mánudagur, júlí 04, 2005

Meira um Frans

Það fyrsta sem ég tók eftir þegar út úr RER- og metróinu kom (á ljóshraða í TGV-lestinni á leið til S-Frakklands) var hvað allir bílarnir eru litlir. Mér leið eins og ég væri í Lególandi. Í Amríku telst til tíðinda að sjá lítinn bíl á vegum úti (frúarbíl, eins og þeir voru/eru kallaðir á Íslandi), hér í Frans telst til tíðinda að sjá stóran bíl á vegum úti. Greinilegt að hátt bensínverð skilar sér í eyðslugrennri bílum. Er alveg gasalega ánægð með það.

Annað: Frakkar halda enn í þann forna sið að hafa allt lokað á sunnudögum. Ógurlega kósí eitthvað.

Engin ummæli: