Svei mér þá ef jarðfræðin eru ekki farin að hafa slæm áhrif á heilabúið mitt.
Í gærkvöldi var ég að horfa á "Blue Hawaii" með kónginum Ella sprella hjá Fanneyju vinkonu minni. Kóngurinn dansaði af miklum móð í sandinum á ströndinni ásamt föngulegum yngismeyjum og tyggjandi brosmildum Hawaii-bangsum, og gerðist Elli m.a.s. svo kræfur að þeyta sandi yfir myndavélina; enda mikill rebel eins og allir vita. Þetta stuð hafði einhverra hluta engin áhrif á mig eða mína veru, þess í stað varð ég afar forvitin að sjá lífförin sem svona dansiball mundi mynda í sandinum. Sem þýðir: Ef ég bíð í nokkur milljón ár og kem svo aftur á hawaiisku ströndina þar sem tjúttið fór fram og sé þar fallega sandsteinskletta, hvernig get ég þá séð, út frá alls konar byggingareinkennum í sandinum (skálögun etc.), hvar nákvæmlega Elli og Co. voru að tjútta?
Þetta heitir á dönsku að vera "fagskadet", sagði Fanney mér.
sunnudagur, desember 15, 2002
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli