Já. Alveg rétt. Ég ætlaði að kvarta undan fólki í dag. Þannig er að umsóknarfresturinn í alveg voðalega spennandi háskóla úti í Amríggu rennur út á föstudaginn. Ég er löngu spöngu tilbúin með öll gögn, nema eitt einasta meðmælabréf sem meðmælandinn á eftir að skila til mín í innsigluðu umslagi. Bréfið þarf nebbla að fara til háskólans með öllum hinum umsóknargögnunum mínum. Ég er búin að senda þessum meðmælanda tvo tölvupósta að ýta á eftir bréfinu og reyndi svo að hringja í viðkomandi í dag, og ekki svarar. Hvenær fæ ég helv. bréfið?? Skilur manneskjan ekki að hún er búin að hafa rúma tvo mánuði til að græja þetta og að vegna seinagangsins þarf ég að borga tæpan 4000 kall í FedEx (Fed up and exhausted, muniði?) sendingu í stað þess að sleppa með 265 kall á póstinum?!? Það besta er að þessi skóli býður meðmælendum að skila meðmælum á Netinu en þessi meðmælandi vildi það ekki, því ef þetta væri á gamla góða pappírsforminu væri síður hætta á að þetta gleymdist!
Annað viðlíka keis er í uppsiglingu, nema hvað í þeim skóla er umsóknarfresturinn 15. janúar. Vonandi að sá meðmælandi (nei, þetta er ekki sama manneskjan í þessum tveimur tilfellum) verði aðeins sneggri að svara endalausum ítrekunum mínum. Annars er það bara enn ein FedEx sendingin. Eins gott ég fékk Fulbright-styrkinn, segi ég nú bara!
mánudagur, desember 30, 2002
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli