þriðjudagur, september 06, 2005

Gjéðbjélaða vikan

Skilafresturinn fyrir ágrip á haustráðstefnu bandarísku jarðeðlisfræðisamtakanna rennur út á fimmtudagskvöldið kemur. Ég, ever the optimist (eða þannig), ætla að skila inn TVEIMUR ágripum; öðru um verkefnið mitt hér og hinu um Helgafellið mitt gamla. So far hef ég klárað hvorugt ágripið og í raun varla byrjað á því fyrrnefnda.

Ofan á þetta bætast svo fastir liðir eins og venjulega, þ.e. tímasókn, heimaverkefni, skrifstofutímar fyrir nemendur og sörf á netinu og svona. Spurning um að finna tíma til að anda... eða til að skrifa ágripin. Og til hliðar við fasta liði og hjáverkin, stunda rannsóknirnar fyrir ágrip eitt. Kannski ágætt að vera byrjuð á þeim. Ég er neflilega búin að komast að því að það er mjög auðvelt að eyða heilu sumri í það eitt að greina an- og katjónir í 50 sýnum af vatni, án þess að einu sinni byrja að spá í hvað allar þessar tölur þýði. Ég held samt það sé ekki nóg að birta bara endalausar töflur í doktorsritgerðinni heldur verði maður að hafa reynt að finna út hvað allar þessar tölur þýða...

Perspektív (og gleðifréttir) vikunnar: Hann Shan er orðinn föðurbróðir glænýs og spengilegs lítils gæja í Eugene í Oregon. Til hamingju með það!

Engin ummæli: