Úr dagbók löggunnar:
"Snemma á sunnudagsmorgun var tilkynnt um slagsmál í göngugötunni. Reyndist það ekki á rökum reist því þarna voru tveir drengir að gráta við öxlina hvor á öðrum en þeir voru í ástarsorg.
Snemma á sunnudagsmorgun var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Holtunum. Þarna var spennt upp hurð og stolið eggjum, brauði, salati og fleiru matarkyns. Þetta fannst svo allt saman haganlega fyrir komið bak við ruslagám þarna hjá eins og til stæði að sækja þýfið seinna. "
Í boði Moggans
mánudagur, janúar 13, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli