Þá er Silfurskottan búin að fá innanhússlækninn í heimsókn og búið að henda úr henni alls konar njósnurum og óþjóðalýð og hyski. Pleierinn líka kominn í gagnið aftur. Mikið er ég fegin. Tölvunáunginn hér við deildina innti mig frétta af honum Geirfinni Jónssyni sem var hér við nám á níunda áratugnum (sennilega áður en ég byrjaði einu sinni í MR), þetta er lítill heimur. Við Geirfinnur (sem kenndi mér verklegt í eðlisfræði A í HÍ á sínum tíma) erum sem sagt næstum skólasystkini, bara sirka tuttugu ár skilja okkur að. So far erum við einu Íslendingarnir sem hafa stundað nám við þessa deild (þó sumir prófessorar hér kannist við stöku íslenska jarðfræðinga, t.d. Palla Einars og Sigurð Steinþórs, báðir gamlir lærifeður úr HÍ), þannig að það er eins gott að standa sig!
Nú, þriðja og síðasta skyndipróf vetrarins í stærðfræði er í kvöld, alltaf ákveðin tilhlökkun... not. Æi samt, ágætt að fá smá spark í rassinn til að setjast niður og læra. Maður á nú ekki að vera að kvarta yfir að þetta sé eitthvað ofurerfitt því þó það sé farið hratt yfir er ekki farið neitt djúpt í fræðin, stærðfræðikennslan í 3ja bekk í MR var fræðilegri en þetta sem við erum að gera hér.
Krúsið í gær var algjör schnilld, alveg blankalogn og næstum hlýtt og sólsetur og útsýni og í vatnssýnunum okkar var fullt af dýrum sem sprikluðu svo mikið að við urðum að gefa þeim róandi til að geta skoðað þau í smásjánni. Myndir koma á vefinn bráðum, ég set inn hlekk þegar þar að kemur.
þriðjudagur, apríl 27, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli