þriðjudagur, október 11, 2005

Helgin

var agalega fín. Allir nemendur (nema framhaldsnemendur) voru í haustfríi (sem lýkur í fyrramálið) og við Shan tókum lífinu með ró. Reyndar unnum við bæði á laugardaginn en sunnudagurinn fór allur í leti og ómennsku. Ekki einasta sváfum við út heldur fórum við í bíltúr til smábæjarins Watkins Glen þar sem við fengum okkur göngutúr í gilinu sem bærinn er kenndur við. Eftir á vorum við orðin eitthvað svöng og ákváðum að skutlast til Skaneatles-bæjar (þar sem hr. og frú Clinton finnst víst gaman að spássera um á frídögum) en við komumst aldrei svo langt; Stonecat Café varð á vegi okkar og við fórum þangað inn og enduðum í heljarinnar kvöldverði og kósílegheitum.

Í gær var afkastasemin ekki minni, við unnum samtals í 3 klukkustundir og fórum svo í verslunarleiðangur til gettóborgarinnar Syracuse, þar sem eina lifandi fólkið sem maður sér er a) lögga, b) í Carousel Mall eða c) mótorhjólagæi/-gella á Dinosaur BBQ. Ég styrkti lókal efnahaginn í Gap og H&M og eftir á tókst okkur að villast í mið-gettóinu í leit að BBQ-pleisinu. Langi ykkur í alminnilegt BBQ skuliði ekkert vera að hafa fyrir því að fara e-ð suðureftir til Jesúshopparanna, bara skella sér á Dinosaur í gettóinu.

Engin ummæli: