sunnudagur, september 28, 2003

Þrumuveðrið

Í gær var alveg svakalegt þrumuveður. Nú er ég náttla orðin svo sjóuð í amrísku veðri að eitt stykki þrumuveður er ekkert til að kippa sér upp yfir, en þetta var bara alveg mega. Í svona sirka klukkutíma lýstist allur himinninn reglubundið upp af svaka eldingum, og þruman sem fylgdi einni þeirra var svo svakaleg að gluggarnir í stofunni bunguðust inn og maður fann þrýstibylgjuna á mallanum sínum og hann Nad sem var í heimsókn hoppaði upp úr stólnum og æpti: "Æ dónt vonna dæ!!".

Engin ummæli: