miðvikudagur, september 14, 2005

There's no such thing as a free lunch...

... but what about a free dinner?

Hentist inn á búrrító-búlluna Viva rétt fyrir lokun í gærkvöldi, aðframkomin af hungri eftir langan dag í vinnunni. Þegar ég ætlaði að borga var mér sagt að ég væri "all set". Ég hváði því nr. eitt, ég heyri varla hálfa heyrn og nr. tvö, af því ég bara skildi ekki hvað konan átti við. "It's on me", segir hún. Ég bara, já halló, eru allar þjónustustelpur í Íþöku lesbíur oder was?? "Awesome," segi ég og spyr, so, how much? Nei, þetta var víst fúlasta alvara. Pleisið að splæsa á mig búrrító með grilluðum kjúkling af því ég er svo góður kúnni. Held ég verði að hætta að bölva þeim fyrir að búa ekki til (ghrafn, taktu nú eftir:) jafngóða búrrítóa og La Veracruzana í Northampton, MA. Segi bara í staðinn: Lifi Viva!!

Engin ummæli: