laugardagur, september 27, 2003

Þráðlaus í Hlynskógum E5

Guð blessi tæknina, ég segi nú ekki meira þennan daginn. Þó trúleysingi sé.

Við stöllurnar hér í Hlynskógum E5 erum neflilega búnar að fá okkur Internettenginu heim í stofu, og til að þurfa nú alveg áreiðanlega ekki að taka tillit til hvor annarrar fengum við okkur þráðlausa græju, svo nú getum við verið allar samtímis á Netinu. Mjög hentugt, þá getum við bara hist á Messenger í staðinn fyrir að sitja allar saman í eldhúsinu :)

Hafði það annars af að ná mér í e-a óværu í gær og er búin að vera eins og hálfgerður eymingi í dag. Sat í sófanum með tortillaflögur (lífrænt ræktaðar, en ekki hvað) og ostadýfu og horfði á stærðfræðibókina mína og skildi ómögulega hvernig kvaðratrótin af tveimur í öðru gat verið tveir. Afrak dagsins á sviði stærðfræðinnar eftir því. Sem er frekar slæmt því fyrsta hlutaprófið er á fimmtudaginn. Það var nú samt ágætlega gaman í gær, Hlynskógar-félagslífsspírurnar höfðu skipulagt hópferð á siglingu á vatninu (Lake Cayuga, eða Kjúgaleik eins og sumir hér bera það fram) og við stöllurnar í E5 létum okkur ekki vanta (nema Deepti sem þurfti e-ð að skólast). Agalega fínt veður var og við fengum okkur einn lítinn Corona með læm og blönduðum geði við nágrannana og nutum þessa sýnishorns af náttúruparadís sem vatnið er. Voða krúttlegt allt saman.

Engin ummæli: