mánudagur, maí 23, 2005

Tónleikavikan

Við fengum stórskemmtilega heimsókn á fimmtudaginn þegar Ed bróðir hennar Stínu kom í heimsókn til Íþöku. Hann og vinur hans Tom voru á fyrsta degi ökuferðar til vesturstrandarinnar. Eftir kvöldmat og spjall dró Ed fram fiðluna sína og spilaði fyrir viðstadda. Mér leið bara eins og drottningu í höll sinni!

Svo leið helgin og áður en ég gat sagt "edilonsfínt, alveg hreint" á innsoginu er kominn mánudagur. Alveg magnað hvað tíminn getur liðið hratt. Á morgun verður svo brunað til Boston til að sjá goðin mín í U2 spila. Mikið gasalega hlakka ég til. Því miður kemst Erna vinkona ekki með sakir anna svo hann Shan ætlar að halda mér kompaníi. Vel upp alinn herramaður, jájá.

Engin ummæli: