Gleðilegt ár, öllsömul!!
Gasalega var nú gaman að áramótunum. Matarboð hjá bróður mínum og mágkonu (sem er átta mánuði gengin með tvíbura og ég HLAKKA SVO TIL að verða föðursystir!!), svo innlit til stjúpbróður míns og kærustunnar hans, svo rólegheit í Breiðholtinu með Helgu Báru vinkonu og skyldmennum hennar. Agalega næs!!
Nýársdagur hefur ekki verið alveg eins gleðilegur; ég hringdi í móður mína til að óska henni gleðilegs árs og það samtal endaði, eins og of oft vill verða með okkur tvær, á leiðinlegum nótum. Ég var alveg svakalega dán og leið en Stína vinkona kom og þá náði ég að fókusa aðeins út úr leiðindunum. Gott að eiga góða vini!!
Nú, svo hringdi ég heim í þennan blessaða meðmælanda minn. Jújú, bréfið löngu tilbúið í tölvunni. Arg! Það má vel vera að það sé í öllum tilvikum langbest að senda umsóknirnar með hraðpósti en ég bara hef ekki efni á því. Nóg að þurfa að senda þrjár svoleiðis, þar af tvær vegna seinagangs í meðmælendum.
miðvikudagur, janúar 01, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli