mánudagur, október 27, 2003

skemmdir

Djö... er maður fljótur að skemmast. Ég var að kíkja á pappíra sem ég tók með að heiman og A4-brotið virkar bara eins og e-r geðveik lengja. Alveg eins og letter-brotið virkaði svo kubbslegt fyrstu dagana hér. Já já.

Helgin var fín. Fór í leikhús á föstudaginn að sjá stúdenta setja upp stykki um morðið á ungum homma í Laramie, Wyoming, fyrir 5 árum; alveg ágætt stykki og mjög metnaðarfullt af svona áhugamannaleikhúsi að setja upp sýningu þar sem sviðið er alltaf fullt af fólki og allir leika minnst 5 hlutverk. Á laugardagskveldið fór ég svo að borða sushi á japönskum veitingastað rétt hjá skólanum, sushi er svo GOTT!!!

Nú, og svo hefur bara rignt eins og helllt sé úr tveimur fötum samtímis í allan dag og gær líka. Fór af því tilefni og fjárfesti í regnhlíf, hún er kolsvört og agalega smart og mér finnst ég vera algjör pæja með hana. Svo er dropahljóðið svo þægilegt...

Engin ummæli: