þriðjudagur, september 30, 2003

Var það konsert eða kvöldljóð fyrir dömuna?

Fór í eymd minni (stærðfræðiprófið á fimmtudaginn...) á búðarölt á College Avenue í dag, þ.e.a.s. á þessum 50 m spotta þar sem eru einhverjar búðir. Ein þeirra (ehemm... hin, ef frá eru taldar matvörubúðir og búðir sem selja bara Cornell-lógó prentað á ótrúlegustu hluti) er svona plötubúð með hálftóma rekka. Ég þangað. Fann lítið, nema þá helst snilldarverkið Surfer Rosa með Pixies, en var of nísk til að tíma að kaupa eitthvað sem þóttist vera á útsölu án þess að vera það. Rölti yfir í klassíska rekkann og sá að hagur minn sem strympu færi þar mjög vænkandi, þar sem ég rak augun í tvær versjónir af blásturshljóðfæra-konsertum gamla popparans Mozarts. Ég sá neflilega amadeus sem barn og hef síðan þá verið svakalega heilluð af e-u klarinettu-verki eftir hann... og viti menn, klarinettu-undrið var tíundað aftan á disknum svo ég keypti hann (þann ódýrari, needless to say) og sprangaði heim á skrifstofu að fara yfir heimaverkefni og njóta vindanna í Vín á meðan.

Það kom nú hins vegar fljótlega í ljós að eitthvað hafði skolast til í minningunni, og eftir að vera búin að þaulhlusta á allan klarinett-konsertinn í bak og fyrir án þess að heyra einn kunnuglegan tón rann upp fyrir mér ljós: Ég var að leita að kvöldljóðinu hans Mósa "for winds" en ekki konsert. Huff. Erfitt líf. Hitt má þó konsertinn eiga að hann fer mjög vel í eyrum og léttir biðina eftir kvöldljóðinu verulega, svo ég vorkenni sjálfri mér afar takmarkað, ef nokkuð, út af þessu misminni mínu.

Myndir í boði Martin

Hér gefur að líta nokkrar myndir sem hann Martin, bekkjarfélagi Letitiu hinnar argentínsku, tók á siglingu á Lake Cayuga núna á föstudaginn var. Martin fór líka til Niagarafossa með Letitiu og mér og tók e-n slatta af myndum þar líka. Ef vel er að gáð má sjá undirritaðri bregða fyrir á nokkrum myndanna, nú og Letitiu líka, og Martin, og Tuliku meðleigjanda mínum, og Helga Ingólfi Íslending. Jamm og já.

mánudagur, september 29, 2003

Allt nema silfurskottur...

Við gætum opnað dýragarð hér í Hlynskógi E5. Nýjasta tegundin sem bættist í hópinn er pínulítil, nánast gegnsæ og gefin fyrir stærðfræði. Hún er með fálmara og skott og sást fyrst á rölti yfir lausnaheftið í stærðfræðinni minni. Henni var umsvifalaust snarað ofan í tóma plastdollu og sett plast yfir. Nú skulu sönnunargögnin geymd!

Fyrr í dag fann ég flugu með lítinn, eldrauðan haus hálfdrukknaða í appelsínusafanum mínum. Flugur eru nú sök sér svo ég drekkti henni bara, en litla bjallan sem vogaði sér að vera á rölti yfir eldhúsborðið á meðan fékk aðeins óvægnari dauðdaga. Hún var kramin í sundur. Hún var lítil og svarbrún með fálmara og litlar rauðbrúnar doppur á bakinu, kunnugleg sjón hér í íbúðinni undanfarnar tvær vikur eða svo. Alveg síðan meindýraeyðirinn kom í sína fyrstu heimsókn. Þangað til vorum það bara við stöllurnar, af sapiens-tegundinni.

Þessar fálmkenndu elskur hafa fundist víða um íbúðina, aðallega þó í eldhúsinu. Nokkrar hafa lagt undir sig land í svefnherbergjum, örfáar hafa sést inni á baðherberginu, ákveðinn hluti þeirra virðist fíla sig best rétt við eldavélina og a.m.k. ein var staðin að verki í könnunarleiðangri ofan í hnífaparaskúffu. Engar hafa þó hætt sér enn sem komið er inn í skordýragildrurnar sem komið var fyrir um allt eldhúsið eftir hávær mótmæli og miklar kvartanir frá okkur sapiens-íbúum hér, og þessi eina sem ég bókstaflega neyddi inn í gildruna spásseraði um á eitrinu langalengi meðan ég hélt henni í gíslingu þar inni; svo þegar ég þurfti að fara til dyra notaði hún tækifærið og skaust út aftur. Sérlega góð virkni. Mestur hasarinn er þó án efa í baunapokunum hennar Deepti, bjöllurnar bora sér leið gegnum plastið og í þurrkuðu baunakrásirnar, gata þær allar og bora sér svo leið inn í næsta poka. Angi af þessari iðju í mínum skáp birtist mér um daginn í formi drukknaðrar bjöllu í seríósinu mínu. Sérstaklega sjarmerandi byrjun á degi, ég verð nú bara að segja það. Nú bíðum við spenntar: Hvenær skyldu silfurskotturnar byrja að streyma upp úr niðurföllunum? Og kakkalakkarnir að hoppa á okkur í svefni???

sunnudagur, september 28, 2003

Þrumuveðrið

Í gær var alveg svakalegt þrumuveður. Nú er ég náttla orðin svo sjóuð í amrísku veðri að eitt stykki þrumuveður er ekkert til að kippa sér upp yfir, en þetta var bara alveg mega. Í svona sirka klukkutíma lýstist allur himinninn reglubundið upp af svaka eldingum, og þruman sem fylgdi einni þeirra var svo svakaleg að gluggarnir í stofunni bunguðust inn og maður fann þrýstibylgjuna á mallanum sínum og hann Nad sem var í heimsókn hoppaði upp úr stólnum og æpti: "Æ dónt vonna dæ!!".

laugardagur, september 27, 2003

Þráðlaus í Hlynskógum E5

Guð blessi tæknina, ég segi nú ekki meira þennan daginn. Þó trúleysingi sé.

Við stöllurnar hér í Hlynskógum E5 erum neflilega búnar að fá okkur Internettenginu heim í stofu, og til að þurfa nú alveg áreiðanlega ekki að taka tillit til hvor annarrar fengum við okkur þráðlausa græju, svo nú getum við verið allar samtímis á Netinu. Mjög hentugt, þá getum við bara hist á Messenger í staðinn fyrir að sitja allar saman í eldhúsinu :)

Hafði það annars af að ná mér í e-a óværu í gær og er búin að vera eins og hálfgerður eymingi í dag. Sat í sófanum með tortillaflögur (lífrænt ræktaðar, en ekki hvað) og ostadýfu og horfði á stærðfræðibókina mína og skildi ómögulega hvernig kvaðratrótin af tveimur í öðru gat verið tveir. Afrak dagsins á sviði stærðfræðinnar eftir því. Sem er frekar slæmt því fyrsta hlutaprófið er á fimmtudaginn. Það var nú samt ágætlega gaman í gær, Hlynskógar-félagslífsspírurnar höfðu skipulagt hópferð á siglingu á vatninu (Lake Cayuga, eða Kjúgaleik eins og sumir hér bera það fram) og við stöllurnar í E5 létum okkur ekki vanta (nema Deepti sem þurfti e-ð að skólast). Agalega fínt veður var og við fengum okkur einn lítinn Corona með læm og blönduðum geði við nágrannana og nutum þessa sýnishorns af náttúruparadís sem vatnið er. Voða krúttlegt allt saman.

föstudagur, september 26, 2003

Er líf eftir leggjuna?

Úps... ég sé það núna að ég er einum degi á eftir og búin að vera það í viku. Ég hélt það væri 25. í dag... og þá er bara kominn 26. Panikk!!!

Gærkvöldið var sérstaklega skemmtilegt. Ég fór heim kl. 6 (ha? bara snemma??) og ætlaði að kíkja í heimsókn til hans Helga sem á svona fansí flug-kort af Íslandi, þið vitið, svona græju sem fer með mann í sýndarflug yfir landið, voða flott. Ég ætla nebblað fá að nota það í erindinu mínu um Ísland sem ég held fyrir Hlynskógar-samfélagið um miðjan október... svo verður horft á Dancer in the Dark á eftir (kannski við ættum að hafa útsaumskvöld áður, sauma íslenskan aftursting eða e-ð í vasaklúta svo grátkórinn yfir DITD hafi e-ð þjóðlegt að snýta sér í). Eníveis, heimsóknin fór fyrir lítið því eftir kvöldmat (upphitað 3ja daga gamalt kjúllasatay) og smá 101 Reykjavík (sem ég fékk lánaða á íslenska bókasafninu hér við Cornell, algjör lifesaver) ætlaði ég bara að fá mér smá leggju, leggju sem entist í 13 klukkustundir eða þar til ég vaknaði kl 8:15 í morgun, búin að missa af stærðfræði og alles. Ég dreg þá ályktun af lengd leggjunnar að ég hafi verið orðin svoldið þreytt sem kannski er ekki svo skrýtið miðað við það að ég hafði sofið samtals í 12 tíma undangengnar 3 nætur.

En það er ekki eins og það séu e-ir æsandi karlmenn að halda fyrir manni vöku, a.m.k. finnst mér Vilhjálmur hvíti, höfundur jarðefnafræðidoddans míns og kennari í kúrsinum, ekki neitt sérstaklega æsandi. En ég verð víst að læra fyrir kúrsinn... og það sama gildir um stærðfræðina og líf-jarðefnafræðina... og inngangskúrsinn sem ég er aðstoðarkennari í... ég verð víst að geta hjálpað krökkunum. Ég er nú ekki neinn snilli á eðlisfræðifrontinum, ekki enn a.m.k. ;) en sum þeirra hafa þvílíkar ranghugmyndir og ná að misskilja allar spurningar þannig að mig langar bara næstum að gefa þeim kredit fyrir hugmyndaauðgi, sem ákv. mótvægi við skilning á námsefninu. Kannski eiga þau eftir að breyta gangi jarðvísinda með þessari gáfu sinni!! Held ég hætti hér, áður en ég fer að hljóma of patróníserandi.

Nú, og amríska bankakerfið lætur ekki að sér hæða. Meira um sérstaklega skapraunandi afskipti mín af bankarisanum Fleet hér síðar.

föstudagur, september 19, 2003

Feministinn týndur!!

Í gær hafði uppáhaldsbarmmerkið mitt það af að týnast. Ég er miður mín. "Cogito ergo feminista sum", bleikir stafir á svörtum grunni; and it is no more. Skæl og snökt. Fyrir utan að vera megakúl þá svínvirkaði það alltaf til að koma af stað umræðu um femínisma og jafnrétti, og það er svo gaman!! Á enn merkið sem Siggi Pönk lét búa til um sanna karlmenn, en íslenskukunnátta Bandaríkjamanna stendur í vegi fyrir sambærilegri virkni. Skæl og snökt aftur.

Icelandic, anyone??

This is for Greg and Brian. Perhaps Meghan will find it interesting as well...

fimmtudagur, september 18, 2003

Úti að skíta...

Djö... er ég úti að skíta í náminu þessa dagana. Á að skila heimadæmum í jarðefnafræði á eftir og er búin með 1/4, þessi fjórðungur tók mig ca. 3 tíma. Hinir 3/4 ættu skv. því að taka mig 9 tíma. Jibbí kóla. Auk þess voru skrifstofufélagar mínir að koma inn og standa æpandi yfir tölvunni vegna komu Isabellu hvirfilbyls. Argggg....

Þessi fyrsta færsla á alvöru íslensku byrjar sem sagt ekki vel. Mö.

Pollýanna dagsins: Fyrsti DVD-diskurinn er í höfn. Rattle and Hum með U2. Húrra!!! Ég man þegar ég var 14 ára og fór í Háskólabíó að berja goðin augum á hvíta tjaldinu, god, þvílík hamingja. Akkuru er ég ekki enn búin að sjá þá á sviði, læv!?!?!?

þriðjudagur, september 16, 2003

Hun a ammaeli...

Hvad er eg ad noldra yfir koflottum kossum og alika hegoma thegar eg gaeti i stadinn verid ad oska Sif vinkonu til hamingju med daginn?!?!?

Til hamingju med ammaelid, Sifin min!!!

og tho...

Ja, hvur andskotinn. Allar faerslurnar hafa sernumer, en thegar eg linka a faerslu fra 11. april 2002 fae eg siduna fyrir april 2002, ekki akkurat umraedda faerslu. Akkurru???

Thad er vist haegt!

Fyrir nokkru var mer bent a ad thad vaeri ekki haegt ad linka a einstakar faerslur a blogginum minum. Mer til mikils lettis er thetta ekki rett, thvi litli koflotti kassinn (t.d. thessi: #) lengst til vinstri undir hverri faerslu inniheldur linkinn. Haegriklikkid a kassann og veljid "copy shortcut", and you're all set!! Svo er thad bara spurning hvort einhverjum detti i hug ad linka a e-d af thessu bulli minu!!

Of taeknivaedd?

Ja, mig hefur lengi grunad ad einhvern timann kaemi ad thessu!

mánudagur, september 15, 2003

Felagarnir og fossinn

Jaja, bradum koma faerslurnar a alvoru islensku. Er bara ekki enn svo taeknivaedd ad eg se buin ad koma Silfurskottu i samband vid Netid. Oh, hun er aedi!!

Eldri grad-nemarnir her byrjudu ad spaeja um nyju incoming grad nemana strax i vor/snemma i sumar. Brian (nei, hann er ekkert llikur manninum a myndinni!!) og Greg fundu blogginn minn og eru bunir ad vera ad fylgjast med sidan thad var akvedid ad eg kaemi hingad, og eins og gefur ad skilja eru their voda spaeldir ad eg skuli hafa svissad yfir i islensku. Hi hi!!

Niagara fossarnir eru rosa fallegir. Thad er bara allt i kringum tha sem er alveg revolting. Ekki arda af ospilltu landi er eftir i kringum ana og fossana, allt er undirlagt af spilavitum og hamborgarabullum og turistasjoppum og Sheraton-hotelum og alika vidbjodi. Thar af leidir ad mer leid nakvaemlega aldrei eins og eg vaeri ad horfa a e-d natturulegt fyrirbaeri, thetta var meira svona "theme park" upplifun. Enda er eg gjorspillt thegar um er ad raeda magn af natturuupplifunum; thyskur ferdafelagi minn, Martin, helt varla vatni yfir thessum "otomdu natturukroftum" sem honum fannst hann vera ad upplifa. Thad var samt svaka gaman ad fara i "Cave of the Winds" (hellarnir hrundu fyrir 78 arum en enginn hefur enn nennt ad endurskira ferdina...) og i Maid of the Mist (tho Jim Carrey hafi verid vids fjarri...). Nu, og Waterloo mollid var algjor snilld, eg var mjog maalrettet thar og nadi ad graeja mig upp af naestum ollu sem mig vantadi a innan vid tveimur timum; bakpoki med Silfurskottu-holfi, fullt af handklaedum, buxur, skyrta, sokkar, eldhusdot... eg var mjog godur representative fyrir Islendinga thegar eg kom aftur i rutuna, hladin pokum og pinklum.

föstudagur, september 12, 2003

Living dangerously

Eg lifdi haettulega i gaerkvoldi og for a tonleika med listamanni sem eg thekki ekki haus eda spord a, vissi ekki einu sinni hvad madurinn heitir (oll nofn tynast i amriskum framburdi felaga minna her) og eda hvernig musik hann spilar. Svaka ahaetta!!

Umraeddur reyndist vera saxafonsnillingurinn Maceo Parker og hljomsveit hans. Eg do og for til himna, thetta var svo flott. Ogisslega gruuvi og kul. Allir blasturshljodfaeraleikararnir voru svona vel midaldra menn i hrikalega kul jakkafotum med bindi ad tjutta; gedveikt flottir. Verst ad eg var halfmedvitundarlaus af threytu, eg held i alvoru ad eg hafi sofnad standandi a e-m timapunkti. Svo voru tonleikarnir, tho godir vaeru, alltof langir. Bandid spiladi i thrja og halfan tima. Eg myndi nu sennilega ekki hafa neitt ad athuga vid thad ef eg hefdi verid med fullri raenu tharna inni, thad var bara ordid erfitt ad halda ser vakandi thratt fyrir allt fonkid!

Kraftaverk dagsins: Dellan min er komin. Lean and mean silfurskotta (hey, er thad ekki flott nafn a hana?!?!) (silfrud i stil vid uppahalds naglalakkid mitt!!) sem raular fyrir mig Best of Microsoft-songvapakkann og er bara algjort krutt. Eg er strax ordin mjog skotin.

Aetla ut i Little Thai House ad fa mer hadegismat.

miðvikudagur, september 10, 2003

Gedbilun, eda bara mikid kaffi

Midvikudagar eru verstir. Ekki spurning. Eda, til ad vera Pollyanna, minnst bestir.

Maeti kl. 8 i nyja staerdfraedikursinn (eg dangreidadi mig i staerdfraedinni, Stae N i raunvisindadeild HI er ekki alveg eitthvad til ad byggja a svo eg tharf ad byrja naestum a byrjuninni aftur. Ef e-r jardfraedinemi heima les thetta; mark my words og skradu thig i e-n adeins stadbetri kurs). Sit svo a skrifstofunni minni (eda fer ut i solina og thykist lesa medan eg er i raun ad slast vid maura og flugur og horfa a alla saetu undergrad-strakana... tihi) og reyni ad gera e-d af viti til 14:30, thegar verklegt i lif-jardefnafraedinni byrjar. Thvi lykur kl ca. 17. Tha gefst andrymi til kl. 19:30, thegar aukafyrirlestur i jardefnafraedi hefst. "Kennarinn" er skelfing fra A til omega, eg aetla ad maela med ad skolinn radi Stefan Arnors og Sigga Reyni i hlutastarf til ad kenna thennan kurs. Nu, skelfingunni lykur kl. 20:30, tha faeri eg mig um set yfir i naestu stofu, set upp tholinmoda brosid mitt og gerist daematimakennari. Kenni krokkum ad reikna ut aldur grjots og massa jardarinnar, allt hlutir sem, ef eg er dugleg, mer tokst ad laera daginn adur. Jibbi kola. Loks klukkan ellefu ad kveldi ma eg fara heim. Maeti svo kl. 8 daginn eftir, i daematima i staerdfraedinni minni nyju...

Sjarmerandi, ekki satt? Nu, hins vegar er ekki eins og madur hafi ekki eitthvad ad lata sig hlakka til. T.d. fann eg loks bleika femininstabolinn minn i gaer (eg hafdi vist trodid honum oni kassann med slaedssyningarvelinni og steingleymt thvi) og thar sem eg fann hann thegar eg var ad koma inn med oll fotin min ilmandi ur thvotti tha get eg latid mig hlakka til naest thegar tharf ad thvo, thvi tha thvae eg bleika bolinn. Jibbi!!! Svo fae eg kannski fartolvuna mina bradum, eg hlakka sko aldeilis til ad fa hana eftir ad vera buin ad borga hana og vera buin ad borga hana i heilar thrjar vikur og. Og rusinan i pylsuendanum er nattla a laugardaginn, thegar eg fer med althjodaskrifstofunni her og henni Letitiu, argentinska samleigjanda minum, til Niagara-fossa. Eg aetla sko i Maid of the Mist og sja hvort Jim Carrey, alias Brusi almattugur, bregdi nokkurs stadar fyrir, og borga offjar fyrir ad fa ad ganga undir fossana, og svo verdur m.a.s. stoppad i outlet mall a leidinni heim, "for dinner and shopping". Lifi Amrigga!!!!!

þriðjudagur, september 09, 2003

Uff...

Switzerland
Switzerland -
A neutral power for as long as most can remember,
it has avoided war for several centuries.
However, it is still considered highly advanced
and a global power.


Positives:

Judicial.

Neutrality.

World-Renouned.

Powerful without Force.

Makes Excellent Watches, Etc.


Negatives:

Target of Ridicule.

Constant Struggle to Avoid Conflict.

Target of Criminal Bank Accounts.



Which Country of the World are You?
brought to you by Quizilla


Jaha. Er serstaklega hrifin af "Makes Excellent Watches" og "Target of Criminal Bank Accounts". Gee, eg vaeri sko alveg til i ad komast yfir eins og einn af thessum glaepsamlegu bankareikningum theirra!! Og tho, styrkurinn minn her i Cornell er svo myndarlegur...

Ponkid

Mikid ogisslega er gaman ad lesa blogginn hans Sigga Ponk. Sumir thurfa sma but ur Bibliunni eda odrum vidurkenndum sannleika a hverjum degi til ad vekja sig til umhugsunar, hugarstrid ponkarans virkar best fyrir mig. Ertu nokkud a leidinni til Ithoku i Amriggureisunni thinni, Siggi?

mánudagur, september 08, 2003

Huggulegt...

I gaer keyrdi gomul kona a vegfaranda her rett hja Snee Hall og tok hann med ser, fastan undir bilnum sinum, ca. 20 m, thar til billinn hafnadi uppi a gangstett og stoppadi. Thad tok klukkutima ad losa gaurinn undan bilnum, med bada faeturna i mauki. I dag var varla talad um annad her en rettmaeti og naudsyn thess ad taka okuskirteinid af farlama gamalmennum. Er haegt ad vera a moti thvi??

sunnudagur, september 07, 2003

I gaer var party hja deildinni, eldri grad nemar budu okkur nyju grad-nemunum i grillveislu til ad bjoda okkur velkomin. Alveg hreint makalaust hvad vid erum mikid velkomin, thetta velkomin-bodastand hlytur ad vera ad setja gestgjafa um allan bae a hausinn.

Thannig ad eg akvad ad leggja mitt af morkum og koma, obedin, med eftirrett. For thvi ut i p&c supermarkad og fjarfesti i heilli gommu af banonum og hreinu sukkuladi. Folk i veislunni vissi ekki alveg hvad eg aetladi mer med thetta og horfdu a mig forvida medan eg risti bananana a hol og trod sukkuladimolum i tha. Svo var theim pakkad inn i alpappir (lifi Alcoa...) og radad a grillid, uns allt var ordid mjukt og heitt og jommi.

Thad er skemmst fra thvi ad segja ad retturinn vakti heiftarlega lukku og toldu veislugestir sig heppna ad hafa loks komist i kynni vid Islending og kulinariska leyndardoma heimalands hennar. Kannski thetta verdi ordid ad thjodarrett Ithoku adur en langt um lidur?

Annars er nu ekki hlaupid ad thvi ad komast i islenskt gummuladi her i Brandararikjunum, get eg imyndad mer. Eg var plotud til ad halda sma fyrirlestur um Island a studentagordunum minum, thetta a ad vera um midjan oktober svo eg verd ad plata einhvern heima a Froni til ad senda mer sma hardfisk og hraun!

Svo var eg ad finna ihaldid i Cornell. Allir ihaldsmenn hata og fyrirlita Ithoku og allt sem baerinn stendur fyrir, svo thad kom mer svoldid a ovart ad sja ad thad eru ihaldsmenn i skolanum; eg helt ad their hefdu vit a ad gera ser lifid ekki svo leitt ad flytja til eins sidasta vigis sosialismans i USA. Their gefa ut blad sem kemur ut a tveggja vikna fresti, thid aettud endilega ad kikja a thad her a netinu. Ungir ihaldsmenn virdast vera nakvaemlega eins heima a Froni og her i Ithoku, eina adferdin sem theim hugkvaemist til ad koma skodunum sinum a framfaeri er su ad kasta aur, skit og drullu yfir alla sem ekki eru jabraedur og -systur. Svo er skotid svo langt yfir markid, eins og t.d. her (i "lofraedu" um Ithoku), ad eg bara get ekki annad en hlegid:

"The entire place reeks. The cat-urine smell of organic food markets is narrowly overcome by the Pepe Le Pew green vapors floating from marijuana-drenched bandannas and sweat-stained tie-dyed shirts most Americans wouldn’t wear to work on their Harleys. The Ithaca Commons (pedestrian shopping district) is rather like an unwashed Chimpanzee cage at the zoo, except it has half the intelligence level, and no bars to restrain its vagrants."

Tha vitidi vid hverju thid eigid ad buast thegar thid komid i heimsokn!!

mánudagur, september 01, 2003

Hvorki Thai Choice Satay-sosa, ne nokkur Satay sosa, fast i P&C stormarkadinum sem ser mer fyrir lifsnaudsynjum thessa dagana. Eg var thvi byrjud ad sja fram a frekar ospennandi tilveru svona kulinariskt sed, enda Satay-sosa eitt af thvi sem gefur lifinu gildi. I fyrradag leiddist mer eitthvad thofid yfir bokunum og bra mer thvi a budarolt a College Av., sem er i nakvaemlega einnar minutu gongufjarlaegd fra Snee Hall, heimili jardvisindanna her i Cornell. Sem eg er ad maela ut hillurnar i einni mini-matvorubudinni birtist bara heill rekki af Sherwood gummuladi og jardhnetu-satay-sosuflaskan bokstaflega hoppadi a mig! Eg nattla fjarfesti i gripnum, orvita af gledi, og thaut heim ad elda mer kjuklinga-satay. Thvilik hamingja, madur lifandi. Maeli med thessu fyrir alla, konur og kalla.

I gaer var otrulega gott vedur, sol og steikjandi hiti. Mer fannst otaekt ad morkna/visna/frjosa i hel inni a skrifstofunni minni (sem er buin svo hathroudum loftkaelingarbunadi ad eg verd alltaf ad vera i ullarpeysu thar inni, tho hitinn se 30 stig C utandyra) svo eg skrapp upp a thak med staerdfraedigreininguna og solgleraugun. Thar let eg fara vel um mig i kompanii vid thetta andans afrek sem matamatikin ku vera, og skodadi kampusinn fra sjonarhorni fuglsins fljugandi. Thetta var voda notalegt! Nu, svo for eg heim um eftirmiddaginn til ad borda is med nagronnunum i "Get To Know Your Neighbours Ice Cream Social", haldid a stettinni fyrir utan hja mer, og tha kom i ljos ad eg hafdi nad ad brenna a handleggjunum a thessum taepa klukkutima uppi a thaki svo ad handleggirnir a mer voru ordnir svona "glow in the dark"-daemi. Otrulegt.

For med Letitiu samleigjanda minum (fra Argentinu) og Nicolas kunningja hennar (lika fra Argentinu) i bio i gaer. Myndin var algjor snilld, er med Scott Campbell og Hope Davis, eftir sama leikstjora og gerdi Happiness og heitir The Secret Life of Dentists. Maeli med henni!