftmeira en ég hef nokkurn tímann heyrt það áður.

Annað sem var alveg rjómaflott var að við Shan gátum verið saman á tónleikunum... miðarnir mínir tveir sem ég keypti í forsölu fyrir aðdáendur (ég veit, ég er paþetísk..) voru á sitthvorum enda tónleikahallarinnar. Enginn skipti sér af því hvar maður sat fyrr en sætiseigandinn birtist - sem betur fer birtist enginn til að gera tilkall til sætanna sem við eignuðum okkur. Sem reyndust svo vera bestu sætin í húsinu. Edilon var svo sannarlega á svæðinu.

Í gær skoðuðum við svo Boston í haugarigningu og roki sem hefði alveg getað látið reykvískan útnyrðing skammast sín. Fólk í Boston virðist mér almennt vera skynsamara en Íþökubúar, það klæðir sig eftir veðri og dró fram flíshúfurnar og dúnúlpurnar í tilefni veðursins meðan að hér í Íþöku fara allir í stuttbuxurnar í lok mars, sama hvernig viðrar. Held með Boston-liðinu.

Á heildina var þetta alveg agalega flott aukahelgi í miðri viku. Meira svona, takk.

mánudagur, maí 23, 2005

Tónleikavikan

Við fengum stórskemmtilega heimsókn á fimmtudaginn þegar Ed bróðir hennar Stínu kom í heimsókn til Íþöku. Hann og vinur hans Tom voru á fyrsta degi ökuferðar til vesturstrandarinnar. Eftir kvöldmat og spjall dró Ed fram fiðluna sína og spilaði fyrir viðstadda. Mér leið bara eins og drottningu í höll sinni!

Svo leið helgin og áður en ég gat sagt "edilonsfínt, alveg hreint" á innsoginu er kominn mánudagur. Alveg magnað hvað tíminn getur liðið hratt. Á morgun verður svo brunað til Boston til að sjá goðin mín í U2 spila. Mikið gasalega hlakka ég til. Því miður kemst Erna vinkona ekki með sakir anna svo hann Shan ætlar að halda mér kompaníi. Vel upp alinn herramaður, jájá.

fimmtudagur, maí 19, 2005

This Ithaca Life

Busy. Very busy.

Or did I mean to say lazy? Very lazy?

Running standards. Hanging out. Running samples. Trying to figure out what exactly to do with all these samples. Looking for the cable. Changing my address. Taking the sweater off, putting it on again. Cold, warm, then cold again. Too little sleep, too much coffee. Am in spite of all this (or because of it) having a great time.

Anybody have a pink bathrobe?

sunnudagur, maí 15, 2005

Vegna fjölda áskorana...

... eða var það áskoranna?

Sú gamla komin heim í heiðardalinn. Agalega notalegt. Meira síðar.

þriðjudagur, maí 10, 2005

Ertu þá farin?

Yes, I think so. I'm gone. Or just about to.

It's still morning here in the Pacific, I've packed up my stuff and all I need to do now is throw my samples into a cooler, take the cooler to the post office, clean my room and brace myself for the overweight charges that will be brought against me at the airport. One last shopping visit to Kona and then I'm off.

sunnudagur, maí 08, 2005

Da babes and some serious stuff

Nona and I (in that order, strictly) are without a shadow of doubt the hottest chicks in the Cornell mansion today.

See, we went surfing this morning. A friend of Nona's, a lady who's surfed for over 20 years, took us to Pine Trees beach in Kona, bringing a board along for each of us. The beach is kind of rocky and the bottom is really rocky, so the first thing I did after paddling out a few dozen meters on the board was to fall off of it and cut my heel (ever the babe, you see). Nona did pretty well on her board (read: stayed on it), whereas I kept falling off (such a babe, you know). Falling off, per se, would not have been a problem (you just get back on the board, which isn't too hard at all) but with that bottom, rocky and strewn with sea urchins whose spikes make you ache for days, it wasn't so great. After a while, I figured I'd have more fun bodyboarding, so I traded my super-cool surfboard for a boogieboard and fins. Had tons of fun!! The waves were nice, not too big at all, and being in the water watching all these people surf was just amazing. Especially seeing ladies in their sixties and kids who can barely walk gracefully riding the waves. Did I say amazing? Totally. Amazing.

Which does not mean that I'm not still a telemark girl at heart :)

Not taking anything away from Nona and I, I still think it's fair to say that the hottest babe on the beach was our host, Karen. She is such an interesting person. Thanks to her and some of her friends' efforts, Pine Trees beach is a public beach about to be turned into a county park, instead of a pricy resort for the select few. They fought a long and hard battle, stretching over 15 years, to get the developers away and secure the beach for the public. It was so inspiring to hear her tale. Made me believe that the Icelandic highlands, Þjórsárver and tons of other threatened places back home in Iceland still stand a chance of survival.

What secured their success? People hearing of the beach being threatened and going there to see it and enjoy it before it was too late. Everyone came to love it and a huge momentum was generated in the society for the preservation of the beach. So, all you Paris-London-Rome-going Icelanders, go to Kárahnjúkar instead. Go to Þjórsárver. See what you will be losing. Then decide for yourself whether losing it is worth what you get back (verðbólga, þensla, nýtt sjónvarp í eldhúsið). Please don't let Landsvirkjun's PR gang decide the future of our land for us.

Karen told me that if the battle for the beach had only been fought by environmentalists, it would probably have been lost. The only reason they were so successful is that indigenous peoples' rights and human rights were made an issue. Now, technically speaking we Icelanders cannot really think of ourselves as indigenous. We are, however, fighting against the same trespassing on our lands as the native Hawaiians (and native peoples everywhere): multinational companies (backed by our government and its institutions) taking our land for their own benefit, giving very little back to the community and not giving a rat's ass about how their arrival on the scene influences traditional land uses and values. A scene most understandable in the so-called third world, of which Iceland doesn't usually consider itself part.

föstudagur, maí 06, 2005

Le jour d'aujourd hui

Returned to the Cornell abroad mansion on the HPA campus at 8:30 pm after a long and successful day out sampling. Brought 4.5 liters of East Hawaiian water (that's 36 bottles!!) with me. The island is currently experiencing draught, so I consider myself pretty good. I think I may also have diminished the local mosquito population somewhat. Fortunately however, I did not have to defend myself from the wild pig that was grunting in the forest across from Hil'iwil'iwonk'im'ili river. Dear jesus, what sounds!

Down in Hilo I sampled some brackish springs in a beach park. When I was done sampling a guy came over to my car, where I was labeling my bottles and putting them in the cooler, with his hands full of gardenias. "These are for you," he said and asked what I was doing. Turns out he lives across the street and just felt like being nice. Drove home with the car full of the scent of gardenias and split them up evenly among the members of the Cornell household when I got back. All the girls got their gardenia, and even Chris got his fair share.

Then, when I got to the mansion, a fabulous gift for the flight home was waiting. Why is everyone so nice to me these days?!?! I haven't even mentioned yet the lady - a technician with an environmental consultant company in Kona - who took me sampling down in Kiholo Bay yesterday, showing me different sampling sites after she had visited hers, just because she felt like being nice. Have I done something recently to deserve this??

The next Thursday of my life will be spent entirely in Ithaca, NY. Sehr gut, Herr Fritz.

fimmtudagur, maí 05, 2005

Bookworm's gym

is here and here. It's all in Icelandic, which should make it even more interesting for some of you :)

miðvikudagur, maí 04, 2005

Drive, drive, drive your car gently down the street...

Today and the next few will be remembered as days of driving.

Took Carla to Kohala Ranch today. Carla is an aged maiden, of the Izusu Trooper variety. She's of a very volatile temper and by the time I reached the ranch, by the upper mountain road, she was fuming. She cooled down a bit going down the steep hill to the meeting place with my well-guy, but as soon as the well testing was over and we hit the coastal road, she started fuming again. The road up to Waimea almost did the old lady in and twice I had to stop to let her calm down. I know someone's going to comment and ask if she had enough coolant; well, turns out this sweetheart burns it! What can you do?!?!

In the afternoon I played the private driver for two of our students, driving in the process to Kailua-Kona and back. Tomorrow I'll drive to Kailua-Kona and back, then to Hilo and back. Thursday, I'll drive to Hilo and back. Friday, I'll drive to Waikoloa and back, then maybe to Waipi'o and back, then to Kona. If there were a bridge to the mainland, I'd be halfway across it by the end of the week. Almost.

This reminds me of the tourists (I hate to say this, but they were girls) who I met at the campsite in Egilsstaðir many a long year ago. They asked me how long it would take to cross the bridge to Norway.

Bought Beck's Guero to listen to in the car, since listening to Hawaiian radio can make any woman suicidal. It's either ukulele (which will always put you to sleep), eighties soft-rock (which makes you lose all will to live) or country. And if it's none of those, it's NPR begging for money. Hand me the razorblade, honey.

mánudagur, maí 02, 2005

*sigh* and worse

A rooster has moved into our neighborhood. Die!!

Beach bum

Today, which was supposed to be almost no fun (only a 1-hr-beach visit) and almost all work, quite unexpectedly turned into an all-day tons-of fun beach affair. The reason: I brought an old and broken bodyboard with me to the beach and gave it a go. Whoa! Should have done that a long time ago. I ended up spending something like 3 hours in the water, riding every wave that would carry me back in to shore, and had fun like a three-year old in the process. Chris and Kane joined me later in the afternoon, it was kind of nice to have company on the beach for a change. Not that the beach was empty, it seemed that every human being on the west coast of Hawai'i decided to go to Hapuna Beach today. Except for those who had taken all the parking spots at Mauna Kea, that is.

This means that it was pretty crowded in the water. About half of the people had bodyboards and some were using them as surfboards. That was cool to watch. Even the small waves we had today (these don't come anywhere close to the gigantic waves you see surfers ride on the telly) can really kick your butt, I for one wouldn't want to be caught up in a 10-foot wave without knowing exactly what I was doing. For example, the wave can smash your back to pieces if you get it wrong. For another, og aðeins nærtækara, example, I point to the advise given in this point nr. 4:

After riding my first "big" wave in I was marching out to deeper water again and noticed some people looking strangely at me - turned out half my breast was out after my hot new pink bikini bra had been yanked up by the water. After that I checked my outfit after every wave, which was just as well because one wave totally pulled one of my tits from the bra, and another one, the biggest ass-kicker of them all, didn't only send my bra up to my neck but also tried to pull my pants off!

This reminded me of our field trip to Cuba many years ago. Say no more.

So, anyway, had a tremendously good time at the beach today. My left buttcheek is also finally getting its fair share of a bikini line (don't ask me why but it just hasn't been receptice to tan). Obviously I'm relieved. I couldn't have gone back home without a perfect tan.

Oh, and believe it or not, I actually got some work done today at the beach, in between the boarding sessions. Read some (stable isotope) geochemistry (which geeks like me find rather likable) and worked on my final project on diffusion modelling. Dugleg stelpa.

sunnudagur, maí 01, 2005

Madness

Ok, so I went here. This place is totally insanely luxurious, I could hardly believe my eyes. But it's not like I was lying on the beach by the hotel, sipping a margarita and getting a back rub courtesy of the manager... no no. The resort by law is requiered to allow public access to its beaches, so in order to keep the public off the fancy tourist brochure beach they make the walking trail there about a mile long from the public parking lot. Most people simply couldn't be bothered and go to Hapuna or Mauna Kea instead.

The de facto public beach at Mauna Lani, in the Holoholokai Beach Park is actually not too bad either. It's not made of fine sand at all, but rather from coarse sand and gravel-sized bits of lava and coral. The coral grows on a submerged lava platform which is mostly pahoehoe-lava (flat, smooth lava with the occasional lava ropes on the surface, much like the lavas in Þingvellir). Swimming would be probably be rather painful at this beach, but it hosts a bunch of tidepools, and you can wade in the water and see all kinds of small critters such as sea urchins and whatnot. That's exactly what I did before giving in to lethargy on my beach towel, and I also walked a self-guided trail to see the petroglyphs I was talking about earlier. Those were interesting. I was the only fair-skinned person on the beach, the rest looked like locals on their weekend outing with the family (always nice to get away from the other tourists, innit??) At a picnic table next to me there was a bunch of rather stocky guys having a BBQ and practicing their a capella skills between the courses. An altogether nice afternoon.

laugardagur, apríl 30, 2005

Too many choices?

Which one should it be today, Kauna'oa (aka Mauna Kea) or Hapuna?

Or should I play the eco-tourist and go take a look at some petroglyphs?

Ásmundur

Er það rétt sem ég heyrði þegar ég var leiðsögumaður, að höggmyndirnar hans Ásmundar Sveinssonar hafi verið uppáhaldsleiktæki krakkanna í hverfinu hans og að listamanninum hafi bara fundist gaman að vita af börnunum þarna að leik, prílandi upp um Sonatorrek og Móðurást og hvað þetta nú allt saman heitir?

fimmtudagur, apríl 28, 2005

A date and a dry riverbed

I almost have a date next week. Not bad, huh? Let me explain:

After several afternoons of pouring over maps of groundwater wells in Hawai'i I have pinned down those wells that I would like to sample. I then made some phonecalls to the people who run the wells (or to (people who might know)^n the people who run the wells), with limited success. I hardly got to talk to a soul, the golf course superintendents were all busy mowing the lawn, the farm offices were run temporarily by answering machines... you get the picture. One guy I talked to had to talk to someone else (and apparently got back to me while I was away on a short sampling trip) before he could give me the green light. Only one person agreed to let me sample his well, his only well. Good guy. I'm calling him back next week, to set up a date. I can't wait!!

After these early morning hours on the phone I set off for a sampling trip to the other side of this peninsula that I live on. The "main" river turned out to have dried out - all that was left was a stagnant pool of water. Great. Sampled it anyway. Found two other small streams along the way back and sampled those too. Not too much water in these parts, I tell you. But the views are pretty spectacular. And the small sleepy towns are so picturesque. But the mosquitoes inhabiting the riverbanks are by no means my favorite.

What else? Did I mention that I am looking forward to going back to Ithaca?? Did I mentiion that I spent nearly two hours on the phone with my favorite person in Ithaca this afternoon? Did I mention that I have to hurry back!?!?!

miðvikudagur, apríl 27, 2005

An almost unbearably exciting day

This has been such a wonderfully productive day. Or maybe not. Most of my samples from Kaua'i, meticulously filtered in the field (or so I thought), turned out to be full of dirt and crap. After some consulting with Ithaca I spent the bulk of the day re-filtering these bastards. Tremendously exciting.

While sitting at the kitchen table and pushing water through membranes with 0.45 micrometer pores I listened to my darling laptop. All these different songs sent me different places; back to the German Autobahn in mom's Benz of days long past, to the mining town of Barentsburg in the evening sun during a short stop on Nordstjernen, to my dad's spartan summerhouse on the shore of Lake Stíflisstaðavatn. How the songs related to these places I have no idea. Isn't memory odd?.

I have changed my plane tickets and will be returning to Ithaca from my exile a good week earlier than planned. Am happier about that than words can convey. Soon I will have reached the stage where the mere sight of a river makes me gag and in my remembrance all my friends in Ithaca have become probably ten times more beautiful and interesting than they really are. Can't wait to get back.

mánudagur, apríl 25, 2005

Back from Kaua'i

Kaua'i was great. It's so beautiful!! The hike into the canyon was pretty amazing (and strenuous), so was the hike along the Na Pali coast that Shan and I did on Saturday and Sunday. It's so much more fun to have company on hikes. Actually, being alone in the canyon was fine too, but there's too much time to ponder all the things that can (and usually won't) go wrong. I hardly slept the night I camped in the canyon, I was so busy worrying about whether I would die of dehydration or not. Isn't that sad, to waste so much time over silly things like that? I'm laughing at myself in retrospect. My water rationing was so effective that when I came out of the canyon, I still had almost half a gallon of water left, and had spent the last mile and a half trying to drink as much water as my body could possible take in. Maybe it would have been a good idea to just drink it in the night, when I was seriously thirsty... oh well.

As I said above, the island is amazing. I will have to go there again one day.

mánudagur, apríl 18, 2005

What a day!!

If I told you I was a prophet, that I had got this all figured out and all you needed to do to find peace was to do exactly like I told you, would you buy it?

I didn't think so. But apparently some people do. That's so weird. This revelation has left me somewhat baffled. I am, however, too caught up in my own joy to let it ruin my day.

Why so happy? Well, a nice tropical island (another one) awaiting. A gorgeous canyon (which you're all fed up with by now), some time on my own and a seriously promising weekend all coming up.

Not bad. Not bad at all.

sunnudagur, apríl 17, 2005

Rockstar retires

Well, should have bragged more about the abominable hike up Mauna Loa. We blew it off, or, to be more precise, I decided not to go (and then, for some obscure reason, noone went, which makes me rather sad). The reason: I was handed several hundred pages of reports and stuff about groundwater wells on the Big Island on Friday afternoon, and all this stuff needed to be read/skimmed through and photocopied by Monday. And the chem lab needed to be packed. All this before going to Kaua'i, on Tuesday. I'm looking forward to Kaua'i. A lot!

So, the Xerox here and I got well acquainted yesterday. Also spent some quality time in the chemistry lab, where mosquitoes were out in force and made an honest attempt to eat me alive. Watched Supervolcano on Discovery channel last night and couldn't quite decide whether to laugh or cry. Did both.

Am now, finally, going to the beach to try out my new bikini.

laugardagur, apríl 16, 2005

Major achievement:

Bought.... no, invested in a new bikini today.

Plus, met an Icelander in town. It's a small world.

föstudagur, apríl 15, 2005

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Canyons and volcanoes

Am headed for the island of Kaua'i sometime early next week. While in Kaua'i, I plan to make my way into the heart of the Waimea Canyon for some water samples from the stream and its tributaries, and also to drive around the island and gather water from some of the major streams on the island. All in the name of science. Life is hard.

On Kaua'i, I also plan to recover from the coming weekend. The students have a long weekend now (the ones still in the house have been sipping rum and coke since lunch and we all went to this beach in the afternoon) and two of them are planning to hike up Mauna Loa on Saturday and Sunday. I'm going to go with them. It's not a trivial undertaking, actually, the mountain is the biggest volcano in the world and, when measured from sea level, is higher than Everest. I'm not sure we're starting our hike that far down its slopes... actually we are going to drive up to the observatories up there and hike the last few thousand feet to the summit. On the summit there is a huge caldera (scroll down the page to see the ML caldera) that the small geologist inside me just can't wait to see.

Life is hard indeed.

A big smile

has not left my face all day :) I'm getting a visit! Yay!!

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Game over

The course is over!! The students are absolutely bursting with relief, so much so that right now most of them are drunk and shrieking in the living room right next to my bedroom. It's nice to hear them have a good time, apparently having survived a course of this caliber is enough to make friends of former foes and whatnot. Wonderful :) Think I might have to go and join them. Someone's being taught to dance and the girls are having a great time cheering him on. Have to take a look.

mánudagur, apríl 11, 2005

R.I.P.

BIOGEOrge blew a fuse in the field today. I couldn't help almost pissing myself with laughter. Everything breaks here. EVERYTHING!!

laugardagur, apríl 09, 2005

On the carpet

My dad's wife, Sigga Hanna, opened her first (to my knowledge) solo exhibition today, Saturday. Congratulations, Sigga, I'm so proud of you!

Tough, tougher, toughest

This will be hard. Me and homework.

föstudagur, apríl 08, 2005

More trenches in cowboy country

or should I call them soil pits??

We spent the day digging more holes, in addition to the ones we had already dug on the Kohala Ranch on Monday. Today we dug at the Kahua Ranch, kept company to the cows and enjoyed wonderful weather pretty much the entire day. Like I told you yesterday, there's nothing like rolling around in the mud and getting all dirty. Wonderful. A tiny stream, flowing under the open sky for approximately 4 meters, was also discovered and, as a rare thing in these places where all water is instantly soaked up by the rocks, it was immediately sampled. So, my sample stock is slowly but surely increasing. One day they'll be part of my thesis. Yay, that's nice to know.

Last night we watched Closer. None of us has quite figured out yet what to make of it. And for the first time Jude Law totally failed to impress me. Hmmm... I think the movie might just have been crap.

Tonight: A sushi place in Hawi.

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Yoga, Gaia and Bjerrum

One of the students took me to a yogaclass last night. After five-hundred downward-facing dogs and quite a lot of warriors, plus some other more obscure stuff, I was totally hammered and so totally relaxed that I almost fell asleep on the floor of the studio. Today, my lower back has been reminding me of the class... which is good, I guess.

The usual destruction/malfunction mode of our class was traded today for some constructive volunteering work. We were all sent out to this wildlife sanctuary, where no cattle or wild pigs (not very popular around here, since non-native) are allowed access, to plant some saplings of endangered Hawai'ian trees. It was very nice to bury one's fingers in the soil and get all dirty. Loved it!

Now: Help some students with the homework. Bjerrum-plots and redox equations, here we come!!

Take a deep breath

Had just written a long email about an afternoon off. The computer ate it.

I want

candy

Report from the trenches

The biogeochemistry class is turning into a survival issue for most of the gadgets we brought out here. I don't know what it is, the weather or my hairdo or what, but for some reason or other this stuff is all dying.

Today's near-death experience was alloted to BIOGEOrge, a small green guy who measures photosynthesis in leaves and breathing in soils. BIOGEOrge is a really cool guy. However, it was not very cool when my advisor and I were out in the field today. Actually, it started emitting smoke and some pretty awful smell. Why? Heaven knows. Maybe it was so tired from pumping the atmospheric carbon dioxide levels down from their current 370 ppm to the 60 ppm we read on the screen. And maybe it was just my hairdo.

Fortunately, however, BIOGEOrge survived. So did we.