miðvikudagur, janúar 22, 2003

Hei, svona er nú samfélagið skrýtið. Ef hrikalega normal manneskja eins og ég tek e-t care bear próf og svara eftir bestu samvisku er felldur yfir mér dómurinn: Trukkalessa!! Ja fuss. Öfgapæja eins og hún Erna Ýr er svo vandalismabangsi ef ég man rétt. Það er erfitt að vera til...

Samt alltaf jafngaman að mótmæla. Auðvitað fór ég á fundinn í Borgerleikhúsinu fyrir viku að mótmæla Kárahnjúkavitleysunni og daginn eftir stóð ég fyrir utan Ráðhúsið og öskraði mig hása. Verst að gifsið var fast utan um löppina á mér, annars hefði ég getað lamið náttúruspjallendurna í hausinn með því!

mánudagur, janúar 13, 2003

Gay%20Bear
Which Dysfunctional Care Bear Are You?

brought to you by Quizilla

Já, hvur andskotinn. Hún quizilla er snillingur!
Úr dagbók löggunnar:

"Snemma á sunnudagsmorgun var tilkynnt um slagsmál í göngugötunni. Reyndist það ekki á rökum reist því þarna voru tveir drengir að gráta við öxlina hvor á öðrum en þeir voru í ástarsorg.

Snemma á sunnudagsmorgun var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Holtunum. Þarna var spennt upp hurð og stolið eggjum, brauði, salati og fleiru matarkyns. Þetta fannst svo allt saman haganlega fyrir komið bak við ruslagám þarna hjá eins og til stæði að sækja þýfið seinna. "

Í boði Moggans

fimmtudagur, janúar 09, 2003

Nú hef ég sagt vondu ríkisreknu kaffi stríð á hendur. Þess vegna tek ég nú litlu útilegu-espressógræjuna mína (sem ég fékk frá Ernu gæru í útskriftargjöf - snilldarleg gjöf verð ég að segja!) með mér í vinnuna og fíra upp í prímusnum inni á skrifstofu þegar þorstinn sverfur að. Ég hefði bara átt að vera byrjuð á þessu fyrir löngu!

þriðjudagur, janúar 07, 2003


I'm Aragorn! Who are you?
by eikocarolchan


He hei! Djöfuls pæja er ég!!

miðvikudagur, janúar 01, 2003

Gleðilegt ár, öllsömul!!

Gasalega var nú gaman að áramótunum. Matarboð hjá bróður mínum og mágkonu (sem er átta mánuði gengin með tvíbura og ég HLAKKA SVO TIL að verða föðursystir!!), svo innlit til stjúpbróður míns og kærustunnar hans, svo rólegheit í Breiðholtinu með Helgu Báru vinkonu og skyldmennum hennar. Agalega næs!!

Nýársdagur hefur ekki verið alveg eins gleðilegur; ég hringdi í móður mína til að óska henni gleðilegs árs og það samtal endaði, eins og of oft vill verða með okkur tvær, á leiðinlegum nótum. Ég var alveg svakalega dán og leið en Stína vinkona kom og þá náði ég að fókusa aðeins út úr leiðindunum. Gott að eiga góða vini!!

Nú, svo hringdi ég heim í þennan blessaða meðmælanda minn. Jújú, bréfið löngu tilbúið í tölvunni. Arg! Það má vel vera að það sé í öllum tilvikum langbest að senda umsóknirnar með hraðpósti en ég bara hef ekki efni á því. Nóg að þurfa að senda þrjár svoleiðis, þar af tvær vegna seinagangs í meðmælendum.